Syrgja 25 ára gamlan markvörð sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2024 08:20 Holden Trent var valinn í nýliðavalinu í fyrra en hafði ekki enn fengið að spila með aðalliði félagsins. @MLSPA Bandaríska fótboltafélagið Philadelphia Union sagði frá andláti ungs markvarðar félagsins um helgina en gaf þó ekkert meira upp um hvað gerðist. Markvörðurinn heitir Holden Trent og var aðeins 25 ára gamall. Philadelphia Union spilar í MLS deildinni sem er efsta deildin í Bandaríkjunum. „Allir hjá Philadelphia Union eru miður sín vegna hörmulegs fráfalls Holdens Trent,“ skrifaði félagið á miðla sína. „Hann var ekki bara æðislegur leikmaður og mikill keppnismaður heldur var hann einnig trúfastur sonur, bróðir, unnusti og liðsfélagi sem gerði alla í kringum sig betri,“ skrifaði félagið. We are deeply saddened to share that Holden Trent has passed away at 25 years old.May he rest in peace. pic.twitter.com/97MItTiK7z— Philadelphia Union (@PhilaUnion) October 26, 2024 „Hann var ímynd þess að sýna ákveðni, hollustu og þrautseigju. Hans verður mikið saknað. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, unnustu og vina,“ skrifaði Philadelphia Union á miðla sína. Philadelphia Union greindi jafnframt frá því að félagið myndi ekki gefa upp neinar frekari upplýsingar um andlátið af virðingu við vini hans og fjölskyldu. MLS-deildin sendi einnig fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur. „Major League Soccer syrgir fráfall Holden Trent ásamt Philadelphia Union og alls fótboltasamfélagsins. Þetta var ungur leikmaður sem átti bjarta framtíð. Hann sýndi ákveðni og fagmennsku á hverjum degi,“ sagði í tilkynningu MLS. Trent var frá Greensboro í Norður-Karólínu og var valinn númer 28 í nýliðavalinu af Union árið 2023. Hann hafði ekki enn spilað fyrir aðallið félagsins en hafði spilað sex leiki fyrir varalið Union. Major League Soccer joins the Philadelphia Union and our entire soccer community in mourning the tragic passing of Union goalkeeper Holden Trent.A young goalkeeper with a bright future, Trent showcased determination and professionalism every day as he contributed to the… pic.twitter.com/AA9LKJDXUs— Major League Soccer (@MLS) October 26, 2024 Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Markvörðurinn heitir Holden Trent og var aðeins 25 ára gamall. Philadelphia Union spilar í MLS deildinni sem er efsta deildin í Bandaríkjunum. „Allir hjá Philadelphia Union eru miður sín vegna hörmulegs fráfalls Holdens Trent,“ skrifaði félagið á miðla sína. „Hann var ekki bara æðislegur leikmaður og mikill keppnismaður heldur var hann einnig trúfastur sonur, bróðir, unnusti og liðsfélagi sem gerði alla í kringum sig betri,“ skrifaði félagið. We are deeply saddened to share that Holden Trent has passed away at 25 years old.May he rest in peace. pic.twitter.com/97MItTiK7z— Philadelphia Union (@PhilaUnion) October 26, 2024 „Hann var ímynd þess að sýna ákveðni, hollustu og þrautseigju. Hans verður mikið saknað. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, unnustu og vina,“ skrifaði Philadelphia Union á miðla sína. Philadelphia Union greindi jafnframt frá því að félagið myndi ekki gefa upp neinar frekari upplýsingar um andlátið af virðingu við vini hans og fjölskyldu. MLS-deildin sendi einnig fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur. „Major League Soccer syrgir fráfall Holden Trent ásamt Philadelphia Union og alls fótboltasamfélagsins. Þetta var ungur leikmaður sem átti bjarta framtíð. Hann sýndi ákveðni og fagmennsku á hverjum degi,“ sagði í tilkynningu MLS. Trent var frá Greensboro í Norður-Karólínu og var valinn númer 28 í nýliðavalinu af Union árið 2023. Hann hafði ekki enn spilað fyrir aðallið félagsins en hafði spilað sex leiki fyrir varalið Union. Major League Soccer joins the Philadelphia Union and our entire soccer community in mourning the tragic passing of Union goalkeeper Holden Trent.A young goalkeeper with a bright future, Trent showcased determination and professionalism every day as he contributed to the… pic.twitter.com/AA9LKJDXUs— Major League Soccer (@MLS) October 26, 2024 Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira