Fótbolti

Lið Dags tapaði í vító og þarf odda­leik

Sindri Sverrisson skrifar
Dagur Dan Þórhallsson í baráttunni í leiknum við Charlotte í gærkvöld.
Dagur Dan Þórhallsson í baráttunni í leiknum við Charlotte í gærkvöld. Getty/Grant Halverson

Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City þurfa að mæta Charlotte í þriðja sinn til að skera úr um sigurvegara, í einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta.

Dagur var að vanda í byrjunarliði Orlando í gærkvöld, í stöðu hægri bakvarðar, og lék fram á 84. mínútu.

Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og var þá gripið strax til vítaspyrnukeppni. Ekki gekk félögum Dags mikið betur að skora þar og Charlotte vann vítaspyrnukeppnina 3-1.

Orlando hafði unnið fyrsta leik einvígisins á heimavelli, 2-0, en vinna þarf tvo leiki til að komast í næstu umferð. Liðin munu því mætast aftur á heimavelli Orlando, eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×