Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 13:30 Lewis Hamilton ætlaði sér miklu stærri hluti í Brasilíu en að enda bara í tíunda sætinu. Getty/Peter Fox Lewis Hamilton átti ekki góða helgi í formúlu 1 og breski ökuþórinn var allt en sáttur þegar keppninni lauk. Hamilton endaði í tíunda sæti í brasilíska kappakstrinum en liðsfélagi hans George Russell varð fjórði. Sky Sports opinberaði upptöku af Hamilton að hrauna yfir Mercedes bílinn sinn í lok keppninnar. Það er einnig hægt að lesa þar á milli línanna að hann ætli mögulega að hætta strax og keyra ekki í síðustu þremur keppnunum. „Þetta var krísuhelgi, gott fólk. Bílinn hefur aldrei verið verri. Ég vil þakka ykkur fyrir að halda áfram að reyna og það stóðu sig allir vel á viðgerðasvæðinu,“ sagði Hamilton í samskiptatalstöð Mercedes. „Ef þetta verður síðasta skiptið sem ég keyri bílinn þá er það mikil synd að ekki gekk betur. Ég er samt þakklátur fyrir að hafa ykkur,“ sagði Hamilton. Hamilton er á síðasta tímabili sínu með Mercedes því hann hefur samið við Ferrari. Hamilton mun keyra Ferrari bílinn á næsta tímabili ásamt Charles Leclerc. Sky Sports spurði sjöfalda heimsmeistarann út í það hvort hann gæti sleppt síðustu þremur keppnum tímabilsins. „Vonandi lentum við ekki í fleiri óléttum brautum. Ég held að þær þrjár síðustu séu ekki ósléttar en já það kemur til greina að fara bara í frí, sagði við Hamilton við Sky Sports. Síðustu þrjár keppnirnar fara fram í Las Vegas í Bandaríkjunum, í Katar og í Abú Dabí. Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Hamilton endaði í tíunda sæti í brasilíska kappakstrinum en liðsfélagi hans George Russell varð fjórði. Sky Sports opinberaði upptöku af Hamilton að hrauna yfir Mercedes bílinn sinn í lok keppninnar. Það er einnig hægt að lesa þar á milli línanna að hann ætli mögulega að hætta strax og keyra ekki í síðustu þremur keppnunum. „Þetta var krísuhelgi, gott fólk. Bílinn hefur aldrei verið verri. Ég vil þakka ykkur fyrir að halda áfram að reyna og það stóðu sig allir vel á viðgerðasvæðinu,“ sagði Hamilton í samskiptatalstöð Mercedes. „Ef þetta verður síðasta skiptið sem ég keyri bílinn þá er það mikil synd að ekki gekk betur. Ég er samt þakklátur fyrir að hafa ykkur,“ sagði Hamilton. Hamilton er á síðasta tímabili sínu með Mercedes því hann hefur samið við Ferrari. Hamilton mun keyra Ferrari bílinn á næsta tímabili ásamt Charles Leclerc. Sky Sports spurði sjöfalda heimsmeistarann út í það hvort hann gæti sleppt síðustu þremur keppnum tímabilsins. „Vonandi lentum við ekki í fleiri óléttum brautum. Ég held að þær þrjár síðustu séu ekki ósléttar en já það kemur til greina að fara bara í frí, sagði við Hamilton við Sky Sports. Síðustu þrjár keppnirnar fara fram í Las Vegas í Bandaríkjunum, í Katar og í Abú Dabí.
Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira