Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2024 09:01 Erling Braut Haaland hefur farið á kostum með liði Manchester City. Getty/Ryan Crockett Það voru ekki bara Real Madrid leikmennirnir Vinícius Júnior og Jude Bellingham sem skrópuðu á verðlaunahátíð Ballon d'Or í gær. Norski framherjinn Erling Braut Haaland var á ferðinni um Evrópu en hann fór ekki frá Manchester til Parísar heldur til Malmö í Svíþjóð. Haaland var markakóngur í ensku úrvalsdeildinni með 27 mörk fyrir Englandsmeistarana og var tilnefndur til Gullhnattarins. Hann endaði síðan númer fimm í Ballon d'Or kjörinu. Haaland imponeret over Malmö: Han købte 50 trøjer https://t.co/EfxoUWuWdm— Bold (@bolddk) October 29, 2024 Af þeim fimm efstu í kjörinu þá mætti aðeins einn sem var sigurvegarinn Rodri. Dani Carvajal, leikmaður Real Madrid, endaði í næsta sæti á undan framherja City en skrópaði eins og allir frá Real Madrid. Haaland lét ekki sjá sig á verðlaunahátíðinni í gær en skellti sér frekar á leik Malmö og IKF Gautaborgar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Með liði Malmö spilar vinur hans Erik Botheim. Þeir eru góðir vinir frá því að þeir spiluðu saman með norska unglingalandsliðinu. Þeir voru líka saman í rappmyndbandi ásamt Skagamanninum Erik Sandberg, Horft hefur verið meira en tólf milljón sinnum á myndbandið þeirra á YouTube. Botheim er líka framherji og var í byrjunarliði Malmö í gær. Malmö vann leikinn 2-1 og tryggði sér sænska meistaratitlinn annað árið í röð og jafnframt þann fjórða á síðustu fimm árum. Haaland var í ljósbláu Malmö treyjunni í stúkunni og fagnaði vel þegar vinur hans varð meistari. Hann keypti líka fimmtíu Botheim treyjur og passaði upp á allur hópur hans væri í rétta litnum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Norski framherjinn Erling Braut Haaland var á ferðinni um Evrópu en hann fór ekki frá Manchester til Parísar heldur til Malmö í Svíþjóð. Haaland var markakóngur í ensku úrvalsdeildinni með 27 mörk fyrir Englandsmeistarana og var tilnefndur til Gullhnattarins. Hann endaði síðan númer fimm í Ballon d'Or kjörinu. Haaland imponeret over Malmö: Han købte 50 trøjer https://t.co/EfxoUWuWdm— Bold (@bolddk) October 29, 2024 Af þeim fimm efstu í kjörinu þá mætti aðeins einn sem var sigurvegarinn Rodri. Dani Carvajal, leikmaður Real Madrid, endaði í næsta sæti á undan framherja City en skrópaði eins og allir frá Real Madrid. Haaland lét ekki sjá sig á verðlaunahátíðinni í gær en skellti sér frekar á leik Malmö og IKF Gautaborgar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Með liði Malmö spilar vinur hans Erik Botheim. Þeir eru góðir vinir frá því að þeir spiluðu saman með norska unglingalandsliðinu. Þeir voru líka saman í rappmyndbandi ásamt Skagamanninum Erik Sandberg, Horft hefur verið meira en tólf milljón sinnum á myndbandið þeirra á YouTube. Botheim er líka framherji og var í byrjunarliði Malmö í gær. Malmö vann leikinn 2-1 og tryggði sér sænska meistaratitlinn annað árið í röð og jafnframt þann fjórða á síðustu fimm árum. Haaland var í ljósbláu Malmö treyjunni í stúkunni og fagnaði vel þegar vinur hans varð meistari. Hann keypti líka fimmtíu Botheim treyjur og passaði upp á allur hópur hans væri í rétta litnum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira