Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 10:21 Carlo Ancelotti mætti kokhraustur á blaðmannafund fyrir leik Real Madrid og telur að lið hans muni sýna sitt rétta andlit í dag. Getty/ Alberto Gardin Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefur trú á því að liðið hans snúi við blaðinu í leik sínum á móti Osasuna í spænsku deildinni í dag. Hann mætti með kassann út á blaðamannfund fyrir leikinn. Real Madrid hefur tapað tveimur heimaleikjum í röð og ekki unnið leik í næstum því þrjár vikur. Liðið steinlá 4-0 á móti Barcelona og 3-1 á móti AC Milan í Meistaradeildinni í þessum tveimur leikjum sínum sem fór báðir fram á Santiago Bernabeu. Nú er komið að einum heimaleik í viðbót og ekkert nema sigur getur slökkt eldana sem brenna nú í Real samfélaginu. „Þetta er erfiður leikur fyrir alla. Við höfum farið vel yfir stöðuna með leikmönnum okkar,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi en Osasuna er í fimmta sæti og getur náð Real að stigum með sigri. Farið að hitna undir Ancelotti Svo slæm er staðan er að það er meira að segja farið að hitna undir ítalska þjálfaranum. „Ég er búinn að finna lausnina en við verðum að sjá það ganga upp inn á vellinum. Við vonumst til að það gangi eftir,“ sagði Ancelotti. Hann vill sjá meira frá leikmönnum sínum. ESPN segir frá. „Þetta snýst um fórnfýsi, einbeitingu og liðssamvinnu. Það er ekkert nýtt. Við verðum að vera þéttir og það þýðir fórnfýsi. Við þurfum einbeitingu til að velja réttu sendinguna. Ef þú spilar sem eitt lið þá verstu sem eitt lið og við gerðum það stórkostlega á síðustu leiktíð,“ sagði Ancelotti. Vörnin í tómu tjóni Varnarleikurinn er stórt vandamál. Liðið hefur spilað án hinna meiddu Thibaut Courtois, Dani Carvajal og David Alaba en í síðustu þremur leikjum hefur Real fengið á sig níu mörk. „Við höfum fengið tíma til að finna lausnir. Við vitum að við getum gert betur,“ sagði Ancelotti. Real er nú níu stigum á eftir Barcelona en liðið á leik inni. Þeir eru aftur á móti bara í átjánda sæti í Meistaradeildinni. Nú er erfiður tími „Við erum ekki vanir slíku enda hefur gengið mjög vel í langan tíma. Nú er erfiður tími. Við sættum okkur við það en við megum ekki gefast upp. Ég er ánægður með að vera hjá þessum klúbbi af því að hann er sá besti í heimi til að koma enn sterkari til baka. Þessi hópur er öflugur og klár í þetta verkefni,“ sagði Ancelotti. „Við erum allir í sama bátnum, leikmenn, klúbburinn og ég. Við höfum aldrei verið samheldnari,“ sagði Ancelotti. Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Sjá meira
Real Madrid hefur tapað tveimur heimaleikjum í röð og ekki unnið leik í næstum því þrjár vikur. Liðið steinlá 4-0 á móti Barcelona og 3-1 á móti AC Milan í Meistaradeildinni í þessum tveimur leikjum sínum sem fór báðir fram á Santiago Bernabeu. Nú er komið að einum heimaleik í viðbót og ekkert nema sigur getur slökkt eldana sem brenna nú í Real samfélaginu. „Þetta er erfiður leikur fyrir alla. Við höfum farið vel yfir stöðuna með leikmönnum okkar,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi en Osasuna er í fimmta sæti og getur náð Real að stigum með sigri. Farið að hitna undir Ancelotti Svo slæm er staðan er að það er meira að segja farið að hitna undir ítalska þjálfaranum. „Ég er búinn að finna lausnina en við verðum að sjá það ganga upp inn á vellinum. Við vonumst til að það gangi eftir,“ sagði Ancelotti. Hann vill sjá meira frá leikmönnum sínum. ESPN segir frá. „Þetta snýst um fórnfýsi, einbeitingu og liðssamvinnu. Það er ekkert nýtt. Við verðum að vera þéttir og það þýðir fórnfýsi. Við þurfum einbeitingu til að velja réttu sendinguna. Ef þú spilar sem eitt lið þá verstu sem eitt lið og við gerðum það stórkostlega á síðustu leiktíð,“ sagði Ancelotti. Vörnin í tómu tjóni Varnarleikurinn er stórt vandamál. Liðið hefur spilað án hinna meiddu Thibaut Courtois, Dani Carvajal og David Alaba en í síðustu þremur leikjum hefur Real fengið á sig níu mörk. „Við höfum fengið tíma til að finna lausnir. Við vitum að við getum gert betur,“ sagði Ancelotti. Real er nú níu stigum á eftir Barcelona en liðið á leik inni. Þeir eru aftur á móti bara í átjánda sæti í Meistaradeildinni. Nú er erfiður tími „Við erum ekki vanir slíku enda hefur gengið mjög vel í langan tíma. Nú er erfiður tími. Við sættum okkur við það en við megum ekki gefast upp. Ég er ánægður með að vera hjá þessum klúbbi af því að hann er sá besti í heimi til að koma enn sterkari til baka. Þessi hópur er öflugur og klár í þetta verkefni,“ sagði Ancelotti. „Við erum allir í sama bátnum, leikmenn, klúbburinn og ég. Við höfum aldrei verið samheldnari,“ sagði Ancelotti.
Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Sjá meira