„Getum við verið sammála um að vera ósammála?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. október 2024 10:30 Jón Ingi Sveinsson, sem heldur hér bók fyrir andlit sitt, ræðir við Björgvin Jónsson verjanda sinn. Vísir/vilhelm „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja með þetta. Ég allavega neita sök í þessu og hef ekki vitneskju um þessi fíkniefni,“ sagði Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiku fíkniefnamáli, í upphafi aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jón Ingi segist ekki kannast við ummæli sem eru höfð eftir honum í lögregluskýrslu. Jón og verjandi hans vilja meina að þau byggi á hljóðupptökum sem séu ólöglegar. Nokkrir breyttu um afstöðu Aðalmeðferð stóra fíkniefnamálsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á spjalli fólks á samskiptaforritinu Signal. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Málið varðar þó enn meira magn fíkniefna, umfangsmikla skipulagða brotastarfsemi og peningaþvætti. Sakborningar málsins voru upphaflega átján en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Síðan breytti einn sakborningurinn afstöðu sinni og játaði sök við upphaf þinghaldsins, og annar breytti lítillega afstöðu sinni varðandi einn ákærulið. Í þinghaldinu í morgun spurði Karl Ingi Vilbergsson saksóknari Jón Inga út í efni lögregluskýrslu, sem byggði meðal annars á hljóðritunum. Björgvin Jónsson, verjandi Jóns, sagði lögregluna ekki hafa haft heimild fyrir hljóðritun á símtölum umbjóðanda síns erlendis. „Tönnin“ „Þetta eru ólögleg gögn. Þetta gæti þess vegna verið búið til með aðstoð gervigreindar,“ sagði Björgvin. Hann krafðist þess að algjörlega yrði litið fram hjá hljóðritununum. Aðrir verjendur í málinu tóku undir bókunina. Í þessum samtölum sem voru reifuð í lögregluskýrslunni var fjallað um skipulagningu fíkniefnainnflutnings, innheimtingu fíkniefnaskuldar, burðardýr og „Tönnina“ sem gera má ráð fyrir að eigi að vera Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi Tönn. Sveddi hefur endurtekið hlotið dóma, bæði hér heima og í Brasilíu, fyrir aðild að fíkniefnasmygli. „Ég ætla ekki að svara fyrir þetta. Ég ætla ekki að ræða ólöglegar upptökur,“ sagði Jón Ingi í aðalmeðferðinni í morgun. Karl Ingi spurði hann margra spurninga varðandi gögn lögreglu, en flest svör Jóns voru á þessa leið. „Lögreglan verður að fara að lögum líka,“ sagði Jón. Pinocchio, Gringo en ekki Caligula Jón Ingi hélt því einnig fram að fjöldi spurninga Karls Inga vörðuðu ekki þau brot sem hann væri ákærður fyrir. Karl Ingi sagðist nú vera ósammála því. „Getum við verið sammála um að vera ósammála?“ spurði Jón Ingi. Jón Ingi var spurður út í hina sakborninga málsins. Hann sagðist þekkja þá flesta, en ekki alla. Í flestum tilfellum er um að ræða vini. Af upprunalegu sakborningunum átján voru þrettán karlar og fimm konur. Flestir sakborningana voru á fertugs- og fimmtugsaldri, en sá yngsti er 28 ára. Jón Ingi kannast við að hafa notað samskiptaforritið Signal, og verið þar undir nafninu Pinocchio, og Gringo, en ekki Caligula. Pinocchio er ítalska nafn spýtustráksins Gosa, Gringo er spænskt orð sem er notað yfir útlending og Caligula var þriðji keisari Rómarveldis. Kannaðist ekki við Picasso Pétur Þór Elíasson, sem er líka grunaður um að hafa átt mikinn þátt í umræddum brotum, sagðist fyrir dómi ekkert vita um meint fíkniefnalagabrot og neitaði sök. Hann er bifvélavirki og sagðist hafa gert við bíla hjá mörgum sakborninganna. Þannig þekkti hann suma þeirra. Pétur var spurður út í ítrekuð símtöl hans og eins sakborningsins. Fyrir dómi sagði hann þá tvo tala saman í síma nánast daglega. „Hann kvartar um lífið og tilveruna og ég gef honum eyra,“ sagði Pétur og bætti við stundum væri það hann sjálfur sem hringdi og kvartaði. Í lögreglu var haft eftir honum ýmislegt úr þessum símtölum sem varðaði fíkniefnalagabrot. Þegar hann var spurður út í efni símtalanna sagðist hann ýmist ekki kannast við það sem var haft eftir honum eða ekki muna eftir því. Hann var líka spurður út í nöfn á samskiptaforritinu Signal. Hann kannaðist við að nota Pétur Þór, en ekki Da Vinci eða Picasso. Fréttin var uppfærð með framburði Péturs Þórs. Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Jón Ingi segist ekki kannast við ummæli sem eru höfð eftir honum í lögregluskýrslu. Jón og verjandi hans vilja meina að þau byggi á hljóðupptökum sem séu ólöglegar. Nokkrir breyttu um afstöðu Aðalmeðferð stóra fíkniefnamálsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á spjalli fólks á samskiptaforritinu Signal. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Málið varðar þó enn meira magn fíkniefna, umfangsmikla skipulagða brotastarfsemi og peningaþvætti. Sakborningar málsins voru upphaflega átján en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Síðan breytti einn sakborningurinn afstöðu sinni og játaði sök við upphaf þinghaldsins, og annar breytti lítillega afstöðu sinni varðandi einn ákærulið. Í þinghaldinu í morgun spurði Karl Ingi Vilbergsson saksóknari Jón Inga út í efni lögregluskýrslu, sem byggði meðal annars á hljóðritunum. Björgvin Jónsson, verjandi Jóns, sagði lögregluna ekki hafa haft heimild fyrir hljóðritun á símtölum umbjóðanda síns erlendis. „Tönnin“ „Þetta eru ólögleg gögn. Þetta gæti þess vegna verið búið til með aðstoð gervigreindar,“ sagði Björgvin. Hann krafðist þess að algjörlega yrði litið fram hjá hljóðritununum. Aðrir verjendur í málinu tóku undir bókunina. Í þessum samtölum sem voru reifuð í lögregluskýrslunni var fjallað um skipulagningu fíkniefnainnflutnings, innheimtingu fíkniefnaskuldar, burðardýr og „Tönnina“ sem gera má ráð fyrir að eigi að vera Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi Tönn. Sveddi hefur endurtekið hlotið dóma, bæði hér heima og í Brasilíu, fyrir aðild að fíkniefnasmygli. „Ég ætla ekki að svara fyrir þetta. Ég ætla ekki að ræða ólöglegar upptökur,“ sagði Jón Ingi í aðalmeðferðinni í morgun. Karl Ingi spurði hann margra spurninga varðandi gögn lögreglu, en flest svör Jóns voru á þessa leið. „Lögreglan verður að fara að lögum líka,“ sagði Jón. Pinocchio, Gringo en ekki Caligula Jón Ingi hélt því einnig fram að fjöldi spurninga Karls Inga vörðuðu ekki þau brot sem hann væri ákærður fyrir. Karl Ingi sagðist nú vera ósammála því. „Getum við verið sammála um að vera ósammála?“ spurði Jón Ingi. Jón Ingi var spurður út í hina sakborninga málsins. Hann sagðist þekkja þá flesta, en ekki alla. Í flestum tilfellum er um að ræða vini. Af upprunalegu sakborningunum átján voru þrettán karlar og fimm konur. Flestir sakborningana voru á fertugs- og fimmtugsaldri, en sá yngsti er 28 ára. Jón Ingi kannast við að hafa notað samskiptaforritið Signal, og verið þar undir nafninu Pinocchio, og Gringo, en ekki Caligula. Pinocchio er ítalska nafn spýtustráksins Gosa, Gringo er spænskt orð sem er notað yfir útlending og Caligula var þriðji keisari Rómarveldis. Kannaðist ekki við Picasso Pétur Þór Elíasson, sem er líka grunaður um að hafa átt mikinn þátt í umræddum brotum, sagðist fyrir dómi ekkert vita um meint fíkniefnalagabrot og neitaði sök. Hann er bifvélavirki og sagðist hafa gert við bíla hjá mörgum sakborninganna. Þannig þekkti hann suma þeirra. Pétur var spurður út í ítrekuð símtöl hans og eins sakborningsins. Fyrir dómi sagði hann þá tvo tala saman í síma nánast daglega. „Hann kvartar um lífið og tilveruna og ég gef honum eyra,“ sagði Pétur og bætti við stundum væri það hann sjálfur sem hringdi og kvartaði. Í lögreglu var haft eftir honum ýmislegt úr þessum símtölum sem varðaði fíkniefnalagabrot. Þegar hann var spurður út í efni símtalanna sagðist hann ýmist ekki kannast við það sem var haft eftir honum eða ekki muna eftir því. Hann var líka spurður út í nöfn á samskiptaforritinu Signal. Hann kannaðist við að nota Pétur Þór, en ekki Da Vinci eða Picasso. Fréttin var uppfærð með framburði Péturs Þórs.
Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira