Pálmi Hlöðversson, varðstjóri í aðgerðarstjórn slökkviliðsins, segir að útkallið hafi borist um þrjúleytið í nótt og allt tiltækt slökkvilið hafi verið sent á vettvang.
Þarna hafi verið mikill reykur og mikið tjón orðið. Ekkert er vitað um eldsupptök að svo stöddu.
Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Reykkafarar fundu heimilisdýr sem náðu ekki að komast út og endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.
Rétt fyrir fimm hætti slökkviliðið störfum á vettvangi en þá tók lögreglan við.
Pálmi segir að mikið hafi verið að gera hjá slökkviliðinu í nótt. Auk eldsins hafi sjúkrabílar farið í sextíu verkefni sem teljist frekar mikið.
Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við varðstjóra.