„Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2024 13:32 Vinstri græn og Píratar gætu þurrkast út af Alþingi verði niðurstaða nýrrar könnunar að veruleika. Svandís Svavarsdóttir formaður VG segir mikilvægt að hugfallast ekki. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir oddviti Pírata í Kraganum segist taka niðurstöðuna alvarlega. Vísir Formaður Vinstri grænna segir að mikilvægt að láta ekki hugfallast yfir gengi flokksins í skoðanakönnunum. Í nýrri könnun Maskínu er flokkurinn á útleið af þingi. Fylgi Pírata hrynur milli kannanna og mælist nú 4,5 prósent á landsvísu. Oddviti þeirra í Kraganum segir það alvarlegt en kosningabaráttan sé rétt að hefjast Þrátt fyrir að Vinstri græn hafi kynnt framboðslista í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar er það ekki að hafa jákvæð áhrif á fylgi flokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu sem var birt í gær. Þar mælist fylgið 3,8 prósent á landsvísu og dalar milli kannanna. Erindið er algjörlega skýrt Svandís Svavarsdóttir hvetur félaga sína í Vinstri grænum. „Ég held að skipti máli á þessum tímapunkti að láta ekki hugfallast. Við erum í raun að sjá alla listanna raðast upp og ekki allir flokkar búnir að birta alla lista. Við erum að sjá kosningaáherslur verða til. Við sjáum að myndin er ekki alveg skýr af hinu pólitíska landslagi. Við í VG erum mjög ánægð með okkar lista. Þeir eru blanda af reynslu og nýju fólki. Erindið er algjörlega skýrt, við höfum ákveðna sérstöðu í íslenskri pólitík sem við teljum mikilvægt að tala fyrir,“ segir Svandís. Sérstaðan VG sé áhersla á kvenfrelsi, náttúruvernd, mikilvægi þess að almannaþjónusta sé á forsendum almennings, verðbólga og vextir. Aðspurð hvort Græningjar, takist þeim að bjóða fram, muni hafa áhrif á fylgi VG í komandi alþingiskosningum svarar Svandís: „Ég tel að við í Vinstri grænum séum afar vel mönnuð í grænu pólitíkinni og hvernig við tvinnum hana saman við félagslegt réttlæti og jöfnuð.“ Svandís ekki á þingi samkvæmt könnun Maskínu Svandís er oddviti VG í Reykjavík Suður og Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður í öðru sæti en þar mælist fylgi flokksins einungis 3,5 prósent samkvæmt könnun Maskínu og fengi engan mann á þing. Svandís segir of snemmt að draga ályktanir af stöðu einstakra kjördæma í könnuninni. „Það eru lágar tölur bak við þetta og ég held að við eigum ekki að draga of miklar ályktanir þegar könnunin er skipti upp í kjördæmi. Okkur er hins vegar alveg ljóst að vera okkar í ríkisstjórn hefur auðvitað haft mikil áhrif á fylgi okkar og þann trúverðugleika sem við byggjum á. Þetta er viðfangsefnið fram undan,“ segir hún. Píratar taki niðurstöðuna alvarlega Verði niðurstaða síðustu könnunar Maskínu að veruleika eru Píratar líka að mestu að detta út af þingi en þeir mælast með 4,5 prósent á landsvísu en voru með 6,8 prósent í síðustu könnun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er oddviti Pírata í Kraganum. „Við tökum þessa niðurstöðu mjög alvarlega og stefnum miklu hærra. Við erum með úrvalslið frambjóðenda sem verða kynntir í dag og á morgun. Mikilvæg stefnumál sem eiga fullt erindi við kjósendur og verða kynnt síðar í vikunni. Kosningabaráttan er rétt að byrja þannig að við horfum bjartsýnum augum til kosninga,“ segir Þórhildur Sunna. Eigum áfram erindi Hún telur að Píratar hafi verið einn öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi síðustu ár og eigi mikið inni. „Píratar hafa tekið hlutverki sínu í stjórnarandstöðunni mjög alvarlega. Við höfum veitt ríkisstjórninni virkt aðhald alla okkar tíð á þingi. Á síðasta kjörtímabili höfum við bent á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóðarmorðinu á Gaza, algjöru metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ásamt því að taka baráttu fyrir mannréttindum sem aðrir flokkar virðast hættir afskiptum af. Þá höfum við kafað ofan í hvert spillingarmáli ríkisstjórnarinnar á fætur öðru. Við birtum Lindarhvolsskýrsluna og krufðum Íslandsbankasöluna og sendiherraskipan Bjarna Benediktssonar svo fátt eitt sé nefnt. Það er ekki alltaf vinsælt en við gerum það vegna þess að við stöndum með hagsmunum almennings og tökum hlutverk okkar alvarlega. Við eigum svo sannarlega erindi áfram á þingi,“ segir Þórhildur Sunna. Vinstri græn Píratar Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Sjá meira
Þrátt fyrir að Vinstri græn hafi kynnt framboðslista í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar er það ekki að hafa jákvæð áhrif á fylgi flokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu sem var birt í gær. Þar mælist fylgið 3,8 prósent á landsvísu og dalar milli kannanna. Erindið er algjörlega skýrt Svandís Svavarsdóttir hvetur félaga sína í Vinstri grænum. „Ég held að skipti máli á þessum tímapunkti að láta ekki hugfallast. Við erum í raun að sjá alla listanna raðast upp og ekki allir flokkar búnir að birta alla lista. Við erum að sjá kosningaáherslur verða til. Við sjáum að myndin er ekki alveg skýr af hinu pólitíska landslagi. Við í VG erum mjög ánægð með okkar lista. Þeir eru blanda af reynslu og nýju fólki. Erindið er algjörlega skýrt, við höfum ákveðna sérstöðu í íslenskri pólitík sem við teljum mikilvægt að tala fyrir,“ segir Svandís. Sérstaðan VG sé áhersla á kvenfrelsi, náttúruvernd, mikilvægi þess að almannaþjónusta sé á forsendum almennings, verðbólga og vextir. Aðspurð hvort Græningjar, takist þeim að bjóða fram, muni hafa áhrif á fylgi VG í komandi alþingiskosningum svarar Svandís: „Ég tel að við í Vinstri grænum séum afar vel mönnuð í grænu pólitíkinni og hvernig við tvinnum hana saman við félagslegt réttlæti og jöfnuð.“ Svandís ekki á þingi samkvæmt könnun Maskínu Svandís er oddviti VG í Reykjavík Suður og Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður í öðru sæti en þar mælist fylgi flokksins einungis 3,5 prósent samkvæmt könnun Maskínu og fengi engan mann á þing. Svandís segir of snemmt að draga ályktanir af stöðu einstakra kjördæma í könnuninni. „Það eru lágar tölur bak við þetta og ég held að við eigum ekki að draga of miklar ályktanir þegar könnunin er skipti upp í kjördæmi. Okkur er hins vegar alveg ljóst að vera okkar í ríkisstjórn hefur auðvitað haft mikil áhrif á fylgi okkar og þann trúverðugleika sem við byggjum á. Þetta er viðfangsefnið fram undan,“ segir hún. Píratar taki niðurstöðuna alvarlega Verði niðurstaða síðustu könnunar Maskínu að veruleika eru Píratar líka að mestu að detta út af þingi en þeir mælast með 4,5 prósent á landsvísu en voru með 6,8 prósent í síðustu könnun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er oddviti Pírata í Kraganum. „Við tökum þessa niðurstöðu mjög alvarlega og stefnum miklu hærra. Við erum með úrvalslið frambjóðenda sem verða kynntir í dag og á morgun. Mikilvæg stefnumál sem eiga fullt erindi við kjósendur og verða kynnt síðar í vikunni. Kosningabaráttan er rétt að byrja þannig að við horfum bjartsýnum augum til kosninga,“ segir Þórhildur Sunna. Eigum áfram erindi Hún telur að Píratar hafi verið einn öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi síðustu ár og eigi mikið inni. „Píratar hafa tekið hlutverki sínu í stjórnarandstöðunni mjög alvarlega. Við höfum veitt ríkisstjórninni virkt aðhald alla okkar tíð á þingi. Á síðasta kjörtímabili höfum við bent á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóðarmorðinu á Gaza, algjöru metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ásamt því að taka baráttu fyrir mannréttindum sem aðrir flokkar virðast hættir afskiptum af. Þá höfum við kafað ofan í hvert spillingarmáli ríkisstjórnarinnar á fætur öðru. Við birtum Lindarhvolsskýrsluna og krufðum Íslandsbankasöluna og sendiherraskipan Bjarna Benediktssonar svo fátt eitt sé nefnt. Það er ekki alltaf vinsælt en við gerum það vegna þess að við stöndum með hagsmunum almennings og tökum hlutverk okkar alvarlega. Við eigum svo sannarlega erindi áfram á þingi,“ segir Þórhildur Sunna.
Vinstri græn Píratar Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Sjá meira