Mourinho var bara að segja brandara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 10:01 Jose Mourinho er ekki bara að hrauna yfir mann og annan í viðtölum eftir súr úrslit. Hann segir stundum líka brandara. Getty/Ali Atmaca/ Jose Mourinho heldur því fram að hann fái ekki sanngjarna meðferð hjá Knattspyrnusambandi UEFA. Mourinho fékk rauða spjaldið í síðasta Evrópuleiknum sínum sem var á móti hans gömlu lærisveinum í Manchester United. Mourinho telur að hann þurfi að þola þetta óréttlæti af hálfu evrópska sambandsins síðan að hann hraunaði yfir Anthony Taylor eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2023. Mourinho var í framhaldinu dæmdur í fjögurra leikja bann enda fór hann langt yfir strikið. „Mín tilfinning er sú að ég sé í vandræðum í Evrópu. Ég tapaði þessum úrslitaleik á þann hátt að ég hef enn ekki sætt mig við það tap. En ég hef líka fundið fyrir því síðan,“ sagði Mourinho við Sky Sports. „Ég vil ekki fá sérstaka meðferð. Ég vil fá heiðarlega meðferð. Bara það. Ef ég geri eitthvað rangt, refsið mér, en ef ég geri ekkert rangt, látið mig i friði. Það er hins vegar farið að verða mjög erfitt,“ sagði Mourinho. „Eftir þennan úrslitaleik í Búdapest hefur það verið mjög erfitt,“ sagði Mourinho. Portúgalski stjórinn ræddi líka ummæli sín eftir Manchester United leikinn á dögunun. Þau vöktu vissulega talsverða athygli. Hann sagðist þá vilja stýra ensku liði sem tæki ekki þátt í Evrópukeppni. „Ég sagði bara brandara. Ég fer aldrei til liðs sem er í fallbaráttu. Það mun aldrei gerast,“ sagði Mourinho. „Ég yrði svo fúll og leiður og ég er ekki á þeim stað á ferlinum til að standa í slíku. Ég er á þeim stað á ferlinum þar sem ég vil upplifa ánægju allan tímann og fá tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppnum,“ sagði Mourinho. „Ég ætla ekki að fara í fallbaráttu. Það er svo erfitt. Í hreinskilni sagt þá hlýtur það vera það erfiðasta. Það er miklu erfiðara en að spila um titlana,“ sagði Mourinho. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn UEFA Mest lesið Nítján ára skíðakona látin eftir slys á æfingu Sport „Lítur ekki vel út fyrir mig en þetta er ekki satt“ Sport Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Íslenski boltinn Tónlistarkonan Olivia Rodrigo fékk að heyra það út af kjöri Rodri Fótbolti Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Íslenski boltinn Eins og að halda Óskarsverðlaunin með enga konu í salnum Fótbolti Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Enski boltinn Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Enski boltinn Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Íslenski boltinn Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag vildi fá Welbeck til United Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Mourinho var bara að segja brandara Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Hver er þessi Rúben Amorim? Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Segja Man. United tilbúið að borga einn og hálfan milljarð fyrir Amorim Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Åge vill sjá samlanda sinn Solskjær taka við Man Utd á nýjan leik Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola Man United sett sig í samband við Amorim Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Segja Man. Utd með fimm manna lista en hver er líklegastur? Ten Hag rekinn frá Man. Utd Segir Man. United menn hafa verið beitta alvarlegu óréttlæti Palmer hetja Chelsea gegn Newcastle Loksins vann Palace leik og komst upp úr fallsæti Stál í stál í stórleiknum Bowen tryggði West Ham sigur á United City lét eitt mark duga en komst á toppinn Willum skoraði í jafntefli gegn Mansfield United spurði City hvort Garnacho og Mainoo gætu fengið far á Gullboltann Arteta fyrir Liverpool leikinn: Ætlum ekki að vorkenna okkur sjálfum Shearer hefði stórslasað sig við að reyna það sem Haaland gerði Chris Wood áfram sjóðheitur og Forest upp í fimmta sæti Sjá meira
Mourinho telur að hann þurfi að þola þetta óréttlæti af hálfu evrópska sambandsins síðan að hann hraunaði yfir Anthony Taylor eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2023. Mourinho var í framhaldinu dæmdur í fjögurra leikja bann enda fór hann langt yfir strikið. „Mín tilfinning er sú að ég sé í vandræðum í Evrópu. Ég tapaði þessum úrslitaleik á þann hátt að ég hef enn ekki sætt mig við það tap. En ég hef líka fundið fyrir því síðan,“ sagði Mourinho við Sky Sports. „Ég vil ekki fá sérstaka meðferð. Ég vil fá heiðarlega meðferð. Bara það. Ef ég geri eitthvað rangt, refsið mér, en ef ég geri ekkert rangt, látið mig i friði. Það er hins vegar farið að verða mjög erfitt,“ sagði Mourinho. „Eftir þennan úrslitaleik í Búdapest hefur það verið mjög erfitt,“ sagði Mourinho. Portúgalski stjórinn ræddi líka ummæli sín eftir Manchester United leikinn á dögunun. Þau vöktu vissulega talsverða athygli. Hann sagðist þá vilja stýra ensku liði sem tæki ekki þátt í Evrópukeppni. „Ég sagði bara brandara. Ég fer aldrei til liðs sem er í fallbaráttu. Það mun aldrei gerast,“ sagði Mourinho. „Ég yrði svo fúll og leiður og ég er ekki á þeim stað á ferlinum til að standa í slíku. Ég er á þeim stað á ferlinum þar sem ég vil upplifa ánægju allan tímann og fá tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppnum,“ sagði Mourinho. „Ég ætla ekki að fara í fallbaráttu. Það er svo erfitt. Í hreinskilni sagt þá hlýtur það vera það erfiðasta. Það er miklu erfiðara en að spila um titlana,“ sagði Mourinho. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn UEFA Mest lesið Nítján ára skíðakona látin eftir slys á æfingu Sport „Lítur ekki vel út fyrir mig en þetta er ekki satt“ Sport Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Íslenski boltinn Tónlistarkonan Olivia Rodrigo fékk að heyra það út af kjöri Rodri Fótbolti Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Íslenski boltinn Eins og að halda Óskarsverðlaunin með enga konu í salnum Fótbolti Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Enski boltinn Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Enski boltinn Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Íslenski boltinn Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag vildi fá Welbeck til United Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Mourinho var bara að segja brandara Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Hver er þessi Rúben Amorim? Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Segja Man. United tilbúið að borga einn og hálfan milljarð fyrir Amorim Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Åge vill sjá samlanda sinn Solskjær taka við Man Utd á nýjan leik Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola Man United sett sig í samband við Amorim Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Segja Man. Utd með fimm manna lista en hver er líklegastur? Ten Hag rekinn frá Man. Utd Segir Man. United menn hafa verið beitta alvarlegu óréttlæti Palmer hetja Chelsea gegn Newcastle Loksins vann Palace leik og komst upp úr fallsæti Stál í stál í stórleiknum Bowen tryggði West Ham sigur á United City lét eitt mark duga en komst á toppinn Willum skoraði í jafntefli gegn Mansfield United spurði City hvort Garnacho og Mainoo gætu fengið far á Gullboltann Arteta fyrir Liverpool leikinn: Ætlum ekki að vorkenna okkur sjálfum Shearer hefði stórslasað sig við að reyna það sem Haaland gerði Chris Wood áfram sjóðheitur og Forest upp í fimmta sæti Sjá meira
Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Íslenski boltinn
Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Íslenski boltinn