Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Árni Jóhannsson skrifar 30. október 2024 21:27 Tinna Guðrún gerði vel í kvöld og skilaði 14 stigum. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Tinna Guðrún Alexandersdóttir, leikmaður Hauka, var ein af ástæðum þess að leikur Vals og Hauka í Bónus deild kvenna í körfuknattleik varð ekki spennandi nema í fyrsta leikhluta. Leikurinn endaði 69-84 fyrir Hauka sem eru einar á toppi deildarinnar. Tinna sjálf skoraði 14 stig og var mikilvægur hlekkur í varnarkeðjunni sem hélt nánast allan leikinn. Verður ekki að kalla þetta sigur varnarleiksins? „Jú, allavega eftir fyrsta leikhlutann allavega. Þá rifum við okkur í gang í vörninni og það vann leikinn fyrir okkur“, sagði Tinna og hélt áfram þegar hún var innt eftir því hvort leikmenn hafi breytt einhverju sérstöku milli leikhluta en Valur leiddi 16-14 eftir fyrsta leikhluta en eftir það tóku Haukar öll völd. „Nei ekki beint. Við bara komum með mikið meiri orku inn í annan leikhluta en það vantaði í fyrsta leikhlutanum. Ég veit ekki, við kveiktum á einhverjum rofa og það dugði.“ Varðandi þennan sigur, finnst Tinnu þetta vera skilaboð til annarra liða í deildinni. Haukar búnar að vinna fjóra af fyrstu fimm leikjunum og þessi sigur var ansi sannfærandi. „Já já. Það er bara rosalega mikið af góðum liðum í deildinni og við verðum að mæta tilbúnar í alla leiki. Við getum ekki mætt í leiki eins og við mættum í þennan.“ Tinnu leið greinilega vel í kvöld en eins og áður sagði skoraði hún 14 stig og hitti fjórum af átta þriggja stiga tilraunum. Haukar unnu mínúturnar hennar með 18 stigum. „Tilfinningin hjá mér er mjög góð og er frekar spennt fyrir restinni af tímabilinu. Við erum með góðan hóp þannig að það er góð stemmning og ekki annað hægt en að vera spennt.“ Svona sigrar, hvað gefa þeir liðinu og hefur Tinna áhyggjur af því að komandi landsleikjahlé hafi slæm áhrif á taktinn í liðinu. „Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust sem er geggjað. Ég hef svo engar áhyggjur að þetta detti eitthvað niður hjá okkur í landsleikjahléinu.“ Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Haukar unnu sannfærandi sigur á Valskonum í Bónus deild kvenna fyrr í kvöld. Varnarleikur gestanna kæfðu nánast allar sóknaraðgerðir heimakvenna sem töpuðu alltaf meiri og meiri vilja eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 69-84 og Haukar verða einar á toppnum í landsleikjahléinu. 30. október 2024 18:31 Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Fótbolti Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Körfubolti Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Fleiri fréttir Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig Sjá meira
Tinna sjálf skoraði 14 stig og var mikilvægur hlekkur í varnarkeðjunni sem hélt nánast allan leikinn. Verður ekki að kalla þetta sigur varnarleiksins? „Jú, allavega eftir fyrsta leikhlutann allavega. Þá rifum við okkur í gang í vörninni og það vann leikinn fyrir okkur“, sagði Tinna og hélt áfram þegar hún var innt eftir því hvort leikmenn hafi breytt einhverju sérstöku milli leikhluta en Valur leiddi 16-14 eftir fyrsta leikhluta en eftir það tóku Haukar öll völd. „Nei ekki beint. Við bara komum með mikið meiri orku inn í annan leikhluta en það vantaði í fyrsta leikhlutanum. Ég veit ekki, við kveiktum á einhverjum rofa og það dugði.“ Varðandi þennan sigur, finnst Tinnu þetta vera skilaboð til annarra liða í deildinni. Haukar búnar að vinna fjóra af fyrstu fimm leikjunum og þessi sigur var ansi sannfærandi. „Já já. Það er bara rosalega mikið af góðum liðum í deildinni og við verðum að mæta tilbúnar í alla leiki. Við getum ekki mætt í leiki eins og við mættum í þennan.“ Tinnu leið greinilega vel í kvöld en eins og áður sagði skoraði hún 14 stig og hitti fjórum af átta þriggja stiga tilraunum. Haukar unnu mínúturnar hennar með 18 stigum. „Tilfinningin hjá mér er mjög góð og er frekar spennt fyrir restinni af tímabilinu. Við erum með góðan hóp þannig að það er góð stemmning og ekki annað hægt en að vera spennt.“ Svona sigrar, hvað gefa þeir liðinu og hefur Tinna áhyggjur af því að komandi landsleikjahlé hafi slæm áhrif á taktinn í liðinu. „Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust sem er geggjað. Ég hef svo engar áhyggjur að þetta detti eitthvað niður hjá okkur í landsleikjahléinu.“
Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Haukar unnu sannfærandi sigur á Valskonum í Bónus deild kvenna fyrr í kvöld. Varnarleikur gestanna kæfðu nánast allar sóknaraðgerðir heimakvenna sem töpuðu alltaf meiri og meiri vilja eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 69-84 og Haukar verða einar á toppnum í landsleikjahléinu. 30. október 2024 18:31 Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Fótbolti Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Körfubolti Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Fleiri fréttir Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Haukar unnu sannfærandi sigur á Valskonum í Bónus deild kvenna fyrr í kvöld. Varnarleikur gestanna kæfðu nánast allar sóknaraðgerðir heimakvenna sem töpuðu alltaf meiri og meiri vilja eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 69-84 og Haukar verða einar á toppnum í landsleikjahléinu. 30. október 2024 18:31
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu