Handbolti

Fram flaug á­fram í bikarnum

Sindri Sverrisson skrifar
Alfa Brá Hagalín lét til sín taka á Selfossi í kvöld þegar Fram flaug áfram í bikarnum.
Alfa Brá Hagalín lét til sín taka á Selfossi í kvöld þegar Fram flaug áfram í bikarnum. vísir/Anton

Framkonur eru komnar í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í handbolta eftir öruggan sigur á Selfossi í kvöld, 26-19, þrátt fyrir að staðan væri jöfn snemma í seinni hálfleik.

Eftir að staðan hafði verið 12-12 hristu Framarar Selfyssinga frá sér með fimm mörkum í röð. Það fimmta kom þegar Alfa Brá Hagalín lyfti sér upp eftir aukakast og þrumaði í markið, og tóku Selfyssingar þá loks leikhlé.

Fram náði svo átta marka forskoti, 21-13, og hélt góðri forystu allt til loka leiksins.

Darija Zecevic var mjög öflug í marki Fram og varði 45% skota sem hún fékk á sig, en Lena Margrét Valdimarsdóttir var markahæsti með átta mörk. Steinunn Björnsdóttir skoraði fimm og Alfa Brá Haglín fjögur.

Hjá Selfossi voru Perla Ruth Albertsdóttir og Katla María Magnúsdóttir markahæstar með sex mörk hvor en Katla María fékk höfuðhögg í lok fyrri hálfleiks, þegar hún skall saman við Steinunni Björnsdóttur sem þar með fékk einnig högg á hökuna. Katla María lék seinni hálfleikinn með höfuðið vafið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×