Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Jón Þór Stefánsson skrifar 1. nóvember 2024 16:58 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Faðir konu hefur verið sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi vegna ummæla sem hann viðhafði um dóttur sína. Hann er einn átta fjölskyldumeðlima konunnar sem voru ákærð fyrir ýmis brot í garð konunnar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði fólkið af flestum ákærum málsins, en fjögur þeirra, faðirinn sem og móðir, mágur og systir konunnar hlutu þó dóm. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um fjölskyldu frá Palestínu að ræða. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að málið tengist sambandsslitum konunnar við barnsföður sinn og sambandi hennar við nýjan kærasta, sem fjölskyldumeðlimir hafi tekið óstinnt upp. Sjá nánar: Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Ákæra málsins var umfangsmikil en líkt og áður segir voru átta ákærðir. Bróðir, fósturbróðir, barnsfaðir og enn annar bróðir hennar voru öll sýknuð af ákærum sem vörðuðu ýmis brot. Kristalla það versta við það þegar menning sé látin réttlæta ofbeldi Það sem faðirinn var sakfelldur fyrir voru ummæli sem hann viðhafði í skýrslutöku hjá lögreglu í febrúar í fyrra. Þar sagði hann að ef bróðir konunnar hefði myrt hana hefði það verið allt í lagi. Konan ætti skilið refsingu í formi þess að vera lamin og fætur hennar og hendur brotnar. Þá sagði hann að ef hann og synir hans byggju „í einhverju arabalandi“ væru þeir löngu búnir að slátra konunni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ummæli mannsins væru grafalvarleg og þau beri öll merki heiðurstengds ofbeldis. Þau kristalli það versta sem geti gerst þegar einstaklingar láti menningu, siði, hefðir og trúarbrögð stýra orðum sínum og gjörðum til að réttlæta ofbeldi í garð sinna nánustu sem eiga að hafa vegið að heiðri fjölskyldunnar. Það var mat dómsins að með ummælum sínum hefði faðirinn ógnað lífi, heilsu og velferð dótturinnar, og því var hann sakfelldur. Hann hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Námu börnin á brott að næturlægi Líkt og áður segir voru móðir, mágur og systir konunnar líka sakfelld fyrir brot sem beindust að konunni, en líka tveimur dætrum hennar í desember 2022. Þeim var gefið að sök að koma akandi um nótt að heimili konunnar og dætra hennar. Móðirin og systirin hafi farið óboðnar inn í íbúð hennar í gegnum glugga þegar dæturnar voru sofandi. Í ákæru segir að móðirin hafi kallað konuna öllum illum nöfnum, tekið af henni farsíma, og haldið henni fastir á meðan systirin fór með aðra barnunga dótturina í bílinn. Þá hafi konan hlaupið út og reynt að nálgast dóttur sína, en hafi mágurinn læst bílnum og haldið konunni niðri svo hún kæmist ekki að bílnum. Síðan segir að móðirin hafi náð í hina dótturina. Í ákærunni segir að lögreglan hafi komið á vettvang, en áður en það gerðist hafi þremenningarnir sagt við stúlkurnar að segja að þær vildu frekar búa hjá pabba sínum, ömmu og afa, en ekki hjá mömmu sinni. Héraðsdómur taldi sannað að þetta brot hafi verið framið, en í dómnum segir að þessi þrjú sem voru ákærð hafi aldrei gengist við sök sinni. Þau hafi reynt að fegra hlut sinn og réttlæta aðkomu sína. Þau hlutu líka öll sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er um fjölskyldu frá Palestínu að ræða. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að málið tengist sambandsslitum konunnar við barnsföður sinn og sambandi hennar við nýjan kærasta, sem fjölskyldumeðlimir hafi tekið óstinnt upp. Sjá nánar: Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Ákæra málsins var umfangsmikil en líkt og áður segir voru átta ákærðir. Bróðir, fósturbróðir, barnsfaðir og enn annar bróðir hennar voru öll sýknuð af ákærum sem vörðuðu ýmis brot. Kristalla það versta við það þegar menning sé látin réttlæta ofbeldi Það sem faðirinn var sakfelldur fyrir voru ummæli sem hann viðhafði í skýrslutöku hjá lögreglu í febrúar í fyrra. Þar sagði hann að ef bróðir konunnar hefði myrt hana hefði það verið allt í lagi. Konan ætti skilið refsingu í formi þess að vera lamin og fætur hennar og hendur brotnar. Þá sagði hann að ef hann og synir hans byggju „í einhverju arabalandi“ væru þeir löngu búnir að slátra konunni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ummæli mannsins væru grafalvarleg og þau beri öll merki heiðurstengds ofbeldis. Þau kristalli það versta sem geti gerst þegar einstaklingar láti menningu, siði, hefðir og trúarbrögð stýra orðum sínum og gjörðum til að réttlæta ofbeldi í garð sinna nánustu sem eiga að hafa vegið að heiðri fjölskyldunnar. Það var mat dómsins að með ummælum sínum hefði faðirinn ógnað lífi, heilsu og velferð dótturinnar, og því var hann sakfelldur. Hann hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Námu börnin á brott að næturlægi Líkt og áður segir voru móðir, mágur og systir konunnar líka sakfelld fyrir brot sem beindust að konunni, en líka tveimur dætrum hennar í desember 2022. Þeim var gefið að sök að koma akandi um nótt að heimili konunnar og dætra hennar. Móðirin og systirin hafi farið óboðnar inn í íbúð hennar í gegnum glugga þegar dæturnar voru sofandi. Í ákæru segir að móðirin hafi kallað konuna öllum illum nöfnum, tekið af henni farsíma, og haldið henni fastir á meðan systirin fór með aðra barnunga dótturina í bílinn. Þá hafi konan hlaupið út og reynt að nálgast dóttur sína, en hafi mágurinn læst bílnum og haldið konunni niðri svo hún kæmist ekki að bílnum. Síðan segir að móðirin hafi náð í hina dótturina. Í ákærunni segir að lögreglan hafi komið á vettvang, en áður en það gerðist hafi þremenningarnir sagt við stúlkurnar að segja að þær vildu frekar búa hjá pabba sínum, ömmu og afa, en ekki hjá mömmu sinni. Héraðsdómur taldi sannað að þetta brot hafi verið framið, en í dómnum segir að þessi þrjú sem voru ákærð hafi aldrei gengist við sök sinni. Þau hafi reynt að fegra hlut sinn og réttlæta aðkomu sína. Þau hlutu líka öll sex mánaða skilorðsbundinn dóm.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira