Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. nóvember 2024 16:33 Frá El Prat-flugvelli í Barcelona-borg. AP/Mariona Batalla Taylor Viðbragðsaðilar vinna enn hörðum höndum við að finna fólk sem hefur verið leitað síðan hamfaraflóð gekk yfir suðausturhluta spánar á þriðjudagskvöldið. Þeir einblína nú á bílakjallara í Valensía-héraði. Óttast er að tala látinna muni hækka. Fréttastofa BBC greinir frá. 217 hið minnsta eru látnir. Veðurstofa Spánar hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir hluta Katalóníu-héraðs vegna mikillar úrkomu. Mikið vatn flæddi yfir götur Barselóna-borgar í morgun. Flugvöllurinn á floti Fjölmiðlar í Katalóníu hafa birt ljósmyndir af ökutækjum sem voru að hluta á kafi á akbrautum í borginni. Hluti af El Prat-flugvellinum í borginni er einnig á floti. Að minnsta kosti 80 flugferðum til og frá flugvellinum hefur verið aflýst eða frestað. Lestarkerfið í borginni er í lamasessi. Tugþúsundir sjálfboðaliða hafa farið inn á hamfarasvæðin í Valensía-héraði á Spáni til aðstoðar en Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, fyrirskipaði í gær að tíu þúsund her- og lögreglumenn yrðu sendir til björgunar- og hreinsunarstarfa. Óvíst hve margra er enn saknað Óttast er að fjöldi starfsmanna og búðargesta hafi orðið innlyksa í bifreiðageymslu á nokkrum hæðum við verslunarmiðstöð við Valensía-borg. Stór hluti bílastæðahússins er enn á floti. Óvíst er hve margra er enn saknað í Valensía-héraði. Töluvert ósætti ríkir meðal almennings í garð yfirvalda á svæðinu en mótmælendur réðust að Filippusi Spánarkonungi þegar hann heimsótti Valensíahérað í gær. Almenningur hefur reiðst yfir því að stjórnvöld hafi ekki búið sig nægjanlega vel undir flóðin eða varað íbúa við. Spánn Flóð í Valencia 2024 Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. 30. október 2024 21:02 Beðin um að tilkynna líkfundi Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. 30. október 2024 11:42 Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Tala látinna eftir hamfaraflóðin á Spáni í vikunni er nú komin í tæplega hundrað og sextíu manns en um verstu flóð í manna minnum á svæðinu er að ræða. 1. nóvember 2024 08:22 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá. 217 hið minnsta eru látnir. Veðurstofa Spánar hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir hluta Katalóníu-héraðs vegna mikillar úrkomu. Mikið vatn flæddi yfir götur Barselóna-borgar í morgun. Flugvöllurinn á floti Fjölmiðlar í Katalóníu hafa birt ljósmyndir af ökutækjum sem voru að hluta á kafi á akbrautum í borginni. Hluti af El Prat-flugvellinum í borginni er einnig á floti. Að minnsta kosti 80 flugferðum til og frá flugvellinum hefur verið aflýst eða frestað. Lestarkerfið í borginni er í lamasessi. Tugþúsundir sjálfboðaliða hafa farið inn á hamfarasvæðin í Valensía-héraði á Spáni til aðstoðar en Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, fyrirskipaði í gær að tíu þúsund her- og lögreglumenn yrðu sendir til björgunar- og hreinsunarstarfa. Óvíst hve margra er enn saknað Óttast er að fjöldi starfsmanna og búðargesta hafi orðið innlyksa í bifreiðageymslu á nokkrum hæðum við verslunarmiðstöð við Valensía-borg. Stór hluti bílastæðahússins er enn á floti. Óvíst er hve margra er enn saknað í Valensía-héraði. Töluvert ósætti ríkir meðal almennings í garð yfirvalda á svæðinu en mótmælendur réðust að Filippusi Spánarkonungi þegar hann heimsótti Valensíahérað í gær. Almenningur hefur reiðst yfir því að stjórnvöld hafi ekki búið sig nægjanlega vel undir flóðin eða varað íbúa við.
Spánn Flóð í Valencia 2024 Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. 30. október 2024 21:02 Beðin um að tilkynna líkfundi Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. 30. október 2024 11:42 Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Tala látinna eftir hamfaraflóðin á Spáni í vikunni er nú komin í tæplega hundrað og sextíu manns en um verstu flóð í manna minnum á svæðinu er að ræða. 1. nóvember 2024 08:22 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. 30. október 2024 21:02
Beðin um að tilkynna líkfundi Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. 30. október 2024 11:42
Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Tala látinna eftir hamfaraflóðin á Spáni í vikunni er nú komin í tæplega hundrað og sextíu manns en um verstu flóð í manna minnum á svæðinu er að ræða. 1. nóvember 2024 08:22