Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 14:32 Sjálfstæðisflokkurinn var að gefa út nýja menntastefnu þar sem settar eru fram 21 tillögur sem reynast við frekari athugun frekar innihaldslausar og skorta nánari útlistun. Réttara væri að tala um gamla menntastefnu þar sem um er að ræða töluvert afturhvarf sem minnir á stöðu menntamála um síðustu aldamót. Þannig boða tillögur Sjálfstæðisflokksins m.a. frekari aðgreiningu, samræmd próf og verðmerkta nemendur svo fátt eitt sé nefnt. Þá slær einnig skökku við að setja fram þessar tillögur núna þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 2013 og hefur á þeim tíma haft næg tækifæri til að móta menntastefnuna til þess vegar sem kynntur er í tillögunum Gamla góða nostalgían Það að hverfa til baka í hluti sem við þekkjum frá gamalla tíð er blekkjandi nostalgía. Þegar við vöknum af nostalgíukastinu og skoðum staðreyndir þá kemur hið sanna í ljós. Skoðum t.d. Finnland sem eru fremstir meðal jafningja í menntamálum. Þar eru skólar án aðgreiningar og án samræmdra prófa. Í skólunum í Finnlandi er boðið uppá fríar skólamáltíðir og heilbrigðis- og ráðgjafaþjónustu sem stuðlar að því að öll börn fái jöfn tækifæri, möguleika og velferð. Börnum er jafnframt boðið upp á stöðugleika þar sem kennarar fylgja nemendum sínum í mörg ár og kynnast þeim og þeirra þörfum og hæfileikum vel. Menntun er undirstaða jafnréttis og tækifæra Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélagi okkar. Við í Viðreisn höfnum alfarið afturhvarfinu til fortíðar eins og tillögur Sjálfstæðisflokksins boða. Við viljum tryggja að öll börn hafi aðgang og val um nám við þeirra hæfi án þess þó að við endurskilgreinum stefnuna um skóla fyrir öll börn. Það gerum við með því að tryggja að hverfisskólarnir okkar geti tekið á móti öllum börnum óháð bakgrunni eða mismunandi þörfum. Við þurfum í sífellu að styrkja og bæta skólana og kennarana til að tryggja að nemendur fái menntun í takti við nútímann og þarfir framtíðarinnar. Við þurfum einnig að hlúa að andlegri líðan barnanna okkar og tryggja að þeim líði vel í skólanum. Þau börn sem þurfa meiri þjónustu eiga að sjálfsögðu að fá hana og þar þurfum við að gera betur og tryggja að öll börn sem þurfi á aukinni þjónusta komist inn í skóla sem tekur mið að þeirra þörfum.Það er nauðsynlegt að styðja vel við þá skóla sem eru hér starfræktir fyrir þau börn sem þurfa mikinn sértækan stuðning í öðru umhverfi en sínum heimaskóla. Í því felst þó ekki að við endurskilgreinum skóla án aðgreiningar. Ólík rekstrarform Þessu til viðbótar erum við svo einnig með skóla með ólík rekstrarform sem auka fjölbreytileikann og tryggja að börn og foreldrar geti valið nám við hæfi en við þurfum að passa upp á þar séu viðmið og markmið í samræmi við aðalnámskrá.Viðreisn vill ekki að börn sem þurfa meiri stuðning verði eyrnamerkt og með verðmiða sem reiknaður er af stjórnvöldum, eða búa til sérskóla fyrir þá nemendur svo þau verði örugglega jaðarsett frá upphafi til enda. Hverfisskólar fyrir öll Við verðum að sjá til þess að hefðbundnir hverfisskólar séu því starfi vaxnir að geta tekið á móti börnum óháð bakgrunni, hegðun og greiningum. Það þarf að búa kennurum og öðru starfsfólki gott starfsumhverfi, með áherslu á starfsþróun, tæknivætt starfsumhverfi og samþætta stoðþjónustu. Sérstaklega þarf að huga að því að auka stuðning við kennara vegna nemenda með litla færni í íslensku. Innan skóla þarf að mæta þörfum nemenda með öflugu teymissamstarfi fagfólks, t.a.m. kennara, þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa og talmeinafræðinga. Að hlúa að börnum er lykilatriði í góðu samfélagi og þar er stefna Viðreisnar skýr. Kvíði, þunglyndi, ofbeldi og vímuefnanotkun eru að aukast, sem og hnífaburður ungmenna sem er sífellt algengara viðfangsefni. Viðreisn talar fyrir því að Ísland eigi að vera fyrirmynd í málefnum barna. Við verðum að útrýma biðlistum og auka forvarnir, veita þeim sálfræðiþjónustu og tryggja jöfn tækifæri. Þarna getur menntakerfið og skólarnir okkar spilað lykilhlutverk til að taka utan um öll börn. Þetta er okkar stóra verkefni sem samfélag. Við þurfum að vera í stakk búin að taka utan um öll börn, mennskan er hvorki metin í talna- eða bókstafakerfi. Höfundur skipar 7. