Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2024 22:00 Annar af markaskorurum Bayern í kvöld og fyrirliðinn Glódís Perla. Harry Langer/Getty Images Glódís Perla Viggósdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir voru báðar í byrjunarliðum sinna liða þegar Bayern München tók á móti Vålerenga í Meistaradeild Evrópu kvenna í fótbolta í kvöld. Bayern gerði út um leikinn snemma leiks. Bayern hafði unnið báða leiki sína til þessa í keppninni og gat náð toppsætinu á nýjan leik eftir að Arsenal vann óvæntan stórsigur á Juventus í fyrri leik C-riðils í kvöld. Fyrirliðinn Glódís Perla og stöllur mættu vel undirbúnar til leiks en eftir aðeins tíu mínútur var hin danska Pernille Harder búin að koma Bayern yfir með skalla eftir stórbrotna stoðsendingu Klöru Bühl. 😍 Klara Bühl with that trademark cross to help Pernille Harder get her 5th Champions League goal of the season!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/rqhNpzEd59— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Aðeins sjö mínútum síðar fékk Bayern gullið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar vítaspyrna var dæmd. Giulia Gwinn fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. 🎯 Giulia Gwinn makes no mistakes from the penalty spot and doubles Bayern's lead against Vålerenga!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/nz5Tu3n2o3— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Bayern lét ekki staðar numið þar og bætti Sarah Zadrazil þriðja markinu við þegar komið var fram í uppbótartíma leiksins. Lokatölur 3-0 sem þýðir að Bayern er með 9 stig að loknum þremur leikjum í C-riðli. Arsenal er með sex stig, Juventus þrjú en Vålerenga er án stiga. Í D-riðli var Hammarby í heimsókn hjá Manchester City. Gestirnir frá Svíþjóð töpuðu 9-0 fyrir Barcelona í síðustu umferð og ætluðu sér alls ekki að lenda í öðru eins í kvöld. Tókst Hammarby að halda marki sínu hreinu allt fram í síðari hálfleik en hann var hins vegar aðeins tveggja mínútna gamall þegar Laura Blindkilde braut ísinn fyrir Man City. 💥 CITEH IN FRONT!It's Laura Blindkilde Brown with her first goal in the Champions League group stage!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/J2uV97Ebwm— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Aoba Fujino tvöfaldaði forystu heimaliðsins eftir undirbúning Leila Ouahabi þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Lokatölur leiksins 2-0 og Man City komið á topp D-riðils með fullt hús stiga á meðan Hammarby er með þrjú stig í 3. sæti. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu kvenna. Þá skoraði Barcelona sex mörk gegn St. Pölten frá Austurríki. 12. nóvember 2024 19:51 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Sjá meira
Bayern hafði unnið báða leiki sína til þessa í keppninni og gat náð toppsætinu á nýjan leik eftir að Arsenal vann óvæntan stórsigur á Juventus í fyrri leik C-riðils í kvöld. Fyrirliðinn Glódís Perla og stöllur mættu vel undirbúnar til leiks en eftir aðeins tíu mínútur var hin danska Pernille Harder búin að koma Bayern yfir með skalla eftir stórbrotna stoðsendingu Klöru Bühl. 😍 Klara Bühl with that trademark cross to help Pernille Harder get her 5th Champions League goal of the season!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/rqhNpzEd59— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Aðeins sjö mínútum síðar fékk Bayern gullið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar vítaspyrna var dæmd. Giulia Gwinn fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. 🎯 Giulia Gwinn makes no mistakes from the penalty spot and doubles Bayern's lead against Vålerenga!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/nz5Tu3n2o3— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Bayern lét ekki staðar numið þar og bætti Sarah Zadrazil þriðja markinu við þegar komið var fram í uppbótartíma leiksins. Lokatölur 3-0 sem þýðir að Bayern er með 9 stig að loknum þremur leikjum í C-riðli. Arsenal er með sex stig, Juventus þrjú en Vålerenga er án stiga. Í D-riðli var Hammarby í heimsókn hjá Manchester City. Gestirnir frá Svíþjóð töpuðu 9-0 fyrir Barcelona í síðustu umferð og ætluðu sér alls ekki að lenda í öðru eins í kvöld. Tókst Hammarby að halda marki sínu hreinu allt fram í síðari hálfleik en hann var hins vegar aðeins tveggja mínútna gamall þegar Laura Blindkilde braut ísinn fyrir Man City. 💥 CITEH IN FRONT!It's Laura Blindkilde Brown with her first goal in the Champions League group stage!Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/J2uV97Ebwm— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 12, 2024 Aoba Fujino tvöfaldaði forystu heimaliðsins eftir undirbúning Leila Ouahabi þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Lokatölur leiksins 2-0 og Man City komið á topp D-riðils með fullt hús stiga á meðan Hammarby er með þrjú stig í 3. sæti.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu kvenna. Þá skoraði Barcelona sex mörk gegn St. Pölten frá Austurríki. 12. nóvember 2024 19:51 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Sjá meira
Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu kvenna. Þá skoraði Barcelona sex mörk gegn St. Pölten frá Austurríki. 12. nóvember 2024 19:51