Togað hafi verið í stýrið og afturhluti vélar strokið flugbrautina Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. október 2024 10:25 Stél vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu á Lal Bahadur Shastri-flugvellinum í Indlandi. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að togað hafi verið í hæðarstýrið eftir að lyftispillar virkjuðust sjálfvirkt í lendingu, þegar stél á flugvél Icelandair straukst við flugbraut í Indlandi í fyrra. Flugvél Icelandair var í leiguverkefni í Indlandi í nóvember í fyrra, þegar stél vélarinnar rakst við flugbraut við lendingu á flugvellinum Lal Bahadur Shastri við borgina Varanasi. Umtalsverðar skemmdir urðu neðarlega á burðarvirki flugvélarinnar aftan við jafnþrýstirými skrokksins. Öll kerfi vélarinnar virkuðu sem skyldi Í skýrslu RNSA segir að við skoðun á flugritagögnum hafi komið í ljós að kerfi flugvélarinnar hafi virkað sem skyldi í lendingunni. Veður á flugvellinum hafi verið gott, mistur en laust við ský undir 5000 fetum, skyggni 2200 metrar. Engin ummerki hafi fundist um vindhvörf í lendingunni eða í lokaaðfluginu. „Aðflug flugsins inn að flugbraut 27 á flugvellinum reyndist eðlilegt og fékk áhöfn flugs ICE1253 heimild frá flugumferðarstjórn til lendingar.“ Of hröð virkjun lyftispilla geti valdið því að stél rekist í flugbraut Í þjálfunarhandbók flugmanna er tekið fram að til að forðast það að stél flugvélarinnar rekist niður í flugbrautina skuli passa að halli vélarinnar (kink/pitch) aukist ekki eftir að aðalhjólin snerta flugbrautina. Einnig kemur fram að báðir flugmennirnir ættu að fylgjast með hvort að lyftispillar (bremsur) virkjast eftir lendingu og ef þeir gera það ekki sjálfvirkt þá þarf að virkja þá handvirkt. „Samkvæmt þjálfunarbók flugmanna þá veldur sjálfvirk virkjun á lyftispillum (speedbrakes) ekki auknu kinkhorni, en hröð handvirk virkjun á lyftispillum getur valdið hækkuðu kinkhorni sem getur leitt til þess að stél flugvélarinnar rekist í flugbrautina. Því ætti að lækka nefhjól flugvélarinnar rólega í átt að flugbrautinni á sama tíma og lyftispillarnir eru rólega virkjaðir.“ Klukkan 05:38:45 hafi lyftispillarnir virkjast, og flugmaðurinn hafi þá kallað „speedbrakes up“, og þá voru þeir komnir upp um 1,5 sekúndu síðar. Strax í kjölfar þess hafi kinkhorn flugvélarinnar tekið að aukast. „Var þá hæðarstýrið fært í lárétta stöðu, en jafnframt tekið strax aftur í það og það fært aftur í 6,5 gráður klukkan 05:38:48. Klukkan 05:38:49 var flughraðinn kominn niður í 120 hnúta og hafði kink flugvélarinnar þá aukist upp í 11,4 gráður og hélst það horn í um eina sekúndu. Er það mat RNSA að þarna hafi flugvélin dregið stélið eftir jörðinni.“ „RNSA telur að orsök atviksins megi rekja til þess að eftir að aðalhjólin snertu flugbrautina og lyftispillar virkjuðust sjálfvirkt, þá hafi aftur verið togað í hæðarstýrið. Við það hafi kinkhorn flugvélarinnar tekið að aukast enn frekar, uns stél flugvélarinnar rakst í flugbrautina um fimm sekúndum eftir að aðalhjólin höfðu snert flugbrautina.“ Fréttir af flugi Indland Icelandair Samgönguslys Tengdar fréttir Flugvél Icelandair enn föst á Indlandi Flugvél Icelandair er enn föst á Indlandi eftir að afturhluti vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu í nóvember. Ferja þarf vélina á annan flugvöll til að ljúka viðgerð. 22. desember 2023 17:45 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
Flugvél Icelandair var í leiguverkefni í Indlandi í nóvember í fyrra, þegar stél vélarinnar rakst við flugbraut við lendingu á flugvellinum Lal Bahadur Shastri við borgina Varanasi. Umtalsverðar skemmdir urðu neðarlega á burðarvirki flugvélarinnar aftan við jafnþrýstirými skrokksins. Öll kerfi vélarinnar virkuðu sem skyldi Í skýrslu RNSA segir að við skoðun á flugritagögnum hafi komið í ljós að kerfi flugvélarinnar hafi virkað sem skyldi í lendingunni. Veður á flugvellinum hafi verið gott, mistur en laust við ský undir 5000 fetum, skyggni 2200 metrar. Engin ummerki hafi fundist um vindhvörf í lendingunni eða í lokaaðfluginu. „Aðflug flugsins inn að flugbraut 27 á flugvellinum reyndist eðlilegt og fékk áhöfn flugs ICE1253 heimild frá flugumferðarstjórn til lendingar.“ Of hröð virkjun lyftispilla geti valdið því að stél rekist í flugbraut Í þjálfunarhandbók flugmanna er tekið fram að til að forðast það að stél flugvélarinnar rekist niður í flugbrautina skuli passa að halli vélarinnar (kink/pitch) aukist ekki eftir að aðalhjólin snerta flugbrautina. Einnig kemur fram að báðir flugmennirnir ættu að fylgjast með hvort að lyftispillar (bremsur) virkjast eftir lendingu og ef þeir gera það ekki sjálfvirkt þá þarf að virkja þá handvirkt. „Samkvæmt þjálfunarbók flugmanna þá veldur sjálfvirk virkjun á lyftispillum (speedbrakes) ekki auknu kinkhorni, en hröð handvirk virkjun á lyftispillum getur valdið hækkuðu kinkhorni sem getur leitt til þess að stél flugvélarinnar rekist í flugbrautina. Því ætti að lækka nefhjól flugvélarinnar rólega í átt að flugbrautinni á sama tíma og lyftispillarnir eru rólega virkjaðir.“ Klukkan 05:38:45 hafi lyftispillarnir virkjast, og flugmaðurinn hafi þá kallað „speedbrakes up“, og þá voru þeir komnir upp um 1,5 sekúndu síðar. Strax í kjölfar þess hafi kinkhorn flugvélarinnar tekið að aukast. „Var þá hæðarstýrið fært í lárétta stöðu, en jafnframt tekið strax aftur í það og það fært aftur í 6,5 gráður klukkan 05:38:48. Klukkan 05:38:49 var flughraðinn kominn niður í 120 hnúta og hafði kink flugvélarinnar þá aukist upp í 11,4 gráður og hélst það horn í um eina sekúndu. Er það mat RNSA að þarna hafi flugvélin dregið stélið eftir jörðinni.“ „RNSA telur að orsök atviksins megi rekja til þess að eftir að aðalhjólin snertu flugbrautina og lyftispillar virkjuðust sjálfvirkt, þá hafi aftur verið togað í hæðarstýrið. Við það hafi kinkhorn flugvélarinnar tekið að aukast enn frekar, uns stél flugvélarinnar rakst í flugbrautina um fimm sekúndum eftir að aðalhjólin höfðu snert flugbrautina.“
Fréttir af flugi Indland Icelandair Samgönguslys Tengdar fréttir Flugvél Icelandair enn föst á Indlandi Flugvél Icelandair er enn föst á Indlandi eftir að afturhluti vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu í nóvember. Ferja þarf vélina á annan flugvöll til að ljúka viðgerð. 22. desember 2023 17:45 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
Flugvél Icelandair enn föst á Indlandi Flugvél Icelandair er enn föst á Indlandi eftir að afturhluti vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu í nóvember. Ferja þarf vélina á annan flugvöll til að ljúka viðgerð. 22. desember 2023 17:45