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og starfar sem umsjónarkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Skóla- og menntamál Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn var að gefa út nýja menntastefnu þar sem settar eru fram 21 tillögur sem reynast við frekari athugun frekar innihaldslausar og skorta nánari útlistun. Réttara væri að tala um gamla menntastefnu þar sem um er að ræða töluvert afturhvarf sem minnir á stöðu menntamála um síðustu aldamót. Þannig boða tillögur Sjálfstæðisflokksins m.a. frekari aðgreiningu, samræmd próf og verðmerkta nemendur svo fátt eitt sé nefnt. Þá slær einnig skökku við að setja fram þessar tillögur núna þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 2013 og hefur á þeim tíma haft næg tækifæri til að móta menntastefnuna til þess vegar sem kynntur er í tillögunum Gamla góða nostalgían Það að hverfa til baka í hluti sem við þekkjum frá gamalla tíð er blekkjandi nostalgía. Þegar við vöknum af nostalgíukastinu og skoðum staðreyndir þá kemur hið sanna í ljós. Skoðum t.d. Finnland sem eru fremstir meðal jafningja í menntamálum. Þar eru skólar án aðgreiningar og án samræmdra prófa. Í skólunum í Finnlandi er boðið uppá fríar skólamáltíðir og heilbrigðis- og ráðgjafaþjónustu sem stuðlar að því að öll börn fái jöfn tækifæri, möguleika og velferð. Börnum er jafnframt boðið upp á stöðugleika þar sem kennarar fylgja nemendum sínum í mörg ár og kynnast þeim og þeirra þörfum og hæfileikum vel. Menntun er undirstaða jafnréttis og tækifæra Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélagi okkar. Við í Viðreisn höfnum alfarið afturhvarfinu til fortíðar eins og tillögur Sjálfstæðisflokksins boða. Við viljum tryggja að öll börn hafi aðgang og val um nám við þeirra hæfi án þess þó að við endurskilgreinum stefnuna um skóla fyrir öll börn. Það gerum við með því að tryggja að hverfisskólarnir okkar geti tekið á móti öllum börnum óháð bakgrunni eða mismunandi þörfum. Við þurfum í sífellu að styrkja og bæta skólana og kennarana til að tryggja að nemendur fái menntun í takti við nútímann og þarfir framtíðarinnar. Við þurfum einnig að hlúa að andlegri líðan barnanna okkar og tryggja að þeim líði vel í skólanum. Þau börn sem þurfa meiri þjónustu eiga að sjálfsögðu að fá hana og þar þurfum við að gera betur og tryggja að öll börn sem þurfi á aukinni þjónusta komist inn í skóla sem tekur mið að þeirra þörfum.Það er nauðsynlegt að styðja vel við þá skóla sem eru hér starfræktir fyrir þau börn sem þurfa mikinn sértækan stuðning í öðru umhverfi en sínum heimaskóla. Í því felst þó ekki að við endurskilgreinum skóla án aðgreiningar. Ólík rekstrarform Þessu til viðbótar erum við svo einnig með skóla með ólík rekstrarform sem auka fjölbreytileikann og tryggja að börn og foreldrar geti valið nám við hæfi en við þurfum að passa upp á þar séu viðmið og markmið í samræmi við aðalnámskrá.Viðreisn vill ekki að börn sem þurfa meiri stuðning verði eyrnamerkt og með verðmiða sem reiknaður er af stjórnvöldum, eða búa til sérskóla fyrir þá nemendur svo þau verði örugglega jaðarsett frá upphafi til enda. Hverfisskólar fyrir öll Við verðum að sjá til þess að hefðbundnir hverfisskólar séu því starfi vaxnir að geta tekið á móti börnum óháð bakgrunni, hegðun og greiningum. Það þarf að búa kennurum og öðru starfsfólki gott starfsumhverfi, með áherslu á starfsþróun, tæknivætt starfsumhverfi og samþætta stoðþjónustu. Sérstaklega þarf að huga að því að auka stuðning við kennara vegna nemenda með litla færni í íslensku. Innan skóla þarf að mæta þörfum nemenda með öflugu teymissamstarfi fagfólks, t.a.m. kennara, þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa og talmeinafræðinga. Að hlúa að börnum er lykilatriði í góðu samfélagi og þar er stefna Viðreisnar skýr. Kvíði, þunglyndi, ofbeldi og vímuefnanotkun eru að aukast, sem og hnífaburður ungmenna sem er sífellt algengara viðfangsefni. Viðreisn talar fyrir því að Ísland eigi að vera fyrirmynd í málefnum barna. Við verðum að útrýma biðlistum og auka forvarnir, veita þeim sálfræðiþjónustu og tryggja jöfn tækifæri. Þarna getur menntakerfið og skólarnir okkar spilað lykilhlutverk til að taka utan um öll börn. Þetta er okkar stóra verkefni sem samfélag. Við þurfum að vera í stakk búin að taka utan um öll börn, mennskan er hvorki metin í talna- eða bókstafakerfi. Höfundur skipar 7. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og starfar sem umsjónarkennari.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar