Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Margrét Helga Erlingsdóttir. skrifar 7. nóvember 2024 15:13 Svona er útlitið fram á kvöld en veðurviðvörunum verður aflétt á miðnætti. Veður.is Appelsínugul veðurviðvörun hefur tekið gildi á Norðurlandi vegna suðvestan storms eða roks. Úrkomusamt hefur verið síðustu daga og jarðvegurinn nokkuð vatnsmettaður. Ofanflóðasérfræðingur segir skriðuhættu sunnan til. Skriða féll í Kjós. Hin appelsínugula viðvörun sem gildir nú fyrir Norðurland mun einnig gilda um Vestfirði klukkan eitt og gular viðvaranir gilda þá á Breiðafirði, miðhálendinu, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum. Einar Sveinbjörnsson er veðurfræðingur hjá Bliku. „Þetta er svona dálítill hvellur um norðanvert landið. Þá sérstaklega fyrir vestan og á norðanverðum Vestfjörðum. Það er stífur vindur eða röst sem tilheyrir þessari lægð sem er dálítið nálægt okkur og verður í hámarki þarna í kvöld,“ segir Einar. „Þessi strengur hans hellir sér inn á Vestfirði og það er verið að spá mjög hvössum og byljóttum vindi af suðvestri, sérstaklega í kringum Ísafjörð og þar í kring en það stendur stutt. Ég hugsa að þetta verði nú í hámarki um kvöldmataleytið eða upp úr því.“ Reikna megi með hvassvirði í sunnanáttinni á Snæfellsnesi og Fljótunum sem dæmi. Þegar hann snúir sér í suðvestanáttina seinni partinn taki að blása. Þá verði sviptivindar við vestanverðan Eyjafjörð í kringum Akureyri og þar norður af, út á Dalvík og Ólafsfjörð og eins í Skagafirði.“ Það hefur verið einkar vætusamt síðastliðna daga og er jarðvegurinn orðinn nokkuð vatnsmettaður, einkum sunnantil. „Við erum búin að fá nokkrar tilkynningar og þá aðallega um grjóthrun. Það hefur bara ein tilkynning borist um skriðu sem átti sér stað í Kjós. það er þannig að grót getur fallið í mikilli úrkomu og líka þegar verða miklar og skyndilegar hitabreytingar.“ Spáin fyrir daginn í dag og á morgun hafi breyst nokkuð síðan í gær og dregið úr úrkomu í spánni á meðan von er á meiri vindi. „Þannig að úrkoman nær ekki að skila sér eins mikið og við vorum að búast við. Það er í raun búið að draga aðeins úr skriðuhættunni en við getum samt ekki útilokað neitt af því að skriður geta alltaf fallið þegar mesta úrkoman er afstaðin og grjótið einnig,“ segir Unnur Blær A. Bartsch sérfræðingur á sviði ofanflóða á Veðurstofu Íslands. Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Hin appelsínugula viðvörun sem gildir nú fyrir Norðurland mun einnig gilda um Vestfirði klukkan eitt og gular viðvaranir gilda þá á Breiðafirði, miðhálendinu, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum. Einar Sveinbjörnsson er veðurfræðingur hjá Bliku. „Þetta er svona dálítill hvellur um norðanvert landið. Þá sérstaklega fyrir vestan og á norðanverðum Vestfjörðum. Það er stífur vindur eða röst sem tilheyrir þessari lægð sem er dálítið nálægt okkur og verður í hámarki þarna í kvöld,“ segir Einar. „Þessi strengur hans hellir sér inn á Vestfirði og það er verið að spá mjög hvössum og byljóttum vindi af suðvestri, sérstaklega í kringum Ísafjörð og þar í kring en það stendur stutt. Ég hugsa að þetta verði nú í hámarki um kvöldmataleytið eða upp úr því.“ Reikna megi með hvassvirði í sunnanáttinni á Snæfellsnesi og Fljótunum sem dæmi. Þegar hann snúir sér í suðvestanáttina seinni partinn taki að blása. Þá verði sviptivindar við vestanverðan Eyjafjörð í kringum Akureyri og þar norður af, út á Dalvík og Ólafsfjörð og eins í Skagafirði.“ Það hefur verið einkar vætusamt síðastliðna daga og er jarðvegurinn orðinn nokkuð vatnsmettaður, einkum sunnantil. „Við erum búin að fá nokkrar tilkynningar og þá aðallega um grjóthrun. Það hefur bara ein tilkynning borist um skriðu sem átti sér stað í Kjós. það er þannig að grót getur fallið í mikilli úrkomu og líka þegar verða miklar og skyndilegar hitabreytingar.“ Spáin fyrir daginn í dag og á morgun hafi breyst nokkuð síðan í gær og dregið úr úrkomu í spánni á meðan von er á meiri vindi. „Þannig að úrkoman nær ekki að skila sér eins mikið og við vorum að búast við. Það er í raun búið að draga aðeins úr skriðuhættunni en við getum samt ekki útilokað neitt af því að skriður geta alltaf fallið þegar mesta úrkoman er afstaðin og grjótið einnig,“ segir Unnur Blær A. Bartsch sérfræðingur á sviði ofanflóða á Veðurstofu Íslands.
Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira