Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar 29. október 2024 13:47 Ein helsta ástæðan þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Viðreisn er áhersla flokksins á andlega líðan fólks. Þetta er málefni sem hefur alltaf verið mér mjög hugleikið, því ég veit sem er að ef fólki líður þokkalega vel þá á það auðveldara með að blómstra á ólíkum sviðum mannlífsins og nær betri árangri. Vellíðan einstaklinga skilar sér í beinum ávinningi fyrir samfélagið, ekki bara félagslega heldur einnig fjárhagslega. Það sem helst veldur vanlíðan eru þættir eins og ofbeldi, óvissa, fíkn, heilsubrestur og félagsleg staða. Ég tel, í þessu samhengi, mikilvægast að beina sjónum að á stöðu barna. Því miður finnst mér við ekki standa okkur nógu vel þar, enda sýna rannsóknir að vanlíðan barna er að aukast. Óeðlileg hegðun barna er oft eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Manneskjan er félagsvera og þarfnast hlýju og tengsla við annað fólk. Til að byggja upp heilbrigða sjálfsmynd, sjálfstraust og virðingu fyrir öðrum, er mikilvægt að finna til samþykkis og að tilheyra. Ef þessar þarfir eru ekki uppfylltar á eðlilegan hátt leitum við gjarnan á aðrar brautir til að fylla tómarúmið. Ég tel að tilfinningalega vannærðir einstaklingar séu oft burðarásar í glæpaklíkum, öfgahópum og andfélagslegum hreyfingum. Manneskjan er eins og hleðslubatterí. Ef hún elst upp við öryggi og hvatningu og í samfélagi sem er annt um hana og hjálpar henni að finna styrkleika sína þá eru yfirgnæfandi líkur á því að viðkomandi verði virkur þátttakandi í samfélaginu og leggi sitt af mörkum með lífi sínu og gjörðum. Heilbrigður einstaklingur hefur bein hagræn áhrif: skapar verðmæti, vinnur vel og getur jafnvel búið til störf fyrir aðra. Til dæmis þegar ég sjálfur skrifa handrit að sjónvarpsþáttum, skapast fjöldi starfa í kringum framleiðslu efnisins. Á hinn bóginn hefur manneskja, sem býr við ótta, óöryggi og reiði, þveröfug áhrif og getur orðið samfélaginu kostnaðarsöm, föst í vítahring sem erfitt er að rjúfa. Vanlíðan leiðir oft til fíknar. Þó svo að fyrstu kynni af fíkniefnum séu gjarnan vegna forvitni, ná fíkniefnin yfirleitt sterkustu tökunum á þeim sem líður illa og þau festast í neti fíknarinnar. Það fylgja gjarnan glæpir og ofbeldi í kjölfarið – en rót vandans liggur oft í sársauka og sálarangist. Ég þekki það sjálfur að vera barn á villigötum. Ungur villtist ég af hefðbundinni leið, af ýmsum ástæðum, en hafði gæfu til að rata aftur heim til míns hjarta. Það var ekki síst góðu fólki að þakka. Útideildin, sem starfrækt var 1976 - 1996 bjargaði lífi mínu. Okkur hættir til að ofmeta hvað þarf að gera. Oft þarf ekki nema áhuga og hlýju til að öðlast von og styrk. Við erum á villigötum. Neyðarástand ríkir í málefnum barna á Íslandi, og við þurfum tafarlausar aðgerðir. Það þarf þjóðarvakningu. Nýtt húsnæði fyrir Stuðla verður að rísa án tafar, og við þurfum að fjölga stöðugildum heilbrigðisstarfsfólks. Einnig vantar langtímaúrræði fyrir börn í vanda. Við ættum að endurreisa Útideildina og Forvarnadeild Lögreglunnar og endurvekja Íslenska forvarnarmódelið. Þetta mun kosta eitthvað og mér finnst það eðlilegt. Að gera ekkert er líkt því að fresta viðgerð á leku þaki þar til skemmdirnar eru orðnar óafturkræfar. Að fjárfesta í barni er besta fjárfestingin sem til er. Hjálpum börnunum okkar áður en það verður um seinan. Höfundur er sjálfstætt starfandi listamaður, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og í framboði fyrir Viðreisn í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Jón Gnarr Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ein helsta ástæðan þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Viðreisn er áhersla flokksins á andlega líðan fólks. Þetta er málefni sem hefur alltaf verið mér mjög hugleikið, því ég veit sem er að ef fólki líður þokkalega vel þá á það auðveldara með að blómstra á ólíkum sviðum mannlífsins og nær betri árangri. Vellíðan einstaklinga skilar sér í beinum ávinningi fyrir samfélagið, ekki bara félagslega heldur einnig fjárhagslega. Það sem helst veldur vanlíðan eru þættir eins og ofbeldi, óvissa, fíkn, heilsubrestur og félagsleg staða. Ég tel, í þessu samhengi, mikilvægast að beina sjónum að á stöðu barna. Því miður finnst mér við ekki standa okkur nógu vel þar, enda sýna rannsóknir að vanlíðan barna er að aukast. Óeðlileg hegðun barna er oft eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Manneskjan er félagsvera og þarfnast hlýju og tengsla við annað fólk. Til að byggja upp heilbrigða sjálfsmynd, sjálfstraust og virðingu fyrir öðrum, er mikilvægt að finna til samþykkis og að tilheyra. Ef þessar þarfir eru ekki uppfylltar á eðlilegan hátt leitum við gjarnan á aðrar brautir til að fylla tómarúmið. Ég tel að tilfinningalega vannærðir einstaklingar séu oft burðarásar í glæpaklíkum, öfgahópum og andfélagslegum hreyfingum. Manneskjan er eins og hleðslubatterí. Ef hún elst upp við öryggi og hvatningu og í samfélagi sem er annt um hana og hjálpar henni að finna styrkleika sína þá eru yfirgnæfandi líkur á því að viðkomandi verði virkur þátttakandi í samfélaginu og leggi sitt af mörkum með lífi sínu og gjörðum. Heilbrigður einstaklingur hefur bein hagræn áhrif: skapar verðmæti, vinnur vel og getur jafnvel búið til störf fyrir aðra. Til dæmis þegar ég sjálfur skrifa handrit að sjónvarpsþáttum, skapast fjöldi starfa í kringum framleiðslu efnisins. Á hinn bóginn hefur manneskja, sem býr við ótta, óöryggi og reiði, þveröfug áhrif og getur orðið samfélaginu kostnaðarsöm, föst í vítahring sem erfitt er að rjúfa. Vanlíðan leiðir oft til fíknar. Þó svo að fyrstu kynni af fíkniefnum séu gjarnan vegna forvitni, ná fíkniefnin yfirleitt sterkustu tökunum á þeim sem líður illa og þau festast í neti fíknarinnar. Það fylgja gjarnan glæpir og ofbeldi í kjölfarið – en rót vandans liggur oft í sársauka og sálarangist. Ég þekki það sjálfur að vera barn á villigötum. Ungur villtist ég af hefðbundinni leið, af ýmsum ástæðum, en hafði gæfu til að rata aftur heim til míns hjarta. Það var ekki síst góðu fólki að þakka. Útideildin, sem starfrækt var 1976 - 1996 bjargaði lífi mínu. Okkur hættir til að ofmeta hvað þarf að gera. Oft þarf ekki nema áhuga og hlýju til að öðlast von og styrk. Við erum á villigötum. Neyðarástand ríkir í málefnum barna á Íslandi, og við þurfum tafarlausar aðgerðir. Það þarf þjóðarvakningu. Nýtt húsnæði fyrir Stuðla verður að rísa án tafar, og við þurfum að fjölga stöðugildum heilbrigðisstarfsfólks. Einnig vantar langtímaúrræði fyrir börn í vanda. Við ættum að endurreisa Útideildina og Forvarnadeild Lögreglunnar og endurvekja Íslenska forvarnarmódelið. Þetta mun kosta eitthvað og mér finnst það eðlilegt. Að gera ekkert er líkt því að fresta viðgerð á leku þaki þar til skemmdirnar eru orðnar óafturkræfar. Að fjárfesta í barni er besta fjárfestingin sem til er. Hjálpum börnunum okkar áður en það verður um seinan. Höfundur er sjálfstætt starfandi listamaður, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og í framboði fyrir Viðreisn í komandi alþingiskosningum.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun