Innlent

Þau skipa lista Sósíal­ista í Suðurkjördæmi

Árni Sæberg skrifar
Unnur Rán Reynisdóttir er oddviti Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi.
Unnur Rán Reynisdóttir er oddviti Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi. Sósíalistaflokkurinn

Félagsfundur Sósíalista í Suðurkjördæmi samþykkti framboðslista í gær. Oddviti listans er Unnur Rán Reynisdóttir, hársnyrtir og hársnyrtikennari.

Í fréttatilkynningu frá Sósíalistum segir að Unnur Rán sé fjögurra barna móðir, búsett í Reykjanesbæ en uppalin á Flúðum í Hrunamannahrepp. Unnur Rán vinni á umhverfisvottuðu hársnyrtistofunni Zenz Reykjavík og hafi einnig starfað innan verkalýðshreyfingarinnar á árum áður og unnið af krafti í þágu umhverfis- og vinnuverndarmála á þeim vettvangi, setið í stjórn Félags Hársnyrtisveina og ASÍ-Ung.

Listi Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi:

1. Unnur Rán Reynisdóttir, 41 árs, hársnyrtimeistari/kennari

2. Hallfríður Þórarinsdóttir, 64 ára, framkvæmdastjóri

3. Arnar Páll Gunnlaugsson 35 ára bifvélavirki

4. Þórdís Bjarnleifsdóttir, 53 ára, nemi

5. Sigurrós Eggertsdóttir, 27 ára, háskólanemi/fjöllistakona

6. Ægir Máni Bjarnason, 31 árs, félagsliði/listamaður

7. Ólafur Högni Ólafsson 47 ára, fyrverandi fángavörður

8. Elínborg Steinunnardóttir/Björnsdóttir, 51 árs, bráðatæknir/öryrki

9. Þórbergur Torfason, 70 ára, ferðaþjónustubóndi

10. Vania Cristina Leite Lopes 41 árs, félagsliði

11. Bjarni Þór Þórarinsson, 67 ára, ráðgjafi

12. Arngrímur Jónsson, 64 ára, sjómaður

13. Kári Jónsson, 65 ára, verkamaður/öryrki

14. Magnús Halldórsson, 70 ára, skáld

15. Hildur Vera Sæmundsdóttir, 63 ára, sjálfstætt starfandi

16. Pawel Adam Lopatka, 40 ára, landvörður

17. Stefán Helgi Helgason, 65 ára, öryrki

18. Guðmundur Jón Erlendsson, 59 ára, bílstjóri/öryrki

19. Þórir Hans Svarsson, 58 ára

20. Gunnar Þór Jónsson, 77 ára




Fleiri fréttir

Sjá meira


×