Heilt ár af samfelldu landrisi í Svartsengi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. október 2024 14:16 Nú um helgina er ár liðið frá því að landris hófst í Svartsengi. Vísir/Vilhelm Nú um helgina er ár frá því að landris hófst í Svartsengi. Landrisið hófst af miklum krafti 27. október í fyrra og hefur innstreymi kviku inn í jarðskorpuna nú verið samfellt í heilt ár. Frá þessu greinir Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands. Þess er minnst að í lok júlí 2023 hafi gosið í þriðja sinn á rúmum tveimur árum við Fagradalsfjall, og eftir að því gosi lauk hafi strax verið merki um að landris væri áfram á þeim slóðum. „Það breyttist hinsvegar 27. október í fyrra. Mikil jarðskjálftavirkni hófst þá við Svartsengi og Grindavík og næstu tvo sólarhringa mældust þúsundir skjálfta. Strax 28. okt voru skýr merki á GPS mælum um að landris hefði hafist við Svartsengi og fljótlega sást að landrisið við Fagradalsfjall hafði á sama tíma stöðvast. Kvikuinnstreymið inn undir Fagradalsfjall hafði fundið sér nýja leið upp í jarðskorpuna,“ segir í tilkynningunni. Reyndist það upphaf jarðhræringa og eldgosa við Grindavík sem standa enn yfir. „Var þetta í fimmta sinn frá 2020 sem landris mældist við Svartsengi. Í þetta skiptið var hinsvegar strax ljóst að um mun kröftugri og hraðari atburðarás væri um að ræða en áður. Landrisið nam allt að 3 cm á dag, sem var margfalt meiri hraði en áður hafði sést á Reykjanesskaga frá því að jarðhræringar hófust þar af alvöru 2020. Skjálftavirknin hélst mjög mikil fyrstu dagana eftir að landrisið hófst. Það þurfti síðan ekki að bíða nema í tæpar tvær vikur þar til sögulegt kvikuinnskot varð 10. nóvember.“ Kvikuinnstreymið og landrisið hefur nú haldið áfram í heilt ár og orsakað sex eldgos á Sundhnúksgígaröðinni og nokkur kvikuinnskot til viðbótar. „Þrátt fyrir ýmsar misheppnaðar tilraunir til að spá fyrir endalok þessara atburða eru áfram engar vísbendingar um að kvikuinnstreymið sé að hætta, þó eitthvað kunni að hafa dregið úr kvikustreyminu frá því í upphafi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. 28. október 2023 14:04 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Frá þessu greinir Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands. Þess er minnst að í lok júlí 2023 hafi gosið í þriðja sinn á rúmum tveimur árum við Fagradalsfjall, og eftir að því gosi lauk hafi strax verið merki um að landris væri áfram á þeim slóðum. „Það breyttist hinsvegar 27. október í fyrra. Mikil jarðskjálftavirkni hófst þá við Svartsengi og Grindavík og næstu tvo sólarhringa mældust þúsundir skjálfta. Strax 28. okt voru skýr merki á GPS mælum um að landris hefði hafist við Svartsengi og fljótlega sást að landrisið við Fagradalsfjall hafði á sama tíma stöðvast. Kvikuinnstreymið inn undir Fagradalsfjall hafði fundið sér nýja leið upp í jarðskorpuna,“ segir í tilkynningunni. Reyndist það upphaf jarðhræringa og eldgosa við Grindavík sem standa enn yfir. „Var þetta í fimmta sinn frá 2020 sem landris mældist við Svartsengi. Í þetta skiptið var hinsvegar strax ljóst að um mun kröftugri og hraðari atburðarás væri um að ræða en áður. Landrisið nam allt að 3 cm á dag, sem var margfalt meiri hraði en áður hafði sést á Reykjanesskaga frá því að jarðhræringar hófust þar af alvöru 2020. Skjálftavirknin hélst mjög mikil fyrstu dagana eftir að landrisið hófst. Það þurfti síðan ekki að bíða nema í tæpar tvær vikur þar til sögulegt kvikuinnskot varð 10. nóvember.“ Kvikuinnstreymið og landrisið hefur nú haldið áfram í heilt ár og orsakað sex eldgos á Sundhnúksgígaröðinni og nokkur kvikuinnskot til viðbótar. „Þrátt fyrir ýmsar misheppnaðar tilraunir til að spá fyrir endalok þessara atburða eru áfram engar vísbendingar um að kvikuinnstreymið sé að hætta, þó eitthvað kunni að hafa dregið úr kvikustreyminu frá því í upphafi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. 28. október 2023 14:04 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. 28. október 2023 14:04