Ein deild opin á tveimur leikskólum Lovísa Arnardóttir skrifar 30. október 2024 09:53 Formaður Kennarasambandsins segir þau ekki geta gert athugasemdir við það að fólk utan stéttarfélagsins sé í vinnunni. Aðsend og Vísir/Vilhelm Ein deild er opin á bæði leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki og leikskólanum á Seltjarnarnesi í dag. Þar eru deildarstjórar ekki félagsmenn í Kennarasambandi Íslands og því er hægt að hafa opið. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins segir það undir sveitarfélaginu komið að ákveða það. KÍ geri ekki athugasemdir við það. „Yfirmaðurinn er þarna [ innsk. blm. á Sauðárkróki] úr öðru verkalýðsfélagi og við höfum ekki vald til þess að loka,“ segir Magnús Þór. Á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík segir Halldóra Guðmundsdóttir að allir deildarstjórar séu í Kennarsambandinu og leikskólinn því lokaður. Ein deild er opin á leikskólanum á Seltjarnarnesi. Þar er skert starfsemi samkvæmt Lindu Björg Birgissdóttur aðstoðarleikskólastjóra. Hún segir misjafnt hversu mörg börn geti mætt. Deildin geti verið opin því deildarstjórinn sé í Sameyki en ekki í Kennarasambandinu. Fjórði leikskólinn sem er í verkfalli er leikskólinn Holt í Reykjanesbæ. Ekki fengust upplýsingar þaðan um það hvort allir deildarstjórar séu í KÍ. Greint var frá því í gær að stefnt væri að því að hafa leikskólann á Sauðárkróki opin þrátt fyrir verkfallsboð. Þá átti að taka á móti þriðjungi barnahópsins. Kennarasambandið stóð að verkfallsvörslu við leikskólann og varð því ekkert af opnun, þó Samband íslenskra sveitarfélaga telji hana löglega. Skólarnir sem nú eru í verkfalli og skólar þar sem þau hefjast síðar. Vísir/Heiðar Engin verkfallsbrot Anna Guðrún Jóhannesdóttir varaformaður Félags grunnskólakennara er á Sauðárkróki í verkfallsvörslu. Hún segir sex börn mætt í leikskólann. „Það hefur gengið mjög vel. Þau komu hingað í morgun litlu sílin,“ segir Anna Guðrún en deildin er opin til 11 í dag. „Sex börnum deildarinnar bauðst að mæta samkvæmt tölvupósti frá sveitarfélaginu sem það sendi foreldrum. Tvö börn voru mætt þegar við heimsóttum skólann í morgun og tveir starfsmenn deildarinnar voru mættir til starfa. Annar þessara starfsmanna er starfandi deildarstjóri deildarinnar. Þeir starfsmenn eru ekki í verkfalli. Starfsmenn leikskólans sem ekki eru í verkfalli eru mættir til vinnu rétt eins og í gær,“ segir Anna Guðrún að lokum. Magnús Þór segir ekkert hafa komið upp annars staðar þar sem eru verkföll. Kennarasambandið sinni verkfallsvörslu en engin tilfelli hafi verið tilkynnt um verkfallsbrot. Deiluaðilar funda næst hjá Ríkissáttasemjara í dag en fram kom í fréttum í gær að þeir eigi langt í land og viðræður mjakist hægt áfram. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að einn deildarstjóri á Drafnarsteini væri ekki í KÍ. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt klukkan 10:26 þann 30.10.2024. Skagafjörður Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur Sveitarstjóri Skagafjarðar segir túlkun sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) þannig að heimilt sé að starfsmenn ekki í verkfalli haldi starfsemi leikskólans Ársala gangandi. Enginn gangi í störf þeirra sem eru í verkfalli. 29. október 2024 13:21 Foreldrar þurftu frá að hverfa með yngstu börnin sín Formaður félags leikskólakennara segir greinilegt að fjárfesta þurfi í betra sveitarstjórnarfólki. Tilefnið er afstaða Skagafjarðar þess efnis að starfsfólk utan Kennarasambands Íslands megi ganga í störf kennara sem eru í verkfalli. Foreldrar barna á Sauðárkróki þurftu frá að hverfa af leikskóla bæjarins í morgun eftir að hafa verið tjáð að leikskólinn yrði opinn. 29. október 2024 10:14 Verkfall kennara skollið á Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. 29. október 2024 00:01 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
„Yfirmaðurinn er þarna [ innsk. blm. á Sauðárkróki] úr öðru verkalýðsfélagi og við höfum ekki vald til þess að loka,“ segir Magnús Þór. Á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík segir Halldóra Guðmundsdóttir að allir deildarstjórar séu í Kennarsambandinu og leikskólinn því lokaður. Ein deild er opin á leikskólanum á Seltjarnarnesi. Þar er skert starfsemi samkvæmt Lindu Björg Birgissdóttur aðstoðarleikskólastjóra. Hún segir misjafnt hversu mörg börn geti mætt. Deildin geti verið opin því deildarstjórinn sé í Sameyki en ekki í Kennarasambandinu. Fjórði leikskólinn sem er í verkfalli er leikskólinn Holt í Reykjanesbæ. Ekki fengust upplýsingar þaðan um það hvort allir deildarstjórar séu í KÍ. Greint var frá því í gær að stefnt væri að því að hafa leikskólann á Sauðárkróki opin þrátt fyrir verkfallsboð. Þá átti að taka á móti þriðjungi barnahópsins. Kennarasambandið stóð að verkfallsvörslu við leikskólann og varð því ekkert af opnun, þó Samband íslenskra sveitarfélaga telji hana löglega. Skólarnir sem nú eru í verkfalli og skólar þar sem þau hefjast síðar. Vísir/Heiðar Engin verkfallsbrot Anna Guðrún Jóhannesdóttir varaformaður Félags grunnskólakennara er á Sauðárkróki í verkfallsvörslu. Hún segir sex börn mætt í leikskólann. „Það hefur gengið mjög vel. Þau komu hingað í morgun litlu sílin,“ segir Anna Guðrún en deildin er opin til 11 í dag. „Sex börnum deildarinnar bauðst að mæta samkvæmt tölvupósti frá sveitarfélaginu sem það sendi foreldrum. Tvö börn voru mætt þegar við heimsóttum skólann í morgun og tveir starfsmenn deildarinnar voru mættir til starfa. Annar þessara starfsmanna er starfandi deildarstjóri deildarinnar. Þeir starfsmenn eru ekki í verkfalli. Starfsmenn leikskólans sem ekki eru í verkfalli eru mættir til vinnu rétt eins og í gær,“ segir Anna Guðrún að lokum. Magnús Þór segir ekkert hafa komið upp annars staðar þar sem eru verkföll. Kennarasambandið sinni verkfallsvörslu en engin tilfelli hafi verið tilkynnt um verkfallsbrot. Deiluaðilar funda næst hjá Ríkissáttasemjara í dag en fram kom í fréttum í gær að þeir eigi langt í land og viðræður mjakist hægt áfram. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að einn deildarstjóri á Drafnarsteini væri ekki í KÍ. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt klukkan 10:26 þann 30.10.2024.
Skagafjörður Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur Sveitarstjóri Skagafjarðar segir túlkun sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) þannig að heimilt sé að starfsmenn ekki í verkfalli haldi starfsemi leikskólans Ársala gangandi. Enginn gangi í störf þeirra sem eru í verkfalli. 29. október 2024 13:21 Foreldrar þurftu frá að hverfa með yngstu börnin sín Formaður félags leikskólakennara segir greinilegt að fjárfesta þurfi í betra sveitarstjórnarfólki. Tilefnið er afstaða Skagafjarðar þess efnis að starfsfólk utan Kennarasambands Íslands megi ganga í störf kennara sem eru í verkfalli. Foreldrar barna á Sauðárkróki þurftu frá að hverfa af leikskóla bæjarins í morgun eftir að hafa verið tjáð að leikskólinn yrði opinn. 29. október 2024 10:14 Verkfall kennara skollið á Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. 29. október 2024 00:01 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur Sveitarstjóri Skagafjarðar segir túlkun sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) þannig að heimilt sé að starfsmenn ekki í verkfalli haldi starfsemi leikskólans Ársala gangandi. Enginn gangi í störf þeirra sem eru í verkfalli. 29. október 2024 13:21
Foreldrar þurftu frá að hverfa með yngstu börnin sín Formaður félags leikskólakennara segir greinilegt að fjárfesta þurfi í betra sveitarstjórnarfólki. Tilefnið er afstaða Skagafjarðar þess efnis að starfsfólk utan Kennarasambands Íslands megi ganga í störf kennara sem eru í verkfalli. Foreldrar barna á Sauðárkróki þurftu frá að hverfa af leikskóla bæjarins í morgun eftir að hafa verið tjáð að leikskólinn yrði opinn. 29. október 2024 10:14
Verkfall kennara skollið á Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. 29. október 2024 00:01