Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 22:00 Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða um land vegna foks. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar renna út á næstu klukkutímunum. Veðurfræðingur á vakt segir að þó stutt sé í að veðrið gangi niður geti það enn valdið vandræðum síðustu klukkutímana á til dæmis Norðausturlandi. Þá eru í gildi skriðuviðvaranir og viðvaranir um grjóthrun á Suður- og Vesturland og Vestfjörðum fram að helgi. „Þetta er búið að vera dálítill hvellur. Sérstaklega á Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Það á svo eftir að hvessa aðeins á Norðausturlandi áður en þetta gengur niður. Þannig þetta er ekki alveg búið en um og eftir miðnætti ætti þetta að ganga hratt niður. Þetta er lítil og kröpp lægð sem fer hratt hjá og hún er ekki alveg búin,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að á morgun og á laugardag verði töluvert skárra veður en aðeins leiðinlegra á sunnudag. Áminning um að festa eða fjarlægja það sem getur fokið Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að nokkuð vel hafi gengið hjá björgunarsveitum þrátt fyrir þó nokkur útköll. Ekki hafi verið tilkynnt um neitt alvarlegt en eitthvað um fok víða um land. „Þetta hefur ekki reynt mikið á okkur en það var verið að kalla út núna á Akureyri út af plötum sem voru að fjúka á byggingasvæði,“ segir hann og að kallað hafi verið út í samskonar verkefni á Ísafirði og Bolungarvík í dag. Þá hafi einnig fokið af svölum á Ísafirði og trampólín á Héraði í morgun. Jón Þór segir að það sé greinilegt að enn hafi margir átt að fjarlægja hluti úr görðum og af svölum sem geti fokið. „Það er fínt að líta á þetta sem síðustu viðvörun fyrir veturinn að ganga frá því sem maður vill ekki að fjúki frá sér.“ Á vef Vegagerðarinnar má sjá að greiðfært er um allt land en víða mjög hvasst. Hægt er að fylgjast með nýjustu fréttum af veðri á vef Veðurstofunnar og færð vega á vef Vegagerðarinnar. Veður Færð á vegum Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Sjá meira
Þá eru í gildi skriðuviðvaranir og viðvaranir um grjóthrun á Suður- og Vesturland og Vestfjörðum fram að helgi. „Þetta er búið að vera dálítill hvellur. Sérstaklega á Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Það á svo eftir að hvessa aðeins á Norðausturlandi áður en þetta gengur niður. Þannig þetta er ekki alveg búið en um og eftir miðnætti ætti þetta að ganga hratt niður. Þetta er lítil og kröpp lægð sem fer hratt hjá og hún er ekki alveg búin,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að á morgun og á laugardag verði töluvert skárra veður en aðeins leiðinlegra á sunnudag. Áminning um að festa eða fjarlægja það sem getur fokið Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að nokkuð vel hafi gengið hjá björgunarsveitum þrátt fyrir þó nokkur útköll. Ekki hafi verið tilkynnt um neitt alvarlegt en eitthvað um fok víða um land. „Þetta hefur ekki reynt mikið á okkur en það var verið að kalla út núna á Akureyri út af plötum sem voru að fjúka á byggingasvæði,“ segir hann og að kallað hafi verið út í samskonar verkefni á Ísafirði og Bolungarvík í dag. Þá hafi einnig fokið af svölum á Ísafirði og trampólín á Héraði í morgun. Jón Þór segir að það sé greinilegt að enn hafi margir átt að fjarlægja hluti úr görðum og af svölum sem geti fokið. „Það er fínt að líta á þetta sem síðustu viðvörun fyrir veturinn að ganga frá því sem maður vill ekki að fjúki frá sér.“ Á vef Vegagerðarinnar má sjá að greiðfært er um allt land en víða mjög hvasst. Hægt er að fylgjast með nýjustu fréttum af veðri á vef Veðurstofunnar og færð vega á vef Vegagerðarinnar.
Veður Færð á vegum Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Sjá meira