Ungt fólk mótar framtíð Norðurlanda Bryndís Haraldsdóttir skrifar 28. október 2024 12:01 Norðurlöndin standa frammi fyrir breyttum og viðsjárverðum veruleika sem snertir samfélög okkar á mörgum sviðum. Þrátt fyrir ógnanir í heiminum í dag höfum við byggt upp sterkt samstarf og sameiginlegan vilja til að standa vörð um sameiginleg gildi okkar, eins og lýðræði, frelsi og jafnrétti. Ungt fólk gegnir lykilhlutverki í þessari vegferð – þeirra rödd og sýn á framtíðina eru leiðarljós sem munu tryggja að norræna samstaðan haldi áfram að styrkjast og að grunnstoðir samfélaga okkar verði öruggar fyrir komandi kynslóðir. Á Norðurlandaráðsþingi ungs fólks sem fram fór um helgina komu saman ungir fulltrúar frá öllum Norðurlöndum og samþykktu tillögur sem fjölluðu meðal annars um öryggis- og varnarmál, umhverfismál, sjálfbærni og eflingu norræns samstarfs. Það er augljóst að ungt fólk brennur fyrir fjölbreyttum málefnum og sýnir þannig vilja til að taka virkan þátt í að móta framtíðina. Áhugi þeirra og eldmóður spannar breitt svið sem endurspeglar þau helstu málefni sem standa Norðurlöndunum næst. Ég er einstaklega þakklát fyrir að hafa átt aðkomu að og fengið að kynnast starfi Norðurlandaráðs ungs fólks á þessu starfsári mínu sem forseti Norðurlandaráðs. Það er auðvelt að finna von og kraft þegar ungt fólk leiðir samtalið. Á þessum síðustu dögum í mínu embætti sem forseti Norðurlandaráðs mun ég standa þétt að baki því að tryggja að rödd ungs fólks fái að heyrast hátt og skýrt – því þau munu móta Norðurlönd framtíðarinnar með hugsjón og dugnaði. Saman getum við skapað sterka og bjarta framtíð fyrir norræn samfélög með því að hlúa að sameiginlegum gildum og virkja kraft unga fólksins í hverju skrefi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Norðurlöndin standa frammi fyrir breyttum og viðsjárverðum veruleika sem snertir samfélög okkar á mörgum sviðum. Þrátt fyrir ógnanir í heiminum í dag höfum við byggt upp sterkt samstarf og sameiginlegan vilja til að standa vörð um sameiginleg gildi okkar, eins og lýðræði, frelsi og jafnrétti. Ungt fólk gegnir lykilhlutverki í þessari vegferð – þeirra rödd og sýn á framtíðina eru leiðarljós sem munu tryggja að norræna samstaðan haldi áfram að styrkjast og að grunnstoðir samfélaga okkar verði öruggar fyrir komandi kynslóðir. Á Norðurlandaráðsþingi ungs fólks sem fram fór um helgina komu saman ungir fulltrúar frá öllum Norðurlöndum og samþykktu tillögur sem fjölluðu meðal annars um öryggis- og varnarmál, umhverfismál, sjálfbærni og eflingu norræns samstarfs. Það er augljóst að ungt fólk brennur fyrir fjölbreyttum málefnum og sýnir þannig vilja til að taka virkan þátt í að móta framtíðina. Áhugi þeirra og eldmóður spannar breitt svið sem endurspeglar þau helstu málefni sem standa Norðurlöndunum næst. Ég er einstaklega þakklát fyrir að hafa átt aðkomu að og fengið að kynnast starfi Norðurlandaráðs ungs fólks á þessu starfsári mínu sem forseti Norðurlandaráðs. Það er auðvelt að finna von og kraft þegar ungt fólk leiðir samtalið. Á þessum síðustu dögum í mínu embætti sem forseti Norðurlandaráðs mun ég standa þétt að baki því að tryggja að rödd ungs fólks fái að heyrast hátt og skýrt – því þau munu móta Norðurlönd framtíðarinnar með hugsjón og dugnaði. Saman getum við skapað sterka og bjarta framtíð fyrir norræn samfélög með því að hlúa að sameiginlegum gildum og virkja kraft unga fólksins í hverju skrefi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Norðurlandaráðs.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar