Fótbolti

Líkir Real Madrid við Donald Trump

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mats Hummels mætti á Ballon D'or hófið með kærustu sinni Nicola Cavanis.
Mats Hummels mætti á Ballon D'or hófið með kærustu sinni Nicola Cavanis. Getty/Antonio Borga

Þýski varnarmaðurinn Mats Hummels setti fram athyglisverðan samanburð þegar hann var spurður út í leikrit Real Madrid manna í kringum verðlaunahátíð Ballon d'Or á mánudagskvöldið.

Real Madrid hópurinn ákvað að skrópa á verðlaunahátíðina vegna þess að þeirra mati var félaginu sýnt virðingarleysi. Það kom til vegna þess að Real Madrid leikmaðurinn Vinicius Junior var ekki kosinn bestur.

Real átti þrjá leikmenn með þeirra fjögurra efstu í kjörinu en það var Manchester City maðurinn Rodri sem fékk Gullhnöttinn.

Hummels mætti sjálfur á hófið sem er aðaluppskeruhátíð bestu fótboltamanna heims.

„Að nota orðið virðingarleysi af því að þú vannst ekki er svolítið Trump-legt útspil,“ sagði Mats Hummels í hlaðvarpsþætti sínum „Alleine ist schwer“. Bild sagði frá.

Hummels líkti Real Madrid því við fyrrum Bandaríkjaforseta Donaldo Trump sem var líka tapsár og neitaði að sætta sig við tap á móti Joe Biden í forsetakosningunum 2020.

Fleiri hafa gagnrýnt spænska félagið fyrir merkilegheit og fyrir að setja mikla pressu á forráðamenn France Football blaðsins sem sjá um verðlaunahátíðina.


Tengdar fréttir

Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius

Danski leikarinn Viggo Mortensen, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Aragorn í Lord of the Rings þríleiknum, skammast sín herfilega fyrir framkomu Real Madrid í kringum afhendingu Gullknattarins í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×