„Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 31. október 2024 21:56 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með annan sigur liðsins í röð. Vísir/Diego Njarðvík tók á móti Val í 5. umferð Bónus deild karla í IceMar-höllinni í kvöld. Bæði lið hafa verið á mikilli siglingu en það voru heimamenn í Njarðvík sem höfðu betur með sjö stigum í kvöld 101-94. „Fyrst þá er ég mjög ánægður með tvö stig og annan sigurinn í röð hérna án Dwayne Lautier og með virklega flottu framlagi frá strákunum sem að komu af bekknum. Við vorum að finna lausnir og sýna á löngum köflum virkilega mikil gæði á báðum endum vallarins. Það er það sem ég er ánægður með.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Ég viðurkenni líka að ég er alveg einstaklega pirraður yfir hvað við duttum á lágt plan hérna á kafla í seinni hálfleik. Heimskar ákvarðanir og við aftengjum okkur einhvernveginn. Það er eitthvað sem ég verð að vinna í.“ Njarðvíkingar voru eins og Rúnar Ingi kom inná án Dwayne Lautier-Ogunleye sem hefur verið einn besti leikmaður liðsins. Einhverjir höfðu áhyggjur af sóknarleik liðsins í upphafi tímabils og þá sérstaklega ef það myndi vanta sterkan póst eins og Dwayne Lautier. „Þetta snýst mikið um það sem við erum að gera hérna inni og hvernig við finnum okkar styrkleika. Ég er að garga á suma að standa bara á ákveðnum stöðum og grípa og skjóta, gera einföldu hlutina á meðan aðrir eru mikið með boltann í höndunum. Menn hafa sín hlutverk og eru bara góðir í þeim.“ Njarðvík skoraði 101 stig gegn Val í sigrinum í kvöld og má segja að þetta hafi að einhverju leyti verið „statement sigur“. „Við töluðum um það að vinna Íslandsmeistara Vals hérna á heimavelli og ná að stjórna tempóinu í leiknum án Dwayne, það væri statement og myndi þroska okkur að þurfa stíga upp og díla við öðruvísi leikmenn en við vorum að gera og betra lið eða betri einstaklings gæði heldur en við gerðum í Hattarleiknum í síðustu viku.“ „Mér finnst í raun stórskrítið að við höfum skorað 101 stig á þá því sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum og það verður örugglega langur video fundurinn í næstu viku þegar við förum yfir þennan leik.“ UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
„Fyrst þá er ég mjög ánægður með tvö stig og annan sigurinn í röð hérna án Dwayne Lautier og með virklega flottu framlagi frá strákunum sem að komu af bekknum. Við vorum að finna lausnir og sýna á löngum köflum virkilega mikil gæði á báðum endum vallarins. Það er það sem ég er ánægður með.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Ég viðurkenni líka að ég er alveg einstaklega pirraður yfir hvað við duttum á lágt plan hérna á kafla í seinni hálfleik. Heimskar ákvarðanir og við aftengjum okkur einhvernveginn. Það er eitthvað sem ég verð að vinna í.“ Njarðvíkingar voru eins og Rúnar Ingi kom inná án Dwayne Lautier-Ogunleye sem hefur verið einn besti leikmaður liðsins. Einhverjir höfðu áhyggjur af sóknarleik liðsins í upphafi tímabils og þá sérstaklega ef það myndi vanta sterkan póst eins og Dwayne Lautier. „Þetta snýst mikið um það sem við erum að gera hérna inni og hvernig við finnum okkar styrkleika. Ég er að garga á suma að standa bara á ákveðnum stöðum og grípa og skjóta, gera einföldu hlutina á meðan aðrir eru mikið með boltann í höndunum. Menn hafa sín hlutverk og eru bara góðir í þeim.“ Njarðvík skoraði 101 stig gegn Val í sigrinum í kvöld og má segja að þetta hafi að einhverju leyti verið „statement sigur“. „Við töluðum um það að vinna Íslandsmeistara Vals hérna á heimavelli og ná að stjórna tempóinu í leiknum án Dwayne, það væri statement og myndi þroska okkur að þurfa stíga upp og díla við öðruvísi leikmenn en við vorum að gera og betra lið eða betri einstaklings gæði heldur en við gerðum í Hattarleiknum í síðustu viku.“ „Mér finnst í raun stórskrítið að við höfum skorað 101 stig á þá því sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum og það verður örugglega langur video fundurinn í næstu viku þegar við förum yfir þennan leik.“
UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira