Ronaldo brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og Al Nassr féll úr leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2024 18:02 Ronaldo fékk að finna fyrir því eftir að Al Nassr féll úr leik. Vísir/Getty Images Hér að neðan má sjá hinn portúgalska Cristiano Ronaldo brenna af vítaspyrnu í uppbótartíma þegar lið hans Al Nassr tapaði 1-0 á heimavelli fyrir Al Taawon í Konungsbikarnum í Sádi-Arabíu. Al Nassr er nú þegar sex stigum á eftir ríkjandi meisturum Al Hilal í efstu deild Sádi-Arabíu þegar átta umferðum er lokið þrátt fyrir að liðið hafi ekki enn tapað leik. Það hefur hins vegar gert þrjú jafntefli á meðan Al Hilal hefur unnið alla átta leiki sína. Það má því segja að Konungsbikarinn hafi verið eini raunhæfi möguleiki Al Nassr á bikar á leiktíðinni. Fyrir leik gærdagsins var búist við öruggum sigri Al Nassar þar sem Al Taawon er ekki eitt þeirra liða sem er í eigu PIF, fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu. Þekktasta nafn liðsins fyrir þau sem fylgjast með evrópskri knattspyrnu er líklega Musa Barrow. Sá lék með Atalanta og Bologna á Ítalíu áður en hann hélt til Sádi-Arabíu. Á sama tíma var Aymeric Laporte í miðverðinum hjá Al Nassr, Marcelo Brozovic var á miðri miðjunni, Ronaldo fremstur og þá kom Sadio Mané inn af bekknum. Cristiano Ronaldo missed a 96th-minute penalty as Al Nassr were knocked out of the Saudi King's Cup 😲#BBCFootball pic.twitter.com/dii74F1iN4— Match of the Day (@BBCMOTD) October 30, 2024 Þrátt fyrir þessar stórstjörnur ásamt lunknum Brasilíumönnum þá tókst Al Nassr ekki að skora í leiknum. Besta færið fékk Ronaldo í uppbótartíma þegar vítaspyrna var dæmd. Hann þrumaði boltanum hins vegar yfir. Waleed Al Ahmad reyndist hetja gestanna en hann skoraði það sem reyndist sigurmarkið þegar tæpar tuttugu mínútur lifðu leiks. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Al Nassr er nú þegar sex stigum á eftir ríkjandi meisturum Al Hilal í efstu deild Sádi-Arabíu þegar átta umferðum er lokið þrátt fyrir að liðið hafi ekki enn tapað leik. Það hefur hins vegar gert þrjú jafntefli á meðan Al Hilal hefur unnið alla átta leiki sína. Það má því segja að Konungsbikarinn hafi verið eini raunhæfi möguleiki Al Nassr á bikar á leiktíðinni. Fyrir leik gærdagsins var búist við öruggum sigri Al Nassar þar sem Al Taawon er ekki eitt þeirra liða sem er í eigu PIF, fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu. Þekktasta nafn liðsins fyrir þau sem fylgjast með evrópskri knattspyrnu er líklega Musa Barrow. Sá lék með Atalanta og Bologna á Ítalíu áður en hann hélt til Sádi-Arabíu. Á sama tíma var Aymeric Laporte í miðverðinum hjá Al Nassr, Marcelo Brozovic var á miðri miðjunni, Ronaldo fremstur og þá kom Sadio Mané inn af bekknum. Cristiano Ronaldo missed a 96th-minute penalty as Al Nassr were knocked out of the Saudi King's Cup 😲#BBCFootball pic.twitter.com/dii74F1iN4— Match of the Day (@BBCMOTD) October 30, 2024 Þrátt fyrir þessar stórstjörnur ásamt lunknum Brasilíumönnum þá tókst Al Nassr ekki að skora í leiknum. Besta færið fékk Ronaldo í uppbótartíma þegar vítaspyrna var dæmd. Hann þrumaði boltanum hins vegar yfir. Waleed Al Ahmad reyndist hetja gestanna en hann skoraði það sem reyndist sigurmarkið þegar tæpar tuttugu mínútur lifðu leiks.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira