Framboðslisti VG í kjördæminu var samþykktur á kjördæmisþingi flokksins á Laugum í Reykjadal upp úr háegi í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður og fyrrverandi matvælaráðherra skipar heiðurssæti listans.
Séra Sindri Geir hefur vakið nokkra athygli fyrir myndbönd sem hann birtir á Tiktok. Þar veltir hann gjarnan vöngum yfir hinum ýmsu trúmálum og segir frá starfi sínu sem sóknarprestur.
Framboðslistinn í heild sinni er eftirfarandi:
- Sindri Geir Óskarsson - sóknarprestur - Akureyri
- Jóna Björg Hlöðversdóttir - bóndi - Kinn, Þingeyjarsveit
- Guðlaug Björgvinsdóttir - öryrki - Reyðarfirði
- Klara Mist Olsen Pálsdóttir - leiðsögumaður og skipstjóri - Ólafsfirði
- Tryggvi Hallgrímsson - félagsfræðingur - Akureyri
- Jónas Davíð Jónasson – landbúnaðarverkamaður - Hörgársveit
- Óli Jóhannes Gunnþórsson – rafvirkjanemi - Seyðisfirði
- Aldey Unnar Traustadóttir - hjúkrunarfræðingur - Húsavík
- Ásrún Ýr Gestsdóttir - bæjarfulltrúi - Hrísey
- Örlygur Kristfinnsson – myndasmiður - Siglufirði
- Ásrún Mjöll Stefánsdóttir - sveitarstjórnarfulltrúi og húsasmiður - Seyðisfirði
- Gréta Bergrún Jóhannesdóttir - Sérfræðingur í byggðarannsóknum - Þórshöfn
- Hlynur Hallsson – myndlistarmaður - Akureyri
- Guðrún Ásta Tryggvadóttir - grunnskólakennari - Seyðisfirði
- Ásgrímur Ingi Arngrímsson - skólastjóri - Fljótsdalshéraði
- Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson - stálvirkjasmiður - Þingeyjarsveit
- Frímann Stefánsson - stöðvarstjóri - Akureyri
- Rannveig Þórhallsdóttir - fornleifafræðingur og kennari - Seyðisfirði
- Steingrímur J. Sigfússon - fyrrverandi þingmaður og ráðherra - Þistilfirði
- Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - þingmaður og fyrrverandi ráðherra - Ólafsfirði