Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í fallbaráttunni og í kapphlaupinu um Evrópusætin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2024 06:01 HK-ingar eiga enn raunhæfa von um að bjarga sér frá falli úr Bestu deildinni, eftir dramatískan sigur gegn Fram í gærkvöld. vísir/Diego Lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta verður í sviðsljósinu í dag en allir leikir nema úrslitaleikurinn um titilinn fara þá fram og verða í beinni á sportstöðvunum. Það verður líka sýnt beint frá úrvalsdeildinni í pílukasti, leikur sýndur úr NBA deildinni í körfubolta, annar úrslitaleikurinn í bandaríska hafnaboltanum verður í beinni og svo er sýnt frá tímatökunni í formúlu 1 kappakstrinum i Mexíkó. Fallbaráttuleikirnir í Bestu deild karla fara fram klukkan tvö en leikirnir í Evrópubaráttinni klukkan 16.15. HK og Vestri reyna að forðast fallið en Fylkismenn eru þegar fallnir. HK heimsækir KR-inga í Vesturbæinn en Vestramenn taka á móti föllnum Fylkismönnum. Fylkismenn gætu því mögulega rekið Djúpmenn með sér niður í Lengjudeildina. Það verður líka barist um síðasta Evrópusætið en Valsmenn og Stjörnumenn eiga enn möguleika á því að spila í Evrópu næsta sumar. Valsmenn eru með tveggja stiga forskot á Stjörnuna en Valsmenn fá Skagamenn í heimsókn á Hlíðarenda. Jafntefli ætti að nægja Val því þeir eru með tólf stiga forskot í markatölu. Stjörnumenn taka á sama tíma á móti nágrönnum sínum í FH í Garðabænum. Þeir þurfa að vinna og treysta á það að Valsmenn fái ekki stig. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag. Stöð 2 Sport Klukkan 13.45 hefst útsending frá leik KR og HK í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 16.05 hefst útsending frá leik Vals og ÍA í efri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 18.20 fara Ísey Tilþrifin í loftið en þar verður farið yfir mörkin úr öllum leikjum dagsins i Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 19.00 hefst útsending frá úrvalsdeildinni í pílukasti. Stöð 2 Sport 2 Klukkan 21.00 hefst útsending frá leik Denver Nuggets og Los Angeles Clippers í NBA deildinni í körfubolta. Stöð 2 Sport 4 Klukkan 1.30 eftir miðnætti hefst útsending frá Maybank Championship golfmótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið er haldið í Kuala Lumpur í Malasíu. Stöð 2 Sport 5 Klukkan 13.45 hefst útsending frá leik Fram og KA í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta Klukkan 16.05 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og FH í efri hluta Bestu deild karla í fótbolta Besta deildin 1 Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Vestra og Fylkis í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Vodafone Sport Klukkan 11.20 hefst útsending frá leik Bristol City og Leeds í ensku b-deildinni. Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Derby County og Hull City í ensku b-deildinni. Klukkan 17.25 hefst útsending frá æfingu þrjú í Formúlu 1 í Mexíkó. Klukkan 20.55 hefst útsending frá tímatökunni í Formúlu 1 í Mexíkó. Á miðnætti hefst annar leikurinn í World Series í bandaríska hafnaboltanum á milli New York Yankees og Los Angeles Dodgers Dagskráin í dag Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Það verður líka sýnt beint frá úrvalsdeildinni í pílukasti, leikur sýndur úr NBA deildinni í körfubolta, annar úrslitaleikurinn í bandaríska hafnaboltanum verður í beinni og svo er sýnt frá tímatökunni í formúlu 1 kappakstrinum i Mexíkó. Fallbaráttuleikirnir í Bestu deild karla fara fram klukkan tvö en leikirnir í Evrópubaráttinni klukkan 16.15. HK og Vestri reyna að forðast fallið en Fylkismenn eru þegar fallnir. HK heimsækir KR-inga í Vesturbæinn en Vestramenn taka á móti föllnum Fylkismönnum. Fylkismenn gætu því mögulega rekið Djúpmenn með sér niður í Lengjudeildina. Það verður líka barist um síðasta Evrópusætið en Valsmenn og Stjörnumenn eiga enn möguleika á því að spila í Evrópu næsta sumar. Valsmenn eru með tveggja stiga forskot á Stjörnuna en Valsmenn fá Skagamenn í heimsókn á Hlíðarenda. Jafntefli ætti að nægja Val því þeir eru með tólf stiga forskot í markatölu. Stjörnumenn taka á sama tíma á móti nágrönnum sínum í FH í Garðabænum. Þeir þurfa að vinna og treysta á það að Valsmenn fái ekki stig. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag. Stöð 2 Sport Klukkan 13.45 hefst útsending frá leik KR og HK í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 16.05 hefst útsending frá leik Vals og ÍA í efri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 18.20 fara Ísey Tilþrifin í loftið en þar verður farið yfir mörkin úr öllum leikjum dagsins i Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 19.00 hefst útsending frá úrvalsdeildinni í pílukasti. Stöð 2 Sport 2 Klukkan 21.00 hefst útsending frá leik Denver Nuggets og Los Angeles Clippers í NBA deildinni í körfubolta. Stöð 2 Sport 4 Klukkan 1.30 eftir miðnætti hefst útsending frá Maybank Championship golfmótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið er haldið í Kuala Lumpur í Malasíu. Stöð 2 Sport 5 Klukkan 13.45 hefst útsending frá leik Fram og KA í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta Klukkan 16.05 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og FH í efri hluta Bestu deild karla í fótbolta Besta deildin 1 Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Vestra og Fylkis í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Vodafone Sport Klukkan 11.20 hefst útsending frá leik Bristol City og Leeds í ensku b-deildinni. Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Derby County og Hull City í ensku b-deildinni. Klukkan 17.25 hefst útsending frá æfingu þrjú í Formúlu 1 í Mexíkó. Klukkan 20.55 hefst útsending frá tímatökunni í Formúlu 1 í Mexíkó. Á miðnætti hefst annar leikurinn í World Series í bandaríska hafnaboltanum á milli New York Yankees og Los Angeles Dodgers
Dagskráin í dag Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira