Erum við í ofbeldissambandi? Ágústa Árnadóttir skrifar 27. október 2024 06:31 Við verðum að horfast í augu við þá sársaukafullu hugmynd að við, Íslendingar, gætum verið föst í ofbeldissambandi. Ekki við einstaklinga í nánasta umhverfi okkar, heldur við sjálft kerfið sem átti að vernda okkur – stjórnvöld, bankakerfið og alla þá félagslegu strúktúra sem við treystum á. Kerfið, sem var sett á fót til að styðja okkur, hefur smám saman breyst í ósýnilegan kúgara. Þetta kerfi er ekki lengur til þess að efla okkur og styrkja heldur þvingar okkur í stöðugt ójafnvægi, með sívaxandi kröfum um meira vinnuframlag og sífellt minni umbun. Í stað þess að byggja upp von og bæta lífsgæði okkar, hefur það stigið svo þungt á okkur að við erum hætt að finna fyrir raunverulegri von. Hvað varð um loforðin? Við lifum í samfélagi þar sem margir trúa því að þjáning sé eðlilegur hluti af daglegu lífi, eins og hún sé óhjákvæmileg. Við erum á hverjum degi minnt á það með vaxandi skuldsetningu, verðbólgu og stöðugum þrýstingi um að leggja meira á okkur. Það er aldrei nóg – aldrei nóg að vinna, aldrei nóg að spara, aldrei nóg að reyna. Hvað varð um öryggið sem kerfið átti að veita okkur? Hvað varð um loforðin um að samfélagið myndi standa með okkur, hjálpa okkur að dafna og byggja betra líf? Við höfum, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki, orðið meðvirk með kerfi sem hagnýtir okkur og reynir að láta okkur trúa því að þetta ástand sé okkar eigin sök. Í stað þess að finna fyrir stuðningi, er okkur sagt að við séum ekki að leggja nógu mikið á okkur. Við þurfum bara að vinna meira, spara meira, vera þolinmóðari. En staðreyndin er sú að kerfið heldur okkur föngnum í vítahring vinnu og neyslu. Því meira sem við leggjum á okkur, því meiri verður skuldsetningin og þrýstingurinn. Því meira sem við vinnum, því fastari verða hlekkirnir. Þetta ástand er ekki tilviljun Þeir sem stjórna kerfinu, þeir sem hagnast mest á því, hafa skapað þetta ástand. Bankarnir græða á skuldsetningu okkar. Ríkisstjórnin virðist stjórnast af hagsmunum stórfyrirtækja og fjármagnseigenda frekar en af hagsmunum almennings. Samfélagið virðist vera hannað til að viðhalda óbreyttu ástandi þar sem þeim ríku er haldið ríkum og þeim sem berjast í bökkum er haldið á sínum stað – bundnum af endalausum kröfum og fjárhagslegu óöryggi. Við erum gaslýst af stjórnvöldum En það er ekki nóg að kerfið haldi okkur föngnum – við erum líka gaslýst af þeim sem stjórna því. Okkur er stöðugt sagt að hagkerfið sé í frábæru standi, að kaupmáttur okkar sé meiri en nokkru sinni fyrr og að við lifum í öruggu og velferðardrifnu samfélagi. Þrátt fyrir að við finnum hið gagnstæða á eigin skinni, halda stjórnvöld áfram að reyna að sannfæra okkur um að þetta sé allt saman bara tilfinning okkar, að raunveruleikinn sé góður og bjartur. Orðræðan sem þau nota gegn okkur til að þagga niður í okkur er kerfisbundin. Þegar við kvörtum yfir hækkuðu matvöruverði, leigu eða vöxtum, er okkur sagt að það sé bara „tímabundið ástand,“ að þetta sé „eðlileg sveifla í hagkerfinu.“ Þeir tala um „jákvæðar hagvaxtarhorfur“ á meðan við, almenningur, erum að drukkna í reikningum og skuldum. Þeir tala um „stöðugleika“ á meðan við upplifum stöðuga óvissu og fjárhagslegt óöryggi. Þegar við finnum fyrir því að kerfið sé ekki að virka fyrir okkur, reyna stjórnvöld að sannfæra okkur um að við séum bara að misskilja ástandið – að við séum of neikvæð, of kvíðin, og að við verðum bara að „bíða“ eftir að hlutirnir lagist. Hvernig breytum við þessu ástandi? Lýðræðisflokkurinn leggur áherslu á að finna leiðir til að losa okkur úr þessum vítahring. Við viljum tryggja að almenningur og fyrirtæki fái betri vaxtakjör, eins og tíðkast í nágrannalöndum, sem dregur úr fjárhagslegu óöryggi. Minni afskipti ríkisins og lægri skattar gefa fólki tækifæri til að halda meiru af sínum eigin peningum og skapa sér mannsæmandi líf án óþarfa álags. Auðlindir landsins eiga að nýtast þjóðinni á sjálfbæran hátt til að tryggja meiri hagsæld fyrir alla. Frelsi einstaklinga á að vera í fyrirrúmi og allar nýjar reglur og lög ættu að vera metin út frá því hvort þær styrki frelsi fólks. Við viljum einnig bæta heilbrigðisþjónustu og menntun, með blöndu af opinberum og einkarekstri, þar sem börnin okkar fá betri menntun með meiri áherslu á grunnfög eins og lestur og reikning, og allir hafa tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Með þessum aðgerðum viljum við skapa samfélag sem setur hagsmuni fólksins í fyrsta sæti og gefur þeim tækifæri til að lifa betra lífi. Höfundur er í 2.sæti Lýðræðisflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Við verðum að horfast í augu við þá sársaukafullu hugmynd að við, Íslendingar, gætum verið föst í ofbeldissambandi. Ekki við einstaklinga í nánasta umhverfi okkar, heldur við sjálft kerfið sem átti að vernda okkur – stjórnvöld, bankakerfið og alla þá félagslegu strúktúra sem við treystum á. Kerfið, sem var sett á fót til að styðja okkur, hefur smám saman breyst í ósýnilegan kúgara. Þetta kerfi er ekki lengur til þess að efla okkur og styrkja heldur þvingar okkur í stöðugt ójafnvægi, með sívaxandi kröfum um meira vinnuframlag og sífellt minni umbun. Í stað þess að byggja upp von og bæta lífsgæði okkar, hefur það stigið svo þungt á okkur að við erum hætt að finna fyrir raunverulegri von. Hvað varð um loforðin? Við lifum í samfélagi þar sem margir trúa því að þjáning sé eðlilegur hluti af daglegu lífi, eins og hún sé óhjákvæmileg. Við erum á hverjum degi minnt á það með vaxandi skuldsetningu, verðbólgu og stöðugum þrýstingi um að leggja meira á okkur. Það er aldrei nóg – aldrei nóg að vinna, aldrei nóg að spara, aldrei nóg að reyna. Hvað varð um öryggið sem kerfið átti að veita okkur? Hvað varð um loforðin um að samfélagið myndi standa með okkur, hjálpa okkur að dafna og byggja betra líf? Við höfum, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki, orðið meðvirk með kerfi sem hagnýtir okkur og reynir að láta okkur trúa því að þetta ástand sé okkar eigin sök. Í stað þess að finna fyrir stuðningi, er okkur sagt að við séum ekki að leggja nógu mikið á okkur. Við þurfum bara að vinna meira, spara meira, vera þolinmóðari. En staðreyndin er sú að kerfið heldur okkur föngnum í vítahring vinnu og neyslu. Því meira sem við leggjum á okkur, því meiri verður skuldsetningin og þrýstingurinn. Því meira sem við vinnum, því fastari verða hlekkirnir. Þetta ástand er ekki tilviljun Þeir sem stjórna kerfinu, þeir sem hagnast mest á því, hafa skapað þetta ástand. Bankarnir græða á skuldsetningu okkar. Ríkisstjórnin virðist stjórnast af hagsmunum stórfyrirtækja og fjármagnseigenda frekar en af hagsmunum almennings. Samfélagið virðist vera hannað til að viðhalda óbreyttu ástandi þar sem þeim ríku er haldið ríkum og þeim sem berjast í bökkum er haldið á sínum stað – bundnum af endalausum kröfum og fjárhagslegu óöryggi. Við erum gaslýst af stjórnvöldum En það er ekki nóg að kerfið haldi okkur föngnum – við erum líka gaslýst af þeim sem stjórna því. Okkur er stöðugt sagt að hagkerfið sé í frábæru standi, að kaupmáttur okkar sé meiri en nokkru sinni fyrr og að við lifum í öruggu og velferðardrifnu samfélagi. Þrátt fyrir að við finnum hið gagnstæða á eigin skinni, halda stjórnvöld áfram að reyna að sannfæra okkur um að þetta sé allt saman bara tilfinning okkar, að raunveruleikinn sé góður og bjartur. Orðræðan sem þau nota gegn okkur til að þagga niður í okkur er kerfisbundin. Þegar við kvörtum yfir hækkuðu matvöruverði, leigu eða vöxtum, er okkur sagt að það sé bara „tímabundið ástand,“ að þetta sé „eðlileg sveifla í hagkerfinu.“ Þeir tala um „jákvæðar hagvaxtarhorfur“ á meðan við, almenningur, erum að drukkna í reikningum og skuldum. Þeir tala um „stöðugleika“ á meðan við upplifum stöðuga óvissu og fjárhagslegt óöryggi. Þegar við finnum fyrir því að kerfið sé ekki að virka fyrir okkur, reyna stjórnvöld að sannfæra okkur um að við séum bara að misskilja ástandið – að við séum of neikvæð, of kvíðin, og að við verðum bara að „bíða“ eftir að hlutirnir lagist. Hvernig breytum við þessu ástandi? Lýðræðisflokkurinn leggur áherslu á að finna leiðir til að losa okkur úr þessum vítahring. Við viljum tryggja að almenningur og fyrirtæki fái betri vaxtakjör, eins og tíðkast í nágrannalöndum, sem dregur úr fjárhagslegu óöryggi. Minni afskipti ríkisins og lægri skattar gefa fólki tækifæri til að halda meiru af sínum eigin peningum og skapa sér mannsæmandi líf án óþarfa álags. Auðlindir landsins eiga að nýtast þjóðinni á sjálfbæran hátt til að tryggja meiri hagsæld fyrir alla. Frelsi einstaklinga á að vera í fyrirrúmi og allar nýjar reglur og lög ættu að vera metin út frá því hvort þær styrki frelsi fólks. Við viljum einnig bæta heilbrigðisþjónustu og menntun, með blöndu af opinberum og einkarekstri, þar sem börnin okkar fá betri menntun með meiri áherslu á grunnfög eins og lestur og reikning, og allir hafa tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Með þessum aðgerðum viljum við skapa samfélag sem setur hagsmuni fólksins í fyrsta sæti og gefur þeim tækifæri til að lifa betra lífi. Höfundur er í 2.sæti Lýðræðisflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun