„Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2024 18:17 Valur hefur átt erfitt uppdráttar. Vísir/Diego „Ekkert lið hefur verið betra en Valur í því að taka inn leikmenn, hver sem það er og hversu góðir sem þeir eru,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Íslandsmeistarar Vals máttu þola tap í síðasta leik sínum í Bónus-deild karla í körfubolta. Liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og var farið yfir stöðu mála á Hlíðarenda í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Pavel segir að undanfarin ár hafi Valsmenn verið öflugir að finna réttu mennina til að koma inn í félagið en það virðist annað vera upp á teningnum í ár. „Það er aðeins öðruvísi staða núna, mögulega út af Kristó (Acox) en ég veit það ekki. Ég held að við séum komin á þann stað að allir halda núna - vonandi ekki þeir sjálfir, trúi því ekki - að þeir séu að fara kveikja á einhverjum takka. Að þeir séu að bíða eftir úrslitakeppninni eða Kristófer.“ „Eða (að fólk haldi) að þetta séu Valsmenn og þeir smella alltaf í gang. Þeir eru að sjálfsögðu búnir að vinna sér inn fyrir að það sé talað þannig um þá en þetta er ekki til, að kveikja á neinu. Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til.“ „Maður hafði það á tilfinningunni á sínum tíma með ykkur, þegar þið voruð í KR, að það væri einhver takki til,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, en ásamt Pavel var Helgi Már Magnússon í settinu. „Stefán ég get sagt þér það strax að það var enginn takki, margir neyðarfundir og mikið um hádegisfundi þar sem var verið að reyna leysa vandamál. Það var enginn afslappaður inn í klefi hvað þetta yrði þægilegt í úrslitakeppninni,“ sagði Helgi Már. Klippa: „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Um stöðu Vals í dag sagði Pavel: „Þeir eru að fara inn í mjög erfitt verkefni þar sem þeir þurfa að finna eitthvað nýtt, einhverja smá breytingu. Við höfum talað um að þeir þurfi að fara í gegnum smá ólgusjó og ef að þeir komast í gegnum það þá eru þeir að fara koma út úr þessu sterkari og eru rakleiðis að fara vera 100 prósent með.“ Umræðu Körfuboltakvölds um Val og stöðu liðsins má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Körfuboltakvöld Körfubolti Valur Bónus-deild karla Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals máttu þola tap í síðasta leik sínum í Bónus-deild karla í körfubolta. Liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og var farið yfir stöðu mála á Hlíðarenda í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Pavel segir að undanfarin ár hafi Valsmenn verið öflugir að finna réttu mennina til að koma inn í félagið en það virðist annað vera upp á teningnum í ár. „Það er aðeins öðruvísi staða núna, mögulega út af Kristó (Acox) en ég veit það ekki. Ég held að við séum komin á þann stað að allir halda núna - vonandi ekki þeir sjálfir, trúi því ekki - að þeir séu að fara kveikja á einhverjum takka. Að þeir séu að bíða eftir úrslitakeppninni eða Kristófer.“ „Eða (að fólk haldi) að þetta séu Valsmenn og þeir smella alltaf í gang. Þeir eru að sjálfsögðu búnir að vinna sér inn fyrir að það sé talað þannig um þá en þetta er ekki til, að kveikja á neinu. Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til.“ „Maður hafði það á tilfinningunni á sínum tíma með ykkur, þegar þið voruð í KR, að það væri einhver takki til,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, en ásamt Pavel var Helgi Már Magnússon í settinu. „Stefán ég get sagt þér það strax að það var enginn takki, margir neyðarfundir og mikið um hádegisfundi þar sem var verið að reyna leysa vandamál. Það var enginn afslappaður inn í klefi hvað þetta yrði þægilegt í úrslitakeppninni,“ sagði Helgi Már. Klippa: „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Um stöðu Vals í dag sagði Pavel: „Þeir eru að fara inn í mjög erfitt verkefni þar sem þeir þurfa að finna eitthvað nýtt, einhverja smá breytingu. Við höfum talað um að þeir þurfi að fara í gegnum smá ólgusjó og ef að þeir komast í gegnum það þá eru þeir að fara koma út úr þessu sterkari og eru rakleiðis að fara vera 100 prósent með.“ Umræðu Körfuboltakvölds um Val og stöðu liðsins má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfuboltakvöld Körfubolti Valur Bónus-deild karla Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira