„Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 13:03 Brynjar Logi eða Yung Nigo Drippin' var að gefa út plötu og tónlistarmyndband. Berlaug Petra. „Fólk er búið að taka mjög vel í þetta,“ segir rapparinn og listamaðurinn Brynjar Logi, betur þekktur sem Yung Nigo Drippin. Hann skaust fram á sjónarsviðið árið 2017 og hefur heldur betur verið virkur í íslensku tónlistarlífi allar götur síðan. Blaðamaður ræddi við Brynjar um nýja EP plötu og stór framtíðarplön. Þann 31. október síðastliðinn sendi Yung Nigo Drippin frá sér EP plötuna Halloween 1. Platan inniheldur fjóra smelli og sameinar hann sem dæmi krafta sína við tónlistarmenn á borð við Birni og Issa. Sömuleiðis opnaði hann heimasíðu. Yung Nigo og Birnir gáfu samhliða plötunni út tónlistarmyndband við lagið Fimm Stjörnu en það má sjá hér: Klippa: Yung Nigo Drippin ft. Birnir - 5 stjörnu Í kjölfar útgáfunnar tróð Yung Nigo upp á klúbbnum Útópía og segir hann skemmtilegt að flytja loksins nýja efnið sitt. „Elsta lagið er frá 2023. Svo gerði ég tvö nýrri í ár til að setja með á plötuna. Ég er búinn að vera ágætlega virkur yfir allt þetta ár, ég gaf út plötuna MONEYDRIPPIN 2 og er búinn að vinna mikið að tónlistinni, safna lögum að mér og taka þetta á næsta „level“. Það er spennandi að gefa út og sérstaklega þegar maður vinnur með góðu fólki sem sýnir mikla tryggð. Við vinnslu á seinustu verkefnum höfum við prófað alls konar öðruvísi hluti sem ég hef ekki verið að gera áður. Það er að fara mikið hugvit og fjölbreytt vinna í verkefnið eins og myndbandagerð, skipulagning viðburða, framleiðsla á varningi og fleira.“ View this post on Instagram A post shared by Yung Nigo Drippin (@yungnigodrippin) Yung Nigo er upprunalega úr Hafnarfirði en býr í miðbænum núna ásamt skapandi hópi sem vinnur mikið saman. „Það er svo geggjað að leiða saman mismunandi aðila úr listasenunni. Það er mjög mikið samvinna hjá okkur og sköpunargleði. Allir fá að njóta sín í því sem þeir eru góðir í. Þegar uppi er staðið snýst þetta um að njóta þess sem maður gerir og leggja sitt af mörkum við að „representa“ menninguna, við erum að horfa á fjölbreytt og skemmtileg samstörf næstunni.“ View this post on Instagram A post shared by Yung Nigo Drippin (@yungnigodrippin) Hann segist hafa lært margt á síðastliðnum sjö árum í bransanum. „Það skiptir máli að vera til staðar og halda alltaf áfram. Passa að láta þetta ekki deyja út og vera alltaf virkur. Ég vil alltaf halda áfram að skapa.“ Hann er sömuleiðis með stóra drauma fyrir árið 2025. „Það eru stórir hlutir að koma á nýju ári og fólk þarf að vera tilbúið.“ Hér má hlusta á Yung Nigo Drippin' á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Þann 31. október síðastliðinn sendi Yung Nigo Drippin frá sér EP plötuna Halloween 1. Platan inniheldur fjóra smelli og sameinar hann sem dæmi krafta sína við tónlistarmenn á borð við Birni og Issa. Sömuleiðis opnaði hann heimasíðu. Yung Nigo og Birnir gáfu samhliða plötunni út tónlistarmyndband við lagið Fimm Stjörnu en það má sjá hér: Klippa: Yung Nigo Drippin ft. Birnir - 5 stjörnu Í kjölfar útgáfunnar tróð Yung Nigo upp á klúbbnum Útópía og segir hann skemmtilegt að flytja loksins nýja efnið sitt. „Elsta lagið er frá 2023. Svo gerði ég tvö nýrri í ár til að setja með á plötuna. Ég er búinn að vera ágætlega virkur yfir allt þetta ár, ég gaf út plötuna MONEYDRIPPIN 2 og er búinn að vinna mikið að tónlistinni, safna lögum að mér og taka þetta á næsta „level“. Það er spennandi að gefa út og sérstaklega þegar maður vinnur með góðu fólki sem sýnir mikla tryggð. Við vinnslu á seinustu verkefnum höfum við prófað alls konar öðruvísi hluti sem ég hef ekki verið að gera áður. Það er að fara mikið hugvit og fjölbreytt vinna í verkefnið eins og myndbandagerð, skipulagning viðburða, framleiðsla á varningi og fleira.“ View this post on Instagram A post shared by Yung Nigo Drippin (@yungnigodrippin) Yung Nigo er upprunalega úr Hafnarfirði en býr í miðbænum núna ásamt skapandi hópi sem vinnur mikið saman. „Það er svo geggjað að leiða saman mismunandi aðila úr listasenunni. Það er mjög mikið samvinna hjá okkur og sköpunargleði. Allir fá að njóta sín í því sem þeir eru góðir í. Þegar uppi er staðið snýst þetta um að njóta þess sem maður gerir og leggja sitt af mörkum við að „representa“ menninguna, við erum að horfa á fjölbreytt og skemmtileg samstörf næstunni.“ View this post on Instagram A post shared by Yung Nigo Drippin (@yungnigodrippin) Hann segist hafa lært margt á síðastliðnum sjö árum í bransanum. „Það skiptir máli að vera til staðar og halda alltaf áfram. Passa að láta þetta ekki deyja út og vera alltaf virkur. Ég vil alltaf halda áfram að skapa.“ Hann er sömuleiðis með stóra drauma fyrir árið 2025. „Það eru stórir hlutir að koma á nýju ári og fólk þarf að vera tilbúið.“ Hér má hlusta á Yung Nigo Drippin' á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira