Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2024 16:48 Úkraínskir hermenn í Lúhansk-héraði. Getty/Kostiantyn Liberov Yfirmenn rússneska hersins hafa safnað tugum þúsunda hermanna í Kúrsk-héraði í Rússlandi og eiga þeir að hefja umfangsmikla gagnsókn gegn Úkraínumönnum þar. Von er á umfangsmikilli sókn á næstu dögum. Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í dag að í heildina stæðu hermenn hans í Kúrsk gegn um fimmtíu þúsund óvinum en talið er að þeirra á meðal séu hermenn frá Norður-Kóreu. Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn áhlaup í Kúrsk í sumar, þar sem þeir náðu tiltölulega miklum árangri á skömmum tíma. Sókn þeirra var þó stöðvuð og hófu Rússar gagnsókn í september. Síðan þá hafa harðir bardagar geisað í héraðinu og hefur yfirráðasvæði Úkraínumanna dregist talsvert saman. Einn yfirmanna rússneska hersins á svæðinu hélt því nýverið fram að bardagarnir í Kúrsk væru þeir erfiðustu á allri víglínunni og að Rússar væru að berjast við fjórtán stórfylki og málaliða frá Vesturlöndum. Á meðan á þessu hefur gengið hefur Rússum gengið betur í austurhluta Úkraínu. Rússneskir hermenn hafa sótt hraðar fram en markmið þeirra virðist vera að ná yfirráðum á öllu Donbas-svæðinu svokallaða, sem samanstendur af Dónetsk og Lúhans-héruðum. Sjá einnig: Sækja hraðar fram í Dónetsk Sirskí segir að ef ekki væri fyrir árásina á Kúrsk væru tugir þúsunda af bestu hermönnum Rússa að taka þátt í árásunum í austri og ástandið þar væri því enn verra, samkvæmt frétt Reuters. Búast við sókn á næstu dögum New York Times sagði þó frá því í gær að Rússum hefði tekist að byggja upp sveitir sínar í Kúrsk án þess að flytja hermenn af vígstöðvunum í austurhluta Úkraínu. Bandarískir heimildarmenn NYT sögðu að Rússar hefðu gert miklar árásir á úkraínska hermenn í Kúrsk úr lofti og með stórskotaliði en væru ekki enn byrjaðir að sækja fram gegn þeim. Búist er við slíkum árásum á næstu dögum og er búist við því að norðurkórsekir hermenn muni taka þátt í þeim. Áðurnefndir heimildarmenn sögðu einnig að Úkraínumenn hefðu byggt upp öflugar varnir í Kúrsk og að þeir gætu haldið aftur af sókn Rússa, í það minnsta um tíma. Bandaríkjamenn eru sagðir svartsýnni á gang stríðsins, samhliða hægum en stöðugum landvinningum Rússa. Að hluta til sé þar um að kenna hve illa Úkraínumönnum hafi gengið að fylla upp í raðir sínar en mannekla hefur lengi leikið þá grátt. Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í á dögunum að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Norður-Kórea Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21 Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. 4. nóvember 2024 22:21 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í dag að í heildina stæðu hermenn hans í Kúrsk gegn um fimmtíu þúsund óvinum en talið er að þeirra á meðal séu hermenn frá Norður-Kóreu. Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn áhlaup í Kúrsk í sumar, þar sem þeir náðu tiltölulega miklum árangri á skömmum tíma. Sókn þeirra var þó stöðvuð og hófu Rússar gagnsókn í september. Síðan þá hafa harðir bardagar geisað í héraðinu og hefur yfirráðasvæði Úkraínumanna dregist talsvert saman. Einn yfirmanna rússneska hersins á svæðinu hélt því nýverið fram að bardagarnir í Kúrsk væru þeir erfiðustu á allri víglínunni og að Rússar væru að berjast við fjórtán stórfylki og málaliða frá Vesturlöndum. Á meðan á þessu hefur gengið hefur Rússum gengið betur í austurhluta Úkraínu. Rússneskir hermenn hafa sótt hraðar fram en markmið þeirra virðist vera að ná yfirráðum á öllu Donbas-svæðinu svokallaða, sem samanstendur af Dónetsk og Lúhans-héruðum. Sjá einnig: Sækja hraðar fram í Dónetsk Sirskí segir að ef ekki væri fyrir árásina á Kúrsk væru tugir þúsunda af bestu hermönnum Rússa að taka þátt í árásunum í austri og ástandið þar væri því enn verra, samkvæmt frétt Reuters. Búast við sókn á næstu dögum New York Times sagði þó frá því í gær að Rússum hefði tekist að byggja upp sveitir sínar í Kúrsk án þess að flytja hermenn af vígstöðvunum í austurhluta Úkraínu. Bandarískir heimildarmenn NYT sögðu að Rússar hefðu gert miklar árásir á úkraínska hermenn í Kúrsk úr lofti og með stórskotaliði en væru ekki enn byrjaðir að sækja fram gegn þeim. Búist er við slíkum árásum á næstu dögum og er búist við því að norðurkórsekir hermenn muni taka þátt í þeim. Áðurnefndir heimildarmenn sögðu einnig að Úkraínumenn hefðu byggt upp öflugar varnir í Kúrsk og að þeir gætu haldið aftur af sókn Rússa, í það minnsta um tíma. Bandaríkjamenn eru sagðir svartsýnni á gang stríðsins, samhliða hægum en stöðugum landvinningum Rússa. Að hluta til sé þar um að kenna hve illa Úkraínumönnum hafi gengið að fylla upp í raðir sínar en mannekla hefur lengi leikið þá grátt. Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í á dögunum að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Norður-Kórea Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21 Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. 4. nóvember 2024 22:21 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47
Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21
Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. 4. nóvember 2024 22:21