Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. október 2024 13:02 Njáll Trausti Friðbertsson, formaður fjárlaganefndar, stefnir á að fjárlög verði afgreidd með þriðju umræðu 15. eða 16. nóvember. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar segir ríkan vilja meðal þingmanna að framlengja heimild til rástöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Til stendur að afnema þá heimild um áramótin. Hann gerir ráð fyrir að fjárlög verði afgreidd um miðjan nóvember. Í fjárlagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármála- og efnahagsráðherra fyrir árið 2025 segir að ekki sé gert ráð fyrir framlengingu á ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán í gegnum almenna úrræðið árið 2025, sem að óbreyttu rennur út í lok árs 2024. Hins vegar verði áfram heimilt að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa undir formerkjum „fyrstu fasteignar“. Úrræðið hefur verið í boði í áratug. Vilji meðal þingmanna að fresta Þessu hefur verið mikið mótmælt, þar á meðal af stjórnarþingmönnum, til að mynda Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks og formanni fjárlaganefndar. „Ég held að það sé almennt mikill áhugi meðal þingmanna á því að fresta þessu sem kemur fram í fjárlögunum og lengja í þessari leið - séreignarsparnaðarleiðinni - og ég tel það mjög mikilvægt að það verði þannig. Við verðum að finna einhverja leið sem sátt er um,“ segir Njáll Trausti. Þetta sé mjög mikilvægt mál og mikill vilji meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka að lengja í úrræðinu. Málið hafi verið lítillega rætt í fjárlaganefnd. „Við höfum náð að ræða þetta lítillega milli okkar en auðvitað er það þannig að málið er venjulega tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd og síðan kemur það inn til okkar í fjárlaganefnd,“ segir hann. „Ég held það sé almennt mjög mikill vilji fyrir því að við förum í þetta að lengja í þessu úrræði, sem ég tel gríðarlega mikilvægt fyrir heimilin í landinu.“ Þétt tímalína Stefnt er að því að klára fjárlög fyrir kosningar og hefur þingið aðeins nokkrar vikur til stefnu. Von er á þjóðarspá á þriðjudag og gerir Njáll Trausti von á annarri umræðu fjárlaga í þinginu eftir aðra helgi. „Þann dag reiknum við með að fá gesti úr fjármálaráðuneytinu til að kynna stöðu mála gagnvart uppreikningi á grunnlánum miðað við þjóðarspána þá vitum við aðeins meira. Við höfum þá nokkra daga til að gera nefndarálitið og ég reikna með að önnur umræða fari fram eftir aðra helgi. Þannig að það væri þá líklega þriðjudaginn 12. nóvember sem önnur umræða gæti farið fram. Síðan væru nokkrir dagar milli annarrar og þriðju og við værum að klára þriðju umræðuna 15. eða 16. nóvember.“ Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Aðgerðir stjórnvalda eigi líka að taka mið af æviskeiði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir kostnaðinn af háum vöxtum og verðbólgu á Íslandi ekki leggjast jafnt á alla á Íslandi, heimili eða fyrirtæki. Úrræði yfirvalda eigi þó ekki eingöngu að miðast við lágtekjufólk. 18. september 2024 08:42 „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31 Ráðherra og nýr nefndarformaður ósammála: „Almenningur á betra skilið“ Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ósammála um hvort endurnýja skuli almenna heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Þingmaður Pírata segir stjórnarmeirihlutann með þessu senda misvísandi skilaboð til almennings sem lofi ekki góðu fyrir komandi þingvetur. Almenningur eigi betra skilið. 14. september 2024 14:04 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármála- og efnahagsráðherra fyrir árið 2025 segir að ekki sé gert ráð fyrir framlengingu á ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán í gegnum almenna úrræðið árið 2025, sem að óbreyttu rennur út í lok árs 2024. Hins vegar verði áfram heimilt að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa undir formerkjum „fyrstu fasteignar“. Úrræðið hefur verið í boði í áratug. Vilji meðal þingmanna að fresta Þessu hefur verið mikið mótmælt, þar á meðal af stjórnarþingmönnum, til að mynda Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks og formanni fjárlaganefndar. „Ég held að það sé almennt mikill áhugi meðal þingmanna á því að fresta þessu sem kemur fram í fjárlögunum og lengja í þessari leið - séreignarsparnaðarleiðinni - og ég tel það mjög mikilvægt að það verði þannig. Við verðum að finna einhverja leið sem sátt er um,“ segir Njáll Trausti. Þetta sé mjög mikilvægt mál og mikill vilji meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka að lengja í úrræðinu. Málið hafi verið lítillega rætt í fjárlaganefnd. „Við höfum náð að ræða þetta lítillega milli okkar en auðvitað er það þannig að málið er venjulega tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd og síðan kemur það inn til okkar í fjárlaganefnd,“ segir hann. „Ég held það sé almennt mjög mikill vilji fyrir því að við förum í þetta að lengja í þessu úrræði, sem ég tel gríðarlega mikilvægt fyrir heimilin í landinu.“ Þétt tímalína Stefnt er að því að klára fjárlög fyrir kosningar og hefur þingið aðeins nokkrar vikur til stefnu. Von er á þjóðarspá á þriðjudag og gerir Njáll Trausti von á annarri umræðu fjárlaga í þinginu eftir aðra helgi. „Þann dag reiknum við með að fá gesti úr fjármálaráðuneytinu til að kynna stöðu mála gagnvart uppreikningi á grunnlánum miðað við þjóðarspána þá vitum við aðeins meira. Við höfum þá nokkra daga til að gera nefndarálitið og ég reikna með að önnur umræða fari fram eftir aðra helgi. Þannig að það væri þá líklega þriðjudaginn 12. nóvember sem önnur umræða gæti farið fram. Síðan væru nokkrir dagar milli annarrar og þriðju og við værum að klára þriðju umræðuna 15. eða 16. nóvember.“
Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Aðgerðir stjórnvalda eigi líka að taka mið af æviskeiði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir kostnaðinn af háum vöxtum og verðbólgu á Íslandi ekki leggjast jafnt á alla á Íslandi, heimili eða fyrirtæki. Úrræði yfirvalda eigi þó ekki eingöngu að miðast við lágtekjufólk. 18. september 2024 08:42 „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31 Ráðherra og nýr nefndarformaður ósammála: „Almenningur á betra skilið“ Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ósammála um hvort endurnýja skuli almenna heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Þingmaður Pírata segir stjórnarmeirihlutann með þessu senda misvísandi skilaboð til almennings sem lofi ekki góðu fyrir komandi þingvetur. Almenningur eigi betra skilið. 14. september 2024 14:04 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira
Aðgerðir stjórnvalda eigi líka að taka mið af æviskeiði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir kostnaðinn af háum vöxtum og verðbólgu á Íslandi ekki leggjast jafnt á alla á Íslandi, heimili eða fyrirtæki. Úrræði yfirvalda eigi þó ekki eingöngu að miðast við lágtekjufólk. 18. september 2024 08:42
„Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31
Ráðherra og nýr nefndarformaður ósammála: „Almenningur á betra skilið“ Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ósammála um hvort endurnýja skuli almenna heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Þingmaður Pírata segir stjórnarmeirihlutann með þessu senda misvísandi skilaboð til almennings sem lofi ekki góðu fyrir komandi þingvetur. Almenningur eigi betra skilið. 14. september 2024 14:04