Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar 29. október 2024 13:47 Ein helsta ástæðan þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Viðreisn er áhersla flokksins á andlega líðan fólks. Þetta er málefni sem hefur alltaf verið mér mjög hugleikið, því ég veit sem er að ef fólki líður þokkalega vel þá á það auðveldara með að blómstra á ólíkum sviðum mannlífsins og nær betri árangri. Vellíðan einstaklinga skilar sér í beinum ávinningi fyrir samfélagið, ekki bara félagslega heldur einnig fjárhagslega. Það sem helst veldur vanlíðan eru þættir eins og ofbeldi, óvissa, fíkn, heilsubrestur og félagsleg staða. Ég tel, í þessu samhengi, mikilvægast að beina sjónum að á stöðu barna. Því miður finnst mér við ekki standa okkur nógu vel þar, enda sýna rannsóknir að vanlíðan barna er að aukast. Óeðlileg hegðun barna er oft eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Manneskjan er félagsvera og þarfnast hlýju og tengsla við annað fólk. Til að byggja upp heilbrigða sjálfsmynd, sjálfstraust og virðingu fyrir öðrum, er mikilvægt að finna til samþykkis og að tilheyra. Ef þessar þarfir eru ekki uppfylltar á eðlilegan hátt leitum við gjarnan á aðrar brautir til að fylla tómarúmið. Ég tel að tilfinningalega vannærðir einstaklingar séu oft burðarásar í glæpaklíkum, öfgahópum og andfélagslegum hreyfingum. Manneskjan er eins og hleðslubatterí. Ef hún elst upp við öryggi og hvatningu og í samfélagi sem er annt um hana og hjálpar henni að finna styrkleika sína þá eru yfirgnæfandi líkur á því að viðkomandi verði virkur þátttakandi í samfélaginu og leggi sitt af mörkum með lífi sínu og gjörðum. Heilbrigður einstaklingur hefur bein hagræn áhrif: skapar verðmæti, vinnur vel og getur jafnvel búið til störf fyrir aðra. Til dæmis þegar ég sjálfur skrifa handrit að sjónvarpsþáttum, skapast fjöldi starfa í kringum framleiðslu efnisins. Á hinn bóginn hefur manneskja, sem býr við ótta, óöryggi og reiði, þveröfug áhrif og getur orðið samfélaginu kostnaðarsöm, föst í vítahring sem erfitt er að rjúfa. Vanlíðan leiðir oft til fíknar. Þó svo að fyrstu kynni af fíkniefnum séu gjarnan vegna forvitni, ná fíkniefnin yfirleitt sterkustu tökunum á þeim sem líður illa og þau festast í neti fíknarinnar. Það fylgja gjarnan glæpir og ofbeldi í kjölfarið – en rót vandans liggur oft í sársauka og sálarangist. Ég þekki það sjálfur að vera barn á villigötum. Ungur villtist ég af hefðbundinni leið, af ýmsum ástæðum, en hafði gæfu til að rata aftur heim til míns hjarta. Það var ekki síst góðu fólki að þakka. Útideildin, sem starfrækt var 1976 - 1996 bjargaði lífi mínu. Okkur hættir til að ofmeta hvað þarf að gera. Oft þarf ekki nema áhuga og hlýju til að öðlast von og styrk. Við erum á villigötum. Neyðarástand ríkir í málefnum barna á Íslandi, og við þurfum tafarlausar aðgerðir. Það þarf þjóðarvakningu. Nýtt húsnæði fyrir Stuðla verður að rísa án tafar, og við þurfum að fjölga stöðugildum heilbrigðisstarfsfólks. Einnig vantar langtímaúrræði fyrir börn í vanda. Við ættum að endurreisa Útideildina og Forvarnadeild Lögreglunnar og endurvekja Íslenska forvarnarmódelið. Þetta mun kosta eitthvað og mér finnst það eðlilegt. Að gera ekkert er líkt því að fresta viðgerð á leku þaki þar til skemmdirnar eru orðnar óafturkræfar. Að fjárfesta í barni er besta fjárfestingin sem til er. Hjálpum börnunum okkar áður en það verður um seinan. Höfundur er sjálfstætt starfandi listamaður, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og í framboði fyrir Viðreisn í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Jón Gnarr Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Ein helsta ástæðan þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Viðreisn er áhersla flokksins á andlega líðan fólks. Þetta er málefni sem hefur alltaf verið mér mjög hugleikið, því ég veit sem er að ef fólki líður þokkalega vel þá á það auðveldara með að blómstra á ólíkum sviðum mannlífsins og nær betri árangri. Vellíðan einstaklinga skilar sér í beinum ávinningi fyrir samfélagið, ekki bara félagslega heldur einnig fjárhagslega. Það sem helst veldur vanlíðan eru þættir eins og ofbeldi, óvissa, fíkn, heilsubrestur og félagsleg staða. Ég tel, í þessu samhengi, mikilvægast að beina sjónum að á stöðu barna. Því miður finnst mér við ekki standa okkur nógu vel þar, enda sýna rannsóknir að vanlíðan barna er að aukast. Óeðlileg hegðun barna er oft eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Manneskjan er félagsvera og þarfnast hlýju og tengsla við annað fólk. Til að byggja upp heilbrigða sjálfsmynd, sjálfstraust og virðingu fyrir öðrum, er mikilvægt að finna til samþykkis og að tilheyra. Ef þessar þarfir eru ekki uppfylltar á eðlilegan hátt leitum við gjarnan á aðrar brautir til að fylla tómarúmið. Ég tel að tilfinningalega vannærðir einstaklingar séu oft burðarásar í glæpaklíkum, öfgahópum og andfélagslegum hreyfingum. Manneskjan er eins og hleðslubatterí. Ef hún elst upp við öryggi og hvatningu og í samfélagi sem er annt um hana og hjálpar henni að finna styrkleika sína þá eru yfirgnæfandi líkur á því að viðkomandi verði virkur þátttakandi í samfélaginu og leggi sitt af mörkum með lífi sínu og gjörðum. Heilbrigður einstaklingur hefur bein hagræn áhrif: skapar verðmæti, vinnur vel og getur jafnvel búið til störf fyrir aðra. Til dæmis þegar ég sjálfur skrifa handrit að sjónvarpsþáttum, skapast fjöldi starfa í kringum framleiðslu efnisins. Á hinn bóginn hefur manneskja, sem býr við ótta, óöryggi og reiði, þveröfug áhrif og getur orðið samfélaginu kostnaðarsöm, föst í vítahring sem erfitt er að rjúfa. Vanlíðan leiðir oft til fíknar. Þó svo að fyrstu kynni af fíkniefnum séu gjarnan vegna forvitni, ná fíkniefnin yfirleitt sterkustu tökunum á þeim sem líður illa og þau festast í neti fíknarinnar. Það fylgja gjarnan glæpir og ofbeldi í kjölfarið – en rót vandans liggur oft í sársauka og sálarangist. Ég þekki það sjálfur að vera barn á villigötum. Ungur villtist ég af hefðbundinni leið, af ýmsum ástæðum, en hafði gæfu til að rata aftur heim til míns hjarta. Það var ekki síst góðu fólki að þakka. Útideildin, sem starfrækt var 1976 - 1996 bjargaði lífi mínu. Okkur hættir til að ofmeta hvað þarf að gera. Oft þarf ekki nema áhuga og hlýju til að öðlast von og styrk. Við erum á villigötum. Neyðarástand ríkir í málefnum barna á Íslandi, og við þurfum tafarlausar aðgerðir. Það þarf þjóðarvakningu. Nýtt húsnæði fyrir Stuðla verður að rísa án tafar, og við þurfum að fjölga stöðugildum heilbrigðisstarfsfólks. Einnig vantar langtímaúrræði fyrir börn í vanda. Við ættum að endurreisa Útideildina og Forvarnadeild Lögreglunnar og endurvekja Íslenska forvarnarmódelið. Þetta mun kosta eitthvað og mér finnst það eðlilegt. Að gera ekkert er líkt því að fresta viðgerð á leku þaki þar til skemmdirnar eru orðnar óafturkræfar. Að fjárfesta í barni er besta fjárfestingin sem til er. Hjálpum börnunum okkar áður en það verður um seinan. Höfundur er sjálfstætt starfandi listamaður, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og í framboði fyrir Viðreisn í komandi alþingiskosningum.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun