„Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2024 18:17 Valur hefur átt erfitt uppdráttar. Vísir/Diego „Ekkert lið hefur verið betra en Valur í því að taka inn leikmenn, hver sem það er og hversu góðir sem þeir eru,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Íslandsmeistarar Vals máttu þola tap í síðasta leik sínum í Bónus-deild karla í körfubolta. Liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og var farið yfir stöðu mála á Hlíðarenda í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Pavel segir að undanfarin ár hafi Valsmenn verið öflugir að finna réttu mennina til að koma inn í félagið en það virðist annað vera upp á teningnum í ár. „Það er aðeins öðruvísi staða núna, mögulega út af Kristó (Acox) en ég veit það ekki. Ég held að við séum komin á þann stað að allir halda núna - vonandi ekki þeir sjálfir, trúi því ekki - að þeir séu að fara kveikja á einhverjum takka. Að þeir séu að bíða eftir úrslitakeppninni eða Kristófer.“ „Eða (að fólk haldi) að þetta séu Valsmenn og þeir smella alltaf í gang. Þeir eru að sjálfsögðu búnir að vinna sér inn fyrir að það sé talað þannig um þá en þetta er ekki til, að kveikja á neinu. Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til.“ „Maður hafði það á tilfinningunni á sínum tíma með ykkur, þegar þið voruð í KR, að það væri einhver takki til,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, en ásamt Pavel var Helgi Már Magnússon í settinu. „Stefán ég get sagt þér það strax að það var enginn takki, margir neyðarfundir og mikið um hádegisfundi þar sem var verið að reyna leysa vandamál. Það var enginn afslappaður inn í klefi hvað þetta yrði þægilegt í úrslitakeppninni,“ sagði Helgi Már. Klippa: „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Um stöðu Vals í dag sagði Pavel: „Þeir eru að fara inn í mjög erfitt verkefni þar sem þeir þurfa að finna eitthvað nýtt, einhverja smá breytingu. Við höfum talað um að þeir þurfi að fara í gegnum smá ólgusjó og ef að þeir komast í gegnum það þá eru þeir að fara koma út úr þessu sterkari og eru rakleiðis að fara vera 100 prósent með.“ Umræðu Körfuboltakvölds um Val og stöðu liðsins má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Körfuboltakvöld Körfubolti Valur Bónus-deild karla Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals máttu þola tap í síðasta leik sínum í Bónus-deild karla í körfubolta. Liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og var farið yfir stöðu mála á Hlíðarenda í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Pavel segir að undanfarin ár hafi Valsmenn verið öflugir að finna réttu mennina til að koma inn í félagið en það virðist annað vera upp á teningnum í ár. „Það er aðeins öðruvísi staða núna, mögulega út af Kristó (Acox) en ég veit það ekki. Ég held að við séum komin á þann stað að allir halda núna - vonandi ekki þeir sjálfir, trúi því ekki - að þeir séu að fara kveikja á einhverjum takka. Að þeir séu að bíða eftir úrslitakeppninni eða Kristófer.“ „Eða (að fólk haldi) að þetta séu Valsmenn og þeir smella alltaf í gang. Þeir eru að sjálfsögðu búnir að vinna sér inn fyrir að það sé talað þannig um þá en þetta er ekki til, að kveikja á neinu. Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til.“ „Maður hafði það á tilfinningunni á sínum tíma með ykkur, þegar þið voruð í KR, að það væri einhver takki til,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, en ásamt Pavel var Helgi Már Magnússon í settinu. „Stefán ég get sagt þér það strax að það var enginn takki, margir neyðarfundir og mikið um hádegisfundi þar sem var verið að reyna leysa vandamál. Það var enginn afslappaður inn í klefi hvað þetta yrði þægilegt í úrslitakeppninni,“ sagði Helgi Már. Klippa: „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Um stöðu Vals í dag sagði Pavel: „Þeir eru að fara inn í mjög erfitt verkefni þar sem þeir þurfa að finna eitthvað nýtt, einhverja smá breytingu. Við höfum talað um að þeir þurfi að fara í gegnum smá ólgusjó og ef að þeir komast í gegnum það þá eru þeir að fara koma út úr þessu sterkari og eru rakleiðis að fara vera 100 prósent með.“ Umræðu Körfuboltakvölds um Val og stöðu liðsins má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfuboltakvöld Körfubolti Valur Bónus-deild karla Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Sjá meira