Mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Víkingar hafa nú unnið báða heimaleiki sína og tryggt sér sex stig af níu mögulegum. Hvert jafntefli og hver sigur tryggir Víkingi tugi milljóna (um 60 milljónir fyrir sigur og 20 milljónir fyrir jafntefli).
Þrír leikir eru eftir af deildarkeppninni og Víkingur á góðan séns á að komast áfram. Næsti leikur Víkings er gegn armenska liðinu Noah ytra í fjórðu umferð deildarinnar 28. nóvember næstkomandi.