Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2024 07:03 Hefðbundið íslenskt ökuskírteini. Það verður fljótlega aðgengilegt á stafrænu formi. Vísir/KTD Ökumenn þurfa í sumum tilfellum að greiða hátt í helmingi hærra gjald en ella ef þeir vilja fá ökuskírteini sitt á plasti eftir áramót. Gjald á útgáfu stafrænna ökuskírteina verður aftur á móti óbreytt. Sérstakt gjald fyrir ökuskírteini úr plasti er lagt til í bandorminum svokallaða, frumvarpi fjármálaráðherra um breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld, sem var lagður fram á Alþingi í síðustu viku. Gjaldið er meðal annars sagt tilkomið vegna umhverfis-, öryggis- og kostnaðarsjónarmiða. Gjaldið nemur tvö þúsund krónum fyrir plastskírteini en fjögur þúsund krónum ef rétthafi óskar eftir flýtimeðferð. Fólk 65 ára og eldra þarf að greiða fimm hundruð krónur aukalega fyrir að fá skírteini úr plasti. Verði breytingin samþykkt verða plastskírteini 23,2 prósent dýrari en rafræn ökuskírteini en 46,5 prósent dýrari með flýtimeðferð. Kostnaður eldri borgara ykist um 27,8 prósent með nýja gjaldinu. Á að stytta afgreiðslutímann Ákveðið var að flytja framleiðslu á plastökuskírteinum til Íslands þegar samningur við erlendan aðila rann út. Í skriflegu svari frá embætti ríkislögreglustjóra segir að hluta þeirrar ákvörðunar megi rekja til öryggis- og umhverfissjónarmiða þar sem skírteinin hafi fram að þessu verið flutt vikulega til landsins. Einnig hafi verið horft til þess að draga úr framleiðslu á plastskírteinum og auka notkun þeirra rafrænu. Með því að flytja framleiðslu plastskírteinanna til Íslands eigi afgreiðslutími þeirra að styttast verulega. Margra mánaða bið hefur verið eftir plastökuskírteinum á þessu ári. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hvatti fólk til þess að nota frekar rafræn skírteini í síðasta mánuði. Frumvarpið um breytingarnar er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Hægt er að senda inn umsagnir um það til 31. október. Bílar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Sérstakt gjald fyrir ökuskírteini úr plasti er lagt til í bandorminum svokallaða, frumvarpi fjármálaráðherra um breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld, sem var lagður fram á Alþingi í síðustu viku. Gjaldið er meðal annars sagt tilkomið vegna umhverfis-, öryggis- og kostnaðarsjónarmiða. Gjaldið nemur tvö þúsund krónum fyrir plastskírteini en fjögur þúsund krónum ef rétthafi óskar eftir flýtimeðferð. Fólk 65 ára og eldra þarf að greiða fimm hundruð krónur aukalega fyrir að fá skírteini úr plasti. Verði breytingin samþykkt verða plastskírteini 23,2 prósent dýrari en rafræn ökuskírteini en 46,5 prósent dýrari með flýtimeðferð. Kostnaður eldri borgara ykist um 27,8 prósent með nýja gjaldinu. Á að stytta afgreiðslutímann Ákveðið var að flytja framleiðslu á plastökuskírteinum til Íslands þegar samningur við erlendan aðila rann út. Í skriflegu svari frá embætti ríkislögreglustjóra segir að hluta þeirrar ákvörðunar megi rekja til öryggis- og umhverfissjónarmiða þar sem skírteinin hafi fram að þessu verið flutt vikulega til landsins. Einnig hafi verið horft til þess að draga úr framleiðslu á plastskírteinum og auka notkun þeirra rafrænu. Með því að flytja framleiðslu plastskírteinanna til Íslands eigi afgreiðslutími þeirra að styttast verulega. Margra mánaða bið hefur verið eftir plastökuskírteinum á þessu ári. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hvatti fólk til þess að nota frekar rafræn skírteini í síðasta mánuði. Frumvarpið um breytingarnar er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Hægt er að senda inn umsagnir um það til 31. október.
Bílar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira