Innlent

Frestur til að skila um fram­boðs­listum rennur út í dag

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kosningar fara fram þann 30. nóvember.
Kosningar fara fram þann 30. nóvember. Vísir/Einar

Frestur til að skila inn framboðslistum til Alþingiskosninga rennur út á slaginu tólf í dag. Í gær bárust þær fréttir frá Landskjörstjórn að búið væri að skila inn 26 listum víðsvegar að af landinu ásamt tilskildum fjölda meðmæla.

Tólf flokkar höfðu lýst yfir framboði sem þýðir sjötíu og tveimur listum hefði átt að skila inn til Landskjörstjórnar. Síðdegisr í gær bárust hinsvegar þær fregnir að Græningjar hafi nú hætt við boðað framboð sitt. Kikka Sigurðardóttir formaður Græningja segir í samtali við Vísi að ekki hafi tekist að safna tilkskyldum fjölda meðmæla. 

Fjöldi meðmæla er mismundandi eftir stærð kjördæmisins en þó er aldrei um færri einstaklinga að ræða en tvöhundruð manns. Í fjölmennasta kjördæminu, Suðvesturkjördæmi, þarf að finna að minnsta kosti 420 meðmælendur með hverju framboði. Framboðum má skila rafrænt en einnig er tekið við framboðum í Stemmu í Hörpu fram til klukkan tólf og einnig hjá Sýslumönnunum á Norðurlandi eystra, vestra og á Suðurlandi.


Tengdar fréttir

„Ég sé bara íhaldssemi hérna“

Stofnandi Lýðræðisflokksins hafnar því að vera bendlaður við öfgahyggju, og formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn vera að færast til vinstri. Þá þykir formanni Viðreisnar fróðlegt að hlusta á málfutning flokkanna sem best megi lýsa sem „Litla- og Stóra-Miðflokki.“

„Flokkarnir urðu skíthræddir“

Græningjar eru hættir við að bjóða fram í alþingiskosningum 30. nóvember næstkomandi. Formaður flokksins segir innkomu Græningja hafa hrætt hina flokkana og haft áhrif á lista þeirra. Flokkurinn muni bjóða fram í næstu alþingiskosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×