Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 19:50 Sophie Trudeau, fjölmiðlakona, rithöfundur og fyrrverandi forsetafrú Kanada, er stödd á Íslandi. Hún segist elska land og þjóð og að Kanadamenn og Íslendingar séu um margt líkir í háttum, þeir séu frekar afslappaðir. Vísir/Sigurjón Sophie Grégoire Trudeau fjölmiðlakona og fyrrverandi forsetafrú Kanada segir það skaðlegt andlegri heilsu að gefa afslátt af sínu sanna sjálfi til að geðjast öðrum. Hún sé stolt af sér fyrir að hafa aldrei þóst vera önnur er hún er og því hafi hún lagað hlutverk forsetafrúar að sér, en ekki öfugt. Hin kanadíska Sophie er þriggja barna móðir. Hún er fyrrverandi eiginkona Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, en þau skildu í fyrra. Hún á að baki áratugalanga reynslu í fjölmiðlastörfum. Sophie er stödd hér á landi til að sækja ráðstefnu kvenleiðtoga og kynna nýútkomna bók sína Closer Together sem fjallar um geðheilbrigði sem er hennar hjartans mál. Fréttamaður settist niður með Sophie og ræddi við hana um öll hennar helstu hugðarefni. Hægt er að horfa á viðtalið í fullri lengd í spilaranum neðst í fréttinni. Ef þú, lesandi góður, hefur aðeins stuttan tíma þá getur þú líka horft á styttri útgáfu af viðtalinu sem birtist í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin er í spilaranum hér að neðan. Í bókinni opnar hún sig um eigin reynslu af átröskun og fjallar af mikilli dýpt um mikilvægi tengslamyndunar á fyrstu árum barna. Þá kemur hún mikið inn á mikilvægi þess að vera alltaf sannur. „Hver einasta manneskja hefur djúpa þörf fyrir að vera sönn og ekta. En hvað þýðir það? Það þýðir að sýna hver maður er án þess að þurfa að breyta hegðun sinni til að þóknast. Við gerum þetta samt öll; reynum að þóknast foreldrum okkar til að finnast við vera elskuð og við breytum okkur í samböndum síðar á ævinni og reynum að falla í hópinn sem unglingar. Stundum gerum við mikið af þessu og stundum lítið en við hvikum frá okkar sanna sjálfi til að fá ást.“ Sophie Trudeau segir að það sé hennar hjartans mál að tala fyrir mikilvægi góðrar geðheilsu.Vísir/Sigurjón Sophie var þá spurð hvort það hefði ekki reynt verulega á hana og hennar markmið um að vera sönn sjálfri sér þegar hún tekur að sér hið mjög svo opinbera hlutverk að verða forsetafrú Kanada í ljósi þess að því hlutverki fylgir fjöldi óskrifaðra reglna. „Besta hólið sem ég hef fengið var: Þú varst áfram sú Sophie og þú hefur alltaf verið. Ef maður fer að trúa á frægð, frama, titla eða stöður… þá er maður dauðadæmdur, að minnsta kosti í mínum bókum því þá aftengist þú manneskjunni fyrir framan þig því manni finnst maður eitthvað öðruvísi. Ég lifi ekki þannig. Ég skynjaði sjálfa mig aldrei sem forsetafrú því ég fór ekki í hlutverk, bara í nýjar aðstæður.“ Kostnaðurinn við að standast freistinguna sem felst í að geðjast öðrum geti verið þónokkur því það geti orðið til þess að fá aðra upp á móti sér en hún segir að lykilatriðið sé að skilja að þjáning sé órjúfanlegur hluti af lífinu og finna leiðir til að endurstilla taugakerfið í slíkum aðstæðum. „Sársauki og barningur – ekki líkamlegur sársauki - heldur tilfinningalegur er ekki hættulegur. Mannlegar tilfinningar eru ekki hættulegar en ef ekki er hugað að hinu innra og ef maður er einangraður og talar ekki við neinn um hvernig manni líður þá getur það verið lífshættulegt. Við sjáum hvað er að gerast núna. Fólk hefur aldrei fyrirfarið sér í svo miklum mæli. Geðheilbrigðiskrísan var til staðar fyrir heimsfaraldurinn en faraldurinn ýtti undir hugmyndina um að hinir hæfustu lifi af og að við yrðum að standa okkur og reyna að stjórna aðstæðum og vera fyrst,“ segir Sophie. Kanada Bókmenntir Tengdar fréttir Trudeau-hjónin skilja Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband. 2. ágúst 2023 17:04 Trudeau bað Gísla um mynd eftir matinn Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson tók á móti forsætisráðherrum og fjölmennu fylgdarliði þeirra á veitingastöðum sínum um helgina. Gísli segir að í enda máltíðarinnar hafi forsætisráðherra Kanada beðið um að fá mynd af sér með honum. 27. júní 2023 16:43 Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hin kanadíska Sophie er þriggja barna móðir. Hún er fyrrverandi eiginkona Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, en þau skildu í fyrra. Hún á að baki áratugalanga reynslu í fjölmiðlastörfum. Sophie er stödd hér á landi til að sækja ráðstefnu kvenleiðtoga og kynna nýútkomna bók sína Closer Together sem fjallar um geðheilbrigði sem er hennar hjartans mál. Fréttamaður settist niður með Sophie og ræddi við hana um öll hennar helstu hugðarefni. Hægt er að horfa á viðtalið í fullri lengd í spilaranum neðst í fréttinni. Ef þú, lesandi góður, hefur aðeins stuttan tíma þá getur þú líka horft á styttri útgáfu af viðtalinu sem birtist í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin er í spilaranum hér að neðan. Í bókinni opnar hún sig um eigin reynslu af átröskun og fjallar af mikilli dýpt um mikilvægi tengslamyndunar á fyrstu árum barna. Þá kemur hún mikið inn á mikilvægi þess að vera alltaf sannur. „Hver einasta manneskja hefur djúpa þörf fyrir að vera sönn og ekta. En hvað þýðir það? Það þýðir að sýna hver maður er án þess að þurfa að breyta hegðun sinni til að þóknast. Við gerum þetta samt öll; reynum að þóknast foreldrum okkar til að finnast við vera elskuð og við breytum okkur í samböndum síðar á ævinni og reynum að falla í hópinn sem unglingar. Stundum gerum við mikið af þessu og stundum lítið en við hvikum frá okkar sanna sjálfi til að fá ást.“ Sophie Trudeau segir að það sé hennar hjartans mál að tala fyrir mikilvægi góðrar geðheilsu.Vísir/Sigurjón Sophie var þá spurð hvort það hefði ekki reynt verulega á hana og hennar markmið um að vera sönn sjálfri sér þegar hún tekur að sér hið mjög svo opinbera hlutverk að verða forsetafrú Kanada í ljósi þess að því hlutverki fylgir fjöldi óskrifaðra reglna. „Besta hólið sem ég hef fengið var: Þú varst áfram sú Sophie og þú hefur alltaf verið. Ef maður fer að trúa á frægð, frama, titla eða stöður… þá er maður dauðadæmdur, að minnsta kosti í mínum bókum því þá aftengist þú manneskjunni fyrir framan þig því manni finnst maður eitthvað öðruvísi. Ég lifi ekki þannig. Ég skynjaði sjálfa mig aldrei sem forsetafrú því ég fór ekki í hlutverk, bara í nýjar aðstæður.“ Kostnaðurinn við að standast freistinguna sem felst í að geðjast öðrum geti verið þónokkur því það geti orðið til þess að fá aðra upp á móti sér en hún segir að lykilatriðið sé að skilja að þjáning sé órjúfanlegur hluti af lífinu og finna leiðir til að endurstilla taugakerfið í slíkum aðstæðum. „Sársauki og barningur – ekki líkamlegur sársauki - heldur tilfinningalegur er ekki hættulegur. Mannlegar tilfinningar eru ekki hættulegar en ef ekki er hugað að hinu innra og ef maður er einangraður og talar ekki við neinn um hvernig manni líður þá getur það verið lífshættulegt. Við sjáum hvað er að gerast núna. Fólk hefur aldrei fyrirfarið sér í svo miklum mæli. Geðheilbrigðiskrísan var til staðar fyrir heimsfaraldurinn en faraldurinn ýtti undir hugmyndina um að hinir hæfustu lifi af og að við yrðum að standa okkur og reyna að stjórna aðstæðum og vera fyrst,“ segir Sophie.
Kanada Bókmenntir Tengdar fréttir Trudeau-hjónin skilja Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband. 2. ágúst 2023 17:04 Trudeau bað Gísla um mynd eftir matinn Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson tók á móti forsætisráðherrum og fjölmennu fylgdarliði þeirra á veitingastöðum sínum um helgina. Gísli segir að í enda máltíðarinnar hafi forsætisráðherra Kanada beðið um að fá mynd af sér með honum. 27. júní 2023 16:43 Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Trudeau-hjónin skilja Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband. 2. ágúst 2023 17:04
Trudeau bað Gísla um mynd eftir matinn Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson tók á móti forsætisráðherrum og fjölmennu fylgdarliði þeirra á veitingastöðum sínum um helgina. Gísli segir að í enda máltíðarinnar hafi forsætisráðherra Kanada beðið um að fá mynd af sér með honum. 27. júní 2023 16:43
Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45