Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2024 13:35 Þessir standa vaktina á Austurvelli. vísir/vilhelm Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina á suðvesturhorninu í dag í tilefni Norðurlandaráðsþings og heimsóknar Úkraínuforseta. Forsætisráðherra fundar með Úkraínuforseta á Þingvöllum í dag. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari fréttastofu rölti um miðbæ Reykjavíkur í morgun. Búið er að koma upp girðingum á Austurvelli, við Alþingishúsið og sömuleiðis við Ráðhús Reykjavíkur. Lögreglumenn eru vopnaðir öflugum skotvopnum eins og sést á myndunum. Girðingar komnar upp við Alþingishúsið.Vísir/vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu lenti Volodomyr Zelenskys forseti Úkraínu á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan 13 í dag. Hann mun funda einslega með Bjarna Benediktssyni í bústað forsætisráðherraembættisins á Þingvöllum klukkan fjögur og síðan með forsætisráðherrum allra Norðurlandanna á Þingvöllum klukkan hálf sex. Götulokanir tóku gildi á afmörkuðu svæði í miðbæ Reykjavíkur klukkan átta í morgun og verða í gildi fram á miðvikudag. Þá verður ekki heimilt að fljúga drónum á tilteknum svæðum og einhver áhrif verða einnig á ferðir Strætó. Þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndum eru væntanlegir til landsins til að taka þátt í fundinum auk annarra gesta, en forgangsakstur með lögreglufylgd getur haft einhver áhrif á umferð í höfuðborginni og í tengslum við fundi á Bessastöðum og á Þingvöllum. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, segir borgara helst verða vara við umferðartafir seinni partinn í dag og fyrri part dags á morgun þegar gestum er fylgt um borgina. „En við reynum nú að takmarka það eins og hægt er og ég myndi segja að það ætti ekki að valda verulegum töfum en við biðjum um skilning borgara rétt á meðan það er að eiga sér stað. Þetta er yfirleitt ekki langur tími í senn,“ segir Karl Steinar . Hann bendir á að nánari upplýsingar um götulokanir og önnur áhrif fundarins á almenning sé að finna á island.is. Almenningur hefur þegar orðið var við vopnaða lögreglumenn í borginni og á þeim stöðum sem leiðtogafundir fara fram. „Hluti af þeim lögreglumönnum sem starfa við öryggisgæsluna tengt þessu eru vopnaðir. Það þýðir það ekki að allir lögreglumenn í borginni séu vopnaðir, en þeir sem að sinna sérstaklega öryggisgæslu í tengslum við Norðurlandaráðsþingið og í tengslum við þá gesti sem eru að koma hingað,“ segir Karl Steinar. Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Lögreglan Skotvopn Norðurlandaráð Reykjavík Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari fréttastofu rölti um miðbæ Reykjavíkur í morgun. Búið er að koma upp girðingum á Austurvelli, við Alþingishúsið og sömuleiðis við Ráðhús Reykjavíkur. Lögreglumenn eru vopnaðir öflugum skotvopnum eins og sést á myndunum. Girðingar komnar upp við Alþingishúsið.Vísir/vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu lenti Volodomyr Zelenskys forseti Úkraínu á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan 13 í dag. Hann mun funda einslega með Bjarna Benediktssyni í bústað forsætisráðherraembættisins á Þingvöllum klukkan fjögur og síðan með forsætisráðherrum allra Norðurlandanna á Þingvöllum klukkan hálf sex. Götulokanir tóku gildi á afmörkuðu svæði í miðbæ Reykjavíkur klukkan átta í morgun og verða í gildi fram á miðvikudag. Þá verður ekki heimilt að fljúga drónum á tilteknum svæðum og einhver áhrif verða einnig á ferðir Strætó. Þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndum eru væntanlegir til landsins til að taka þátt í fundinum auk annarra gesta, en forgangsakstur með lögreglufylgd getur haft einhver áhrif á umferð í höfuðborginni og í tengslum við fundi á Bessastöðum og á Þingvöllum. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, segir borgara helst verða vara við umferðartafir seinni partinn í dag og fyrri part dags á morgun þegar gestum er fylgt um borgina. „En við reynum nú að takmarka það eins og hægt er og ég myndi segja að það ætti ekki að valda verulegum töfum en við biðjum um skilning borgara rétt á meðan það er að eiga sér stað. Þetta er yfirleitt ekki langur tími í senn,“ segir Karl Steinar . Hann bendir á að nánari upplýsingar um götulokanir og önnur áhrif fundarins á almenning sé að finna á island.is. Almenningur hefur þegar orðið var við vopnaða lögreglumenn í borginni og á þeim stöðum sem leiðtogafundir fara fram. „Hluti af þeim lögreglumönnum sem starfa við öryggisgæsluna tengt þessu eru vopnaðir. Það þýðir það ekki að allir lögreglumenn í borginni séu vopnaðir, en þeir sem að sinna sérstaklega öryggisgæslu í tengslum við Norðurlandaráðsþingið og í tengslum við þá gesti sem eru að koma hingað,“ segir Karl Steinar.
Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Lögreglan Skotvopn Norðurlandaráð Reykjavík Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira