Sænska landsliðskonan gleymdi að klæða sig í treyjuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2024 10:01 Nathalie Björn spilar með Chelsea og sænska landsliðinu. Hún var ekki alveg með allt á hreinu fyrir síðasta landsleik. Getty/Harriet Lander Sænska kvennalandsliðið í fótbolta er í góðum málum eftir fyrri umspilsleik sinn í baráttunni um sæti á EM kvenna í næsta sumar. Það voru þó óvenjuleg vandræði eins leikmanns liðsins sem voru í sviðsljósinu eftir fyrri leikinn. Svíar unnu þarna 4-0 sigur á Lúxemborg og spila seinni leikinn á heimavelli á morgun. Sigurvegarinn tryggir sér sæti í umpili um laust EM-sæti. Íslenska landsliðið er búið að tryggja sér sæti á EM sem fer fram í Sviss næsta sumar. En aftur að vandræðum sænsku landsliðskonunnar. Miðvörðurinn Nathalie Björn uppgötvaði það nefnilega stuttu fyrir leik að hún hafði gleymt að klæða sig í sænsku landsliðstreyjuna. „Já ég veit. Ég gleymdi að klæða mig í treyjuna. Í fyrstu var ég í miklu stresskasti af því að búningsklefinn var svo langt í burtu. Það hefði tekið mig þrjár mínútur að hlaupa þangað og ná í treyjuna,“ sagði Nathalie Björn við Aftonbladet. „Leikurinn var líka að byrja. Ég hugsaði bara: Andskotinn hafi það og hljóp. Sem betur fer þá var treyjan bara á varamannabekknum svo að þetta var í lagi,“ sagði Björn. „Ég hélt samt að ég væri í henni og þetta var því smá sjokk. Ég var líka svo skömmustuleg yfir því að hafa gleymt að fara í treyjuna. Það er samt svolítið fyndið og sýnir almenningi að við fótboltafólkið getum líka gleymt hlutum,“ sagði Björn létt. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) EM 2025 í Sviss Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Svíar unnu þarna 4-0 sigur á Lúxemborg og spila seinni leikinn á heimavelli á morgun. Sigurvegarinn tryggir sér sæti í umpili um laust EM-sæti. Íslenska landsliðið er búið að tryggja sér sæti á EM sem fer fram í Sviss næsta sumar. En aftur að vandræðum sænsku landsliðskonunnar. Miðvörðurinn Nathalie Björn uppgötvaði það nefnilega stuttu fyrir leik að hún hafði gleymt að klæða sig í sænsku landsliðstreyjuna. „Já ég veit. Ég gleymdi að klæða mig í treyjuna. Í fyrstu var ég í miklu stresskasti af því að búningsklefinn var svo langt í burtu. Það hefði tekið mig þrjár mínútur að hlaupa þangað og ná í treyjuna,“ sagði Nathalie Björn við Aftonbladet. „Leikurinn var líka að byrja. Ég hugsaði bara: Andskotinn hafi það og hljóp. Sem betur fer þá var treyjan bara á varamannabekknum svo að þetta var í lagi,“ sagði Björn. „Ég hélt samt að ég væri í henni og þetta var því smá sjokk. Ég var líka svo skömmustuleg yfir því að hafa gleymt að fara í treyjuna. Það er samt svolítið fyndið og sýnir almenningi að við fótboltafólkið getum líka gleymt hlutum,“ sagði Björn létt. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira