Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Valur Páll Eiríksson skrifar 14. nóvember 2024 07:34 Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur lengi sóst eftir því að stækka HM félagsliða. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti á mánudag að dregið verði í riðlakeppni í nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða þann 5. desember næstkomandi. Fyrirhuguð keppnin hefur sætt mikilli gagnrýni víða að. Tilkynnt var um dráttinn á samfélagsmiðlum sambandsins snemma í vikunni. 32 liðum verður skipt í átta fjögurra liða riðla. Tvö efstu komast áfram í 16-liða úrslit og líkir skipulaginu því til HM landsliða. Keppnin hefur lengi verið Gianni Infantino, forseta FIFA, hugleikin en hann hefur talað fyrir því að FIFA taki meiri þátt í félagsliðaboltanum. Hugmyndin sé að stækka fótboltaheiminn og gefa stærstu liðum allra álfa tækifæri til að keppa hvort við annað. Margur hefur gagnrýnt forsetann þar sem FIFA sé með þessu einfaldlega að reyna að eigna sér stærri sneið af köku alþjóðafótboltans. Yfirmenn hjá FIFA líti það hornauga að stærsta keppni heims sé Meistaradeild Evrópu en ekki keppni á vegum alþjóðasambandsins. Nýja keppnin fer fram í Bandaríkjunum frá 15. júní til 13. júlí á næsta ári og verður ákveðin upphitun fyrir HM landsliða sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó ári síðar. Um er að ræða fyrsta mótið sinnar tegundar en í tæp 20 ár hafa aðeins sjö lið tekið þátt í HM félagsliða á vegum FIFA. Nýja keppnin á að vera á fjögurra ára fresti, líkt og landsliðamótið, og hefur sætt gagnrýni vegna aukins álags sem henni fylgir. Leikjum fjölgar sífellt á stærsta sviði fótboltans með fylgjandi álagi á leikmenn í fremstu röð. Leikjaálagið gagnrýnt FIFPro, samtök atvinnuknattspyrnumanna, hafa gagnrýnt áformin um HM félagsliða harðlega af þessum sökum, sem og World Leagues Forum, hagsmunasamtök atvinnumannadeilda. Samtökin tvö sendu sameiginlegt bréf til FIFA í síðasta mánuði þar sem sambandið var beðið um að færa keppnina á grundvelli velferðar leikmanna. FIFA vísaði þeim áhyggjum á bug og sagði leikjaplanið hafa verið „vandlega íhugað“ til að veita leikmönnum nægan tíma til að jafna sig eftir skuldbindingar þeirra í deildarkeppnum sem eiga til að klárast í maí. 🗣️ Pep Guardiola: "We could play more than 70+ games this season after the FIFA Club World Cup. That is like the NBA - but they have 4 months holidays and we have only 3 weeks holidays!" pic.twitter.com/sRqmKqntrK— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) November 4, 2024 Þrátt fyrir þær skýringar alþjóðasambandsins er gagnrýnin töluverð. Auk samtaka hafa leikmenn og þjálfarar gagnrýnt hugmyndirnar. Þar á meðal Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, sem benti á að í NBA-deildinni í körfubolta vestanhafs fái leikmenn til að mynda fjögurra mánaða frí á milli tímabila á meðan fótboltamönnum bjóðist þrjár vikur. Lærisveinn Guardiola og besti leikmaður heims, Spánverjinn Rodri, hótaði í haust verkfalli vegna leikjaálags. Skömmu eftir að Rodri lét þau ummæli falla meiddist hann illa á hné í leik við Arsenal, þegar Manchester City var í mikilli leikjatörn. Kærur víða af, fáir styrktaraðilar og enginn rétthafi Um miðjan október komu samtök evrópskra fótboltadeila (European Leagues) ásamt FIFPro áleiðis kvörtun til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna meintrar misbeitingar valds af hálfu FIFA í tengslum við keppnina. Samtök atvinnumanna á Englandi (PFA) og samskonar samtök í Frakklandi (UNPF) skiluðu þá kæru til réttar í Brussel vegna HM félagsliða fyrr í ár. Skýrleikinn er þá ekki mikill fyrir félögin sem taka þátt í keppninni. Enn er óljóst hvernig verðlaunafé verður ráðstafað og hversu mikið verður í boði. Ekki hefur verið samið við sjónvarpsrétthafa til að sýna mótið og aðeins einn styrktaraðili hefur verið opinberaður; kínverski rafvöruframleiðandinn Hisense. Mótið hefst að öllu óbreyttu á Hard Rock-vellinum í Miami þann 15. júní og fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að Gianni Infantino opinberi nýja barnið sitt fyrir heiminum. Hvernig mótið svo fer fram og hversu mikið stjörnurnar í stóru liðunum spila verður svo að koma í ljós. Liðin á HM félagsliða Afríka Al Ahly (Egyptaland) Wydad (Marokkó) Espérance de Tunis (Túnis) Mamelodi Sundowns (Suður-Afríka) Asía Al-Hilal (Sádi-Arabía) Al-Ain (Sameinuðu arabísku furstadæmin) Urawa Red Diamonds (Japan) Ulsan (Suður-Kórea) Evrópa Chelsea (England) Manchester City (England) Bayern Munchen (Þýskaland) Dortmund (Þýskaland) PSG (Frakkland) Inter Milan (Ítalía) Juventus (Ítalía) Porto (Portúgal) Benfica (Portúgal) Atlético Madrid (Spánn) Real Madrid (Spánn) Red Bull Salzburg (Austurríki) Eyjálfa Auckland City (Nýja-Sjáland) Norður-Ameríka Inter Miami (Bandaríkin) Seattle Sounders (Bandaríkin) Monterrey (Mexíkó) León (Mexíkó) Pachuca (Mexíkó) Suður-Ameríka Palmeiras (Brasilía) Flamengo (Brasilía) Fluminense (Brasilía) Atlético Mineiro eða Botafogo (Brasilía) River Plate (Argentína) Boca Juniors (Argentína) FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Tengdar fréttir FIFA vill nú fara sáttaleiðina Alþjóða knattspyrnusambandið virðist loksins vera að sjá ljósið og því sér mögulega fyrir endanum á þeirri pattstöðu sem er komin upp á milli FIFA og leikmannasamtakanna. 2. ágúst 2024 13:01 Stærstu deildir Evrópu ætla að kæra FIFA vegna misnotkunar á valdi Stærstu deildir Evrópu, þar á meðal ensku úrvalsdeildarinnar, ætla sér að kæra FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, fyrir að misnota vald sitt og ógna velferð leikmanna. 24. júlí 2024 07:01 Infantino segir samtökunum að hætta „tilgangslausu þrasi“ um leikjaálag Forseti FIFA, Gianni Infantino, var heldur harðorður í garð samtakanna sem gagnrýnt hafa fyrirhugaðar breytingar á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann sagði gagnrýnina tilgangslausa og benti á að þeir fáu leikir sem FIFA skipuleggur fjármagna fótboltastarfsemi um allan heim. 17. maí 2024 16:01 Fækka landsleikjagluggum og koma á fót HM félagsliða FIFA hefur sett á laggirnar heimsmeistaramót félagsliða kvenna í fótbolta. Mótið mun samanstanda af 16 félagsliðum og fara fram á fjögurra fresti, í fyrsta sinn í ársbyrjun 2026. 15. maí 2024 14:31 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Sjá meira
Tilkynnt var um dráttinn á samfélagsmiðlum sambandsins snemma í vikunni. 32 liðum verður skipt í átta fjögurra liða riðla. Tvö efstu komast áfram í 16-liða úrslit og líkir skipulaginu því til HM landsliða. Keppnin hefur lengi verið Gianni Infantino, forseta FIFA, hugleikin en hann hefur talað fyrir því að FIFA taki meiri þátt í félagsliðaboltanum. Hugmyndin sé að stækka fótboltaheiminn og gefa stærstu liðum allra álfa tækifæri til að keppa hvort við annað. Margur hefur gagnrýnt forsetann þar sem FIFA sé með þessu einfaldlega að reyna að eigna sér stærri sneið af köku alþjóðafótboltans. Yfirmenn hjá FIFA líti það hornauga að stærsta keppni heims sé Meistaradeild Evrópu en ekki keppni á vegum alþjóðasambandsins. Nýja keppnin fer fram í Bandaríkjunum frá 15. júní til 13. júlí á næsta ári og verður ákveðin upphitun fyrir HM landsliða sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó ári síðar. Um er að ræða fyrsta mótið sinnar tegundar en í tæp 20 ár hafa aðeins sjö lið tekið þátt í HM félagsliða á vegum FIFA. Nýja keppnin á að vera á fjögurra ára fresti, líkt og landsliðamótið, og hefur sætt gagnrýni vegna aukins álags sem henni fylgir. Leikjum fjölgar sífellt á stærsta sviði fótboltans með fylgjandi álagi á leikmenn í fremstu röð. Leikjaálagið gagnrýnt FIFPro, samtök atvinnuknattspyrnumanna, hafa gagnrýnt áformin um HM félagsliða harðlega af þessum sökum, sem og World Leagues Forum, hagsmunasamtök atvinnumannadeilda. Samtökin tvö sendu sameiginlegt bréf til FIFA í síðasta mánuði þar sem sambandið var beðið um að færa keppnina á grundvelli velferðar leikmanna. FIFA vísaði þeim áhyggjum á bug og sagði leikjaplanið hafa verið „vandlega íhugað“ til að veita leikmönnum nægan tíma til að jafna sig eftir skuldbindingar þeirra í deildarkeppnum sem eiga til að klárast í maí. 🗣️ Pep Guardiola: "We could play more than 70+ games this season after the FIFA Club World Cup. That is like the NBA - but they have 4 months holidays and we have only 3 weeks holidays!" pic.twitter.com/sRqmKqntrK— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) November 4, 2024 Þrátt fyrir þær skýringar alþjóðasambandsins er gagnrýnin töluverð. Auk samtaka hafa leikmenn og þjálfarar gagnrýnt hugmyndirnar. Þar á meðal Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, sem benti á að í NBA-deildinni í körfubolta vestanhafs fái leikmenn til að mynda fjögurra mánaða frí á milli tímabila á meðan fótboltamönnum bjóðist þrjár vikur. Lærisveinn Guardiola og besti leikmaður heims, Spánverjinn Rodri, hótaði í haust verkfalli vegna leikjaálags. Skömmu eftir að Rodri lét þau ummæli falla meiddist hann illa á hné í leik við Arsenal, þegar Manchester City var í mikilli leikjatörn. Kærur víða af, fáir styrktaraðilar og enginn rétthafi Um miðjan október komu samtök evrópskra fótboltadeila (European Leagues) ásamt FIFPro áleiðis kvörtun til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna meintrar misbeitingar valds af hálfu FIFA í tengslum við keppnina. Samtök atvinnumanna á Englandi (PFA) og samskonar samtök í Frakklandi (UNPF) skiluðu þá kæru til réttar í Brussel vegna HM félagsliða fyrr í ár. Skýrleikinn er þá ekki mikill fyrir félögin sem taka þátt í keppninni. Enn er óljóst hvernig verðlaunafé verður ráðstafað og hversu mikið verður í boði. Ekki hefur verið samið við sjónvarpsrétthafa til að sýna mótið og aðeins einn styrktaraðili hefur verið opinberaður; kínverski rafvöruframleiðandinn Hisense. Mótið hefst að öllu óbreyttu á Hard Rock-vellinum í Miami þann 15. júní og fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að Gianni Infantino opinberi nýja barnið sitt fyrir heiminum. Hvernig mótið svo fer fram og hversu mikið stjörnurnar í stóru liðunum spila verður svo að koma í ljós. Liðin á HM félagsliða Afríka Al Ahly (Egyptaland) Wydad (Marokkó) Espérance de Tunis (Túnis) Mamelodi Sundowns (Suður-Afríka) Asía Al-Hilal (Sádi-Arabía) Al-Ain (Sameinuðu arabísku furstadæmin) Urawa Red Diamonds (Japan) Ulsan (Suður-Kórea) Evrópa Chelsea (England) Manchester City (England) Bayern Munchen (Þýskaland) Dortmund (Þýskaland) PSG (Frakkland) Inter Milan (Ítalía) Juventus (Ítalía) Porto (Portúgal) Benfica (Portúgal) Atlético Madrid (Spánn) Real Madrid (Spánn) Red Bull Salzburg (Austurríki) Eyjálfa Auckland City (Nýja-Sjáland) Norður-Ameríka Inter Miami (Bandaríkin) Seattle Sounders (Bandaríkin) Monterrey (Mexíkó) León (Mexíkó) Pachuca (Mexíkó) Suður-Ameríka Palmeiras (Brasilía) Flamengo (Brasilía) Fluminense (Brasilía) Atlético Mineiro eða Botafogo (Brasilía) River Plate (Argentína) Boca Juniors (Argentína)
Liðin á HM félagsliða Afríka Al Ahly (Egyptaland) Wydad (Marokkó) Espérance de Tunis (Túnis) Mamelodi Sundowns (Suður-Afríka) Asía Al-Hilal (Sádi-Arabía) Al-Ain (Sameinuðu arabísku furstadæmin) Urawa Red Diamonds (Japan) Ulsan (Suður-Kórea) Evrópa Chelsea (England) Manchester City (England) Bayern Munchen (Þýskaland) Dortmund (Þýskaland) PSG (Frakkland) Inter Milan (Ítalía) Juventus (Ítalía) Porto (Portúgal) Benfica (Portúgal) Atlético Madrid (Spánn) Real Madrid (Spánn) Red Bull Salzburg (Austurríki) Eyjálfa Auckland City (Nýja-Sjáland) Norður-Ameríka Inter Miami (Bandaríkin) Seattle Sounders (Bandaríkin) Monterrey (Mexíkó) León (Mexíkó) Pachuca (Mexíkó) Suður-Ameríka Palmeiras (Brasilía) Flamengo (Brasilía) Fluminense (Brasilía) Atlético Mineiro eða Botafogo (Brasilía) River Plate (Argentína) Boca Juniors (Argentína)
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Tengdar fréttir FIFA vill nú fara sáttaleiðina Alþjóða knattspyrnusambandið virðist loksins vera að sjá ljósið og því sér mögulega fyrir endanum á þeirri pattstöðu sem er komin upp á milli FIFA og leikmannasamtakanna. 2. ágúst 2024 13:01 Stærstu deildir Evrópu ætla að kæra FIFA vegna misnotkunar á valdi Stærstu deildir Evrópu, þar á meðal ensku úrvalsdeildarinnar, ætla sér að kæra FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, fyrir að misnota vald sitt og ógna velferð leikmanna. 24. júlí 2024 07:01 Infantino segir samtökunum að hætta „tilgangslausu þrasi“ um leikjaálag Forseti FIFA, Gianni Infantino, var heldur harðorður í garð samtakanna sem gagnrýnt hafa fyrirhugaðar breytingar á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann sagði gagnrýnina tilgangslausa og benti á að þeir fáu leikir sem FIFA skipuleggur fjármagna fótboltastarfsemi um allan heim. 17. maí 2024 16:01 Fækka landsleikjagluggum og koma á fót HM félagsliða FIFA hefur sett á laggirnar heimsmeistaramót félagsliða kvenna í fótbolta. Mótið mun samanstanda af 16 félagsliðum og fara fram á fjögurra fresti, í fyrsta sinn í ársbyrjun 2026. 15. maí 2024 14:31 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Sjá meira
FIFA vill nú fara sáttaleiðina Alþjóða knattspyrnusambandið virðist loksins vera að sjá ljósið og því sér mögulega fyrir endanum á þeirri pattstöðu sem er komin upp á milli FIFA og leikmannasamtakanna. 2. ágúst 2024 13:01
Stærstu deildir Evrópu ætla að kæra FIFA vegna misnotkunar á valdi Stærstu deildir Evrópu, þar á meðal ensku úrvalsdeildarinnar, ætla sér að kæra FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, fyrir að misnota vald sitt og ógna velferð leikmanna. 24. júlí 2024 07:01
Infantino segir samtökunum að hætta „tilgangslausu þrasi“ um leikjaálag Forseti FIFA, Gianni Infantino, var heldur harðorður í garð samtakanna sem gagnrýnt hafa fyrirhugaðar breytingar á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann sagði gagnrýnina tilgangslausa og benti á að þeir fáu leikir sem FIFA skipuleggur fjármagna fótboltastarfsemi um allan heim. 17. maí 2024 16:01
Fækka landsleikjagluggum og koma á fót HM félagsliða FIFA hefur sett á laggirnar heimsmeistaramót félagsliða kvenna í fótbolta. Mótið mun samanstanda af 16 félagsliðum og fara fram á fjögurra fresti, í fyrsta sinn í ársbyrjun 2026. 15. maí 2024 14:31