Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 11:02 Bryson DeChambeau og Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, eru góðir vinir. Getty/Jonathan Ferrey Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau var á svæðinu í Flórída í nótt þegar Donald Trump fagnaði sigri í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. DeChambeau er einn besti kylfingur heims og vann Opna bandaríska meistaramótið í golfi á þessu ári. Það var í annað skipið sem hann vann risamót en hinn sigurinn kom líka á Opna bandaríska mótinu á kosningaári eða árið 2020. Kylfingurinn var líka mikið í fréttunum á sínum tíma þegar DeChambeau hætti á bandarísku mótaröðinni, elti peningana til Sádi Arabíu og samdi við LIV. DeChambeau var mættur á sviðið með Trump í nótt og var þá með svarta Maga-húfu með orðunum „Make America great again“ eða „Gerum Bandaríkin frábær á ný". Trump kallaði hann upp á svið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem golfstjarnan lýsir yfir stuðningi sínum við Trump. Í sumar setti DeChambeau inn myndband á Youtube síðu sína þar sem hann sást spila golf með Trump. Þrettán milljónir manna hafa horft á það. Eins og staðan er núna þá er DeChambeau níundi á heimslistanum í golfi. 🏌️♂️🇺🇸🏆 JUST IN: President-Elect Trump called U.S. Open Champion Bryson DeChambeau on stage during his victory speech“Where is he? He’s hitting balls?” 🤣(Via: @flushingitgolf) pic.twitter.com/Npcf4xiCwD— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) November 6, 2024 Golf Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
DeChambeau er einn besti kylfingur heims og vann Opna bandaríska meistaramótið í golfi á þessu ári. Það var í annað skipið sem hann vann risamót en hinn sigurinn kom líka á Opna bandaríska mótinu á kosningaári eða árið 2020. Kylfingurinn var líka mikið í fréttunum á sínum tíma þegar DeChambeau hætti á bandarísku mótaröðinni, elti peningana til Sádi Arabíu og samdi við LIV. DeChambeau var mættur á sviðið með Trump í nótt og var þá með svarta Maga-húfu með orðunum „Make America great again“ eða „Gerum Bandaríkin frábær á ný". Trump kallaði hann upp á svið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem golfstjarnan lýsir yfir stuðningi sínum við Trump. Í sumar setti DeChambeau inn myndband á Youtube síðu sína þar sem hann sást spila golf með Trump. Þrettán milljónir manna hafa horft á það. Eins og staðan er núna þá er DeChambeau níundi á heimslistanum í golfi. 🏌️♂️🇺🇸🏆 JUST IN: President-Elect Trump called U.S. Open Champion Bryson DeChambeau on stage during his victory speech“Where is he? He’s hitting balls?” 🤣(Via: @flushingitgolf) pic.twitter.com/Npcf4xiCwD— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) November 6, 2024
Golf Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira