„Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2024 18:17 Valur hefur átt erfitt uppdráttar. Vísir/Diego „Ekkert lið hefur verið betra en Valur í því að taka inn leikmenn, hver sem það er og hversu góðir sem þeir eru,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Íslandsmeistarar Vals máttu þola tap í síðasta leik sínum í Bónus-deild karla í körfubolta. Liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og var farið yfir stöðu mála á Hlíðarenda í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Pavel segir að undanfarin ár hafi Valsmenn verið öflugir að finna réttu mennina til að koma inn í félagið en það virðist annað vera upp á teningnum í ár. „Það er aðeins öðruvísi staða núna, mögulega út af Kristó (Acox) en ég veit það ekki. Ég held að við séum komin á þann stað að allir halda núna - vonandi ekki þeir sjálfir, trúi því ekki - að þeir séu að fara kveikja á einhverjum takka. Að þeir séu að bíða eftir úrslitakeppninni eða Kristófer.“ „Eða (að fólk haldi) að þetta séu Valsmenn og þeir smella alltaf í gang. Þeir eru að sjálfsögðu búnir að vinna sér inn fyrir að það sé talað þannig um þá en þetta er ekki til, að kveikja á neinu. Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til.“ „Maður hafði það á tilfinningunni á sínum tíma með ykkur, þegar þið voruð í KR, að það væri einhver takki til,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, en ásamt Pavel var Helgi Már Magnússon í settinu. „Stefán ég get sagt þér það strax að það var enginn takki, margir neyðarfundir og mikið um hádegisfundi þar sem var verið að reyna leysa vandamál. Það var enginn afslappaður inn í klefi hvað þetta yrði þægilegt í úrslitakeppninni,“ sagði Helgi Már. Klippa: „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Um stöðu Vals í dag sagði Pavel: „Þeir eru að fara inn í mjög erfitt verkefni þar sem þeir þurfa að finna eitthvað nýtt, einhverja smá breytingu. Við höfum talað um að þeir þurfi að fara í gegnum smá ólgusjó og ef að þeir komast í gegnum það þá eru þeir að fara koma út úr þessu sterkari og eru rakleiðis að fara vera 100 prósent með.“ Umræðu Körfuboltakvölds um Val og stöðu liðsins má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Körfuboltakvöld Körfubolti Valur Bónus-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals máttu þola tap í síðasta leik sínum í Bónus-deild karla í körfubolta. Liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og var farið yfir stöðu mála á Hlíðarenda í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Pavel segir að undanfarin ár hafi Valsmenn verið öflugir að finna réttu mennina til að koma inn í félagið en það virðist annað vera upp á teningnum í ár. „Það er aðeins öðruvísi staða núna, mögulega út af Kristó (Acox) en ég veit það ekki. Ég held að við séum komin á þann stað að allir halda núna - vonandi ekki þeir sjálfir, trúi því ekki - að þeir séu að fara kveikja á einhverjum takka. Að þeir séu að bíða eftir úrslitakeppninni eða Kristófer.“ „Eða (að fólk haldi) að þetta séu Valsmenn og þeir smella alltaf í gang. Þeir eru að sjálfsögðu búnir að vinna sér inn fyrir að það sé talað þannig um þá en þetta er ekki til, að kveikja á neinu. Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til.“ „Maður hafði það á tilfinningunni á sínum tíma með ykkur, þegar þið voruð í KR, að það væri einhver takki til,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, en ásamt Pavel var Helgi Már Magnússon í settinu. „Stefán ég get sagt þér það strax að það var enginn takki, margir neyðarfundir og mikið um hádegisfundi þar sem var verið að reyna leysa vandamál. Það var enginn afslappaður inn í klefi hvað þetta yrði þægilegt í úrslitakeppninni,“ sagði Helgi Már. Klippa: „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Um stöðu Vals í dag sagði Pavel: „Þeir eru að fara inn í mjög erfitt verkefni þar sem þeir þurfa að finna eitthvað nýtt, einhverja smá breytingu. Við höfum talað um að þeir þurfi að fara í gegnum smá ólgusjó og ef að þeir komast í gegnum það þá eru þeir að fara koma út úr þessu sterkari og eru rakleiðis að fara vera 100 prósent með.“ Umræðu Körfuboltakvölds um Val og stöðu liðsins má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfuboltakvöld Körfubolti Valur Bónus-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn