Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 13. nóvember 2024 06:17 Saga náttúruverndarmála á Íslandi hefur verið samofin ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst miðhálendið. Náttúruvernd hérlendis hefur einkennst af þrotlausri varnarbaráttu hugsjónafólks úr öllum þjóðfélagshópum, náttúruverndarsamtaka og fagfólks í náttúrufræðum. Fyrir baráttu þessa fólks verð ég ævinlega þakklátur. En náttúruverndarbaráttan hefur ekki bara verið vörn, heldur líka sókn. Friðlýsingar eru eitt öflugasta tækið í náttúruvernd. Á síðustu 25 árum voru tveir þjóðgarðar stofnsettir hérlendis, Vatnajökulsþjóðgarður og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, og nokkrir tugir náttúruperlna og verðmætra svæða hafa verið friðlýst. Í tíð Svandísar Svavarsdóttur í umhverfisráðuneytinu voru sett ný náttúruverndarlög og um 25 svæði friðlýst. Í tíð minni í ráðuneytinu voru rúmlega 30 svæði friðlýst og unnið ötullega að stofnun tveggja þjóðgarða, Hálendisþjóðgarðs og Dynjandaþjóðgarðs á Vestfjörðum. Undanfarin þrjú ár hafa því miður einkennst af miklu áhugaleysi frá ráðherra málaflokksins og kyrrstöðu í málaflokknum. Núverandi ráðherra hefur friðlýst sex svæði eftir því sem ég kemst næst. Það er nú öll náttúruverndin. Og þrátt fyrir skýrt ákvæði í stjórnarsáttmála um stofnun Hálendisþjóðgarðs hefur núverandi umhverfisráðherra lítið hreyft sig í því máli. Það er mjög miður, enda um að ræða stærsta náttúruverndarverkefni í langan tíma. Mér hefur einnig þótt grátlegt að horfa upp á ráðherra Sjálfstæðisflokksins einfalda alla orðræðu um umhverfis- og náttúruverndarmál niður í umræðu um græna orku. Umhverfismál eru svo miklu meira en það. En virkjanaaðilum hefur vaxið ásmegin með ráðherra sem er þeim hliðhollur. Þetta bitnar á náttúrunni og náttúruverndinni sem hefur eignast fleiri óvini. Því miður hafa flestir flokkar á Alþingi tekið undir orðræðu ráðherrans. Við í VG höfum sýnt í verki að okkur er dauðans alvara þegar kemur að verndun dýrmætrar náttúru Íslands. Við viljum koma á neti þjóðgarða og friðlýstra víðerna hérlendis sem taki meðal annars til miðhálendisins, hálendis Vestfjarða, Breiðafjarðar, Langaness, Gerpissvæðisins og víðar. Við viljum að litið sé á náttúruna sem friðhelga og nýting sé undantekning á því. Nýting náttúruauðlinda okkar er nauðsynleg en náttúran er ekki óendanleg auðlind og brýnt er að standa vörð um hana, bæði náttúrunnar sjálfrar vegna og til að framtíðarkynslóðir fái einnig að njóta góðs af henni. Umfram allt þurfum við alvöru náttúruvernd og náttúruverndarsinna á þing og endurvekja náttúruverndina í umhverfisráðuneytinu. VG býður upp á slíkan valkost. Við munum tala máli náttúrunnar, hátt og skýrt, hér eftir sem hingað til. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Saga náttúruverndarmála á Íslandi hefur verið samofin ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst miðhálendið. Náttúruvernd hérlendis hefur einkennst af þrotlausri varnarbaráttu hugsjónafólks úr öllum þjóðfélagshópum, náttúruverndarsamtaka og fagfólks í náttúrufræðum. Fyrir baráttu þessa fólks verð ég ævinlega þakklátur. En náttúruverndarbaráttan hefur ekki bara verið vörn, heldur líka sókn. Friðlýsingar eru eitt öflugasta tækið í náttúruvernd. Á síðustu 25 árum voru tveir þjóðgarðar stofnsettir hérlendis, Vatnajökulsþjóðgarður og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, og nokkrir tugir náttúruperlna og verðmætra svæða hafa verið friðlýst. Í tíð Svandísar Svavarsdóttur í umhverfisráðuneytinu voru sett ný náttúruverndarlög og um 25 svæði friðlýst. Í tíð minni í ráðuneytinu voru rúmlega 30 svæði friðlýst og unnið ötullega að stofnun tveggja þjóðgarða, Hálendisþjóðgarðs og Dynjandaþjóðgarðs á Vestfjörðum. Undanfarin þrjú ár hafa því miður einkennst af miklu áhugaleysi frá ráðherra málaflokksins og kyrrstöðu í málaflokknum. Núverandi ráðherra hefur friðlýst sex svæði eftir því sem ég kemst næst. Það er nú öll náttúruverndin. Og þrátt fyrir skýrt ákvæði í stjórnarsáttmála um stofnun Hálendisþjóðgarðs hefur núverandi umhverfisráðherra lítið hreyft sig í því máli. Það er mjög miður, enda um að ræða stærsta náttúruverndarverkefni í langan tíma. Mér hefur einnig þótt grátlegt að horfa upp á ráðherra Sjálfstæðisflokksins einfalda alla orðræðu um umhverfis- og náttúruverndarmál niður í umræðu um græna orku. Umhverfismál eru svo miklu meira en það. En virkjanaaðilum hefur vaxið ásmegin með ráðherra sem er þeim hliðhollur. Þetta bitnar á náttúrunni og náttúruverndinni sem hefur eignast fleiri óvini. Því miður hafa flestir flokkar á Alþingi tekið undir orðræðu ráðherrans. Við í VG höfum sýnt í verki að okkur er dauðans alvara þegar kemur að verndun dýrmætrar náttúru Íslands. Við viljum koma á neti þjóðgarða og friðlýstra víðerna hérlendis sem taki meðal annars til miðhálendisins, hálendis Vestfjarða, Breiðafjarðar, Langaness, Gerpissvæðisins og víðar. Við viljum að litið sé á náttúruna sem friðhelga og nýting sé undantekning á því. Nýting náttúruauðlinda okkar er nauðsynleg en náttúran er ekki óendanleg auðlind og brýnt er að standa vörð um hana, bæði náttúrunnar sjálfrar vegna og til að framtíðarkynslóðir fái einnig að njóta góðs af henni. Umfram allt þurfum við alvöru náttúruvernd og náttúruverndarsinna á þing og endurvekja náttúruverndina í umhverfisráðuneytinu. VG býður upp á slíkan valkost. Við munum tala máli náttúrunnar, hátt og skýrt, hér eftir sem hingað til. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun