Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar 8. nóvember 2024 17:15 Það er búið að vera ánægjulegt að sjá hvernig Vestfirðir hafa vaxið og dafnað á síðustu árum. Fólki fjölgar og fjölbreyttari atvinnutækifæri verða til með vexti fiskeldis, ferðaþjónustu og Kerecis. Ekki má gleyma Háskólasetri Vestfjarða sem laðar að sér erlenda nemendur sem mörg hver setjast hér að og taka þátt í að skapa verðmæti og auðga vestfirskt samfélag. Þessi vöxtur á undanförnum árum gerði mér kleift að flytja aftur heim eftir háskólanám erlendis og finna vinnu sem passaði menntun minni og áhugasviði sem var ekki svo sjálfsagt hér á árum áður. Eftir að ég kom heim hefur ég fundið fyrir töluverðum áhuga frá vinum og kunningjum sem ólust upp hér fyrir vestan, fóru suður í háskólanám og sjá tækifæri til að koma aftur heim og taka þátt í uppbyggingunni sem nú er í gangi. Nútímasamfélag verður að geta boðið upp á tryggar og öruggar samgöngur þar sem íbúar sem og aðrir þurfa ekki að hafa áhyggjur af snjóflóðahættu eða óvissu um hvort bíllinn komist í gegnum snjóskafla á hálendisvegum. Fjárfesting í samgöngubótum er besta leiðin til að gera Vestfirði að samkeppnishæfum búsetukosti fyrir ungt fólk sérstaklega núna þegar fjölbreytt og spennandi atvinnutækifæri eru í boði á svæðinu. Með bættum samgöngum munu tækifæri til atvinnusköpunar aukast þvert á byggðarlög, sem mun gera svæðið sem heild enn meira aðlaðandi til verðmætasköpunar. Ég vil hvetja stjórnvöld og fólk í framboði til að leita allra leiða til að bæta samgöngur á Vestfjörðum og leggjast á árarnar með Innviðafélagi Vestfjarða um að búa til samgöngusáttmála fyrir Vestfirði. Því samgöngur eru ekki bara verkleg framkvæmd; þær eru lífæð samfélaga og forsenda þess að Vestfirðir geti haldið áfram að vaxa og laðað ungt fólk aftur heim. Höfundur er rannsóknar- og þróunarstjóri hjá Bláma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Það er búið að vera ánægjulegt að sjá hvernig Vestfirðir hafa vaxið og dafnað á síðustu árum. Fólki fjölgar og fjölbreyttari atvinnutækifæri verða til með vexti fiskeldis, ferðaþjónustu og Kerecis. Ekki má gleyma Háskólasetri Vestfjarða sem laðar að sér erlenda nemendur sem mörg hver setjast hér að og taka þátt í að skapa verðmæti og auðga vestfirskt samfélag. Þessi vöxtur á undanförnum árum gerði mér kleift að flytja aftur heim eftir háskólanám erlendis og finna vinnu sem passaði menntun minni og áhugasviði sem var ekki svo sjálfsagt hér á árum áður. Eftir að ég kom heim hefur ég fundið fyrir töluverðum áhuga frá vinum og kunningjum sem ólust upp hér fyrir vestan, fóru suður í háskólanám og sjá tækifæri til að koma aftur heim og taka þátt í uppbyggingunni sem nú er í gangi. Nútímasamfélag verður að geta boðið upp á tryggar og öruggar samgöngur þar sem íbúar sem og aðrir þurfa ekki að hafa áhyggjur af snjóflóðahættu eða óvissu um hvort bíllinn komist í gegnum snjóskafla á hálendisvegum. Fjárfesting í samgöngubótum er besta leiðin til að gera Vestfirði að samkeppnishæfum búsetukosti fyrir ungt fólk sérstaklega núna þegar fjölbreytt og spennandi atvinnutækifæri eru í boði á svæðinu. Með bættum samgöngum munu tækifæri til atvinnusköpunar aukast þvert á byggðarlög, sem mun gera svæðið sem heild enn meira aðlaðandi til verðmætasköpunar. Ég vil hvetja stjórnvöld og fólk í framboði til að leita allra leiða til að bæta samgöngur á Vestfjörðum og leggjast á árarnar með Innviðafélagi Vestfjarða um að búa til samgöngusáttmála fyrir Vestfirði. Því samgöngur eru ekki bara verkleg framkvæmd; þær eru lífæð samfélaga og forsenda þess að Vestfirðir geti haldið áfram að vaxa og laðað ungt fólk aftur heim. Höfundur er rannsóknar- og þróunarstjóri hjá Bláma.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar