Lífið

Kynntust í fyrri seríunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aldís og Kolbeinn urðu par eftir að hafa kynnst í þáttunum Svörtum söndum.
Aldís og Kolbeinn urðu par eftir að hafa kynnst í þáttunum Svörtum söndum.

Önnur þáttaröðin af Svörtu Söndum er farin í loftið á Stöð 2 en fyrri serían naut mikilla vinsælda.

Sindri Sindrason skellti sér í morgunkaffi hjá Aldísi Hamilton aðalleikkonu þáttanna í Íslandi í dag í vikunni. Hún er einnig einn af handritshöfundunum.

„Þegar við skrifuðu seríu eitt vorum við alveg með draum að við myndum gera tvær seríur, en við vissum ekkert hvað seinni serían yrði um. En við urðum samt að loka þessu,“ segir Aldís og heldur áfram.

„Eins og með þessa þáttaröð og hina á undan þá erum við með Podcast [Sandkorn]. Aníta, karakterinn sem Aldís leikur, er að fara í gegnum einhverja stærstu breytingu sem fólk fer í gegnum. Hún er orðin móðir. “ segir Aldís.

„Við kynnumst í gegnum fyrri þáttaröðina bæði við æfingar og leik. Og urðum mjög góðir og nánir vinir. En við byrjum að hittast einhverjum mánuðum eftir, í frumsýningarpartínu en vegna Covid þá var það ekki fyrr en einhverjum fjórum eða fimm mánuðum eftir að tökum líkur,“ segir Kolbeinn Arnbjörnsson, kærasti Aldísar, sem fór með hlutverk í þáttaröð númer eitt.

Einnig er rætt við Baldvin Z sem leikstýrir þáttunum en hann staðfestir að það verði ekki þriðja þáttaröðin.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×