Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2024 11:23 Justin Trudeau á blaðamannafundi í gær. AP/Sean Kilpatrick Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist ekki ætla að stíga til hliðar sem leiðtogi Frjálslynda flokksins þó að 24 þingmenn úr flokknum hafi kallað eftir því. Flokkurinn hefur misst mikið fylgi samkvæmt könnunum og óttast þingmenn Trudeau að óvinsældir forsætisráðherrans séu að koma niður á flokknum. Á blaðamannafundi í gær, þar sem forsætisráðherrann var að kynna aðgerðir ríkisstjórnar sinnar til að takmarka fjölda innflytjenda í Kanada á næstu árum, sagðist Trudeau ekki ætla að víkja. Hann myndi leiða Frjálslynda flokkinn í komandi kosningum. Immigration is central to the story of Canada. Our decision to temporarily reduce the number of immigrants is a pragmatic one that addresses the needs of our economy right now. pic.twitter.com/MmNvfqcHBy— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) October 24, 2024 Eftir níu ár í ríkisstjórn hafa vinsældir Trudeau í augum kjósenda minnkað mjög. Kanadíska ríkisútvarpið (CBC) segir kannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn sé með nítján prósentustiga forskot á Frjálslynda flokkinn. Til stendur að næstu þingkosningar verði haldnar fyrir október á næsta ári en nákvæmlega hvenær liggur ekki fyrir að svo stöddu. Áðurnefndir þingmenn birtu opið bréf þar sem þeir kölluðu eftir því að Trudeau færi af velli til að forða flokknum frá því að hljóta afhroð í komandi þingkosningum. Trudeau fundaði með þingflokki sínum í þrjár klukkustundir á miðvikudaginn og lýsti hann umræðunum sem „kröftugum“, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann sagðist þó ekki ætla að víkja, eins og áður hefur komið fram, hann myndi leiða flokkinn í kosningunum á næsta ári. Enginn kanadískur forsætisráðherra hefur setið í fjögur kjörtímabil í röð í meira en hundrað ár. Ráðherrar Trudeau segja hann njóta stuðnings mikils meirihluta 153 þingmanna Frjálslynda flokksins. Að minnsta kosti einn þingmannanna sem skrifaði undir bréfið sagðist vonsvikinn með að Trudeau virtist ekki hafa tekið sér nokkurn tíma til umhugsunar. Sean Casey, umræddur þingmaður, sagðist þó ekki ætla að grípa til frekari aðgerða. Hann hefði talið það skyldu sína að lýsa yfir áhyggjum sínum og nú væri málið dautt. Kanada Tengdar fréttir Saka yfirvöld í Indlandi um ofbeldi og morð í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sakað ríkisstjórn Indlands um aðild að glæpum, ofbeldi og morðum í Kanada. Hann sakaði Indverja um að hafa gert „grundvallar mistök“ og að aðgerðir þeirra væru alfarið óásættanlegar. 15. október 2024 10:41 Stígur á bremsuna í málefnum innflytjenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ætlar að draga úr fjölda innflytjenda sem fá að setjast að í Kanada. Trudeau hefur lengi hyllt innflytjendur sem flytja til Kanada en umfangsmiklar breytingar hafa orðið á viðhorfi almennings í Kanada varðandi málaflokkinn, samhliða skorti á húsnæði og auknu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. 17. febrúar 2024 17:05 Trudeau-hjónin skilja Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband. 2. ágúst 2023 17:04 Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Á blaðamannafundi í gær, þar sem forsætisráðherrann var að kynna aðgerðir ríkisstjórnar sinnar til að takmarka fjölda innflytjenda í Kanada á næstu árum, sagðist Trudeau ekki ætla að víkja. Hann myndi leiða Frjálslynda flokkinn í komandi kosningum. Immigration is central to the story of Canada. Our decision to temporarily reduce the number of immigrants is a pragmatic one that addresses the needs of our economy right now. pic.twitter.com/MmNvfqcHBy— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) October 24, 2024 Eftir níu ár í ríkisstjórn hafa vinsældir Trudeau í augum kjósenda minnkað mjög. Kanadíska ríkisútvarpið (CBC) segir kannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn sé með nítján prósentustiga forskot á Frjálslynda flokkinn. Til stendur að næstu þingkosningar verði haldnar fyrir október á næsta ári en nákvæmlega hvenær liggur ekki fyrir að svo stöddu. Áðurnefndir þingmenn birtu opið bréf þar sem þeir kölluðu eftir því að Trudeau færi af velli til að forða flokknum frá því að hljóta afhroð í komandi þingkosningum. Trudeau fundaði með þingflokki sínum í þrjár klukkustundir á miðvikudaginn og lýsti hann umræðunum sem „kröftugum“, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann sagðist þó ekki ætla að víkja, eins og áður hefur komið fram, hann myndi leiða flokkinn í kosningunum á næsta ári. Enginn kanadískur forsætisráðherra hefur setið í fjögur kjörtímabil í röð í meira en hundrað ár. Ráðherrar Trudeau segja hann njóta stuðnings mikils meirihluta 153 þingmanna Frjálslynda flokksins. Að minnsta kosti einn þingmannanna sem skrifaði undir bréfið sagðist vonsvikinn með að Trudeau virtist ekki hafa tekið sér nokkurn tíma til umhugsunar. Sean Casey, umræddur þingmaður, sagðist þó ekki ætla að grípa til frekari aðgerða. Hann hefði talið það skyldu sína að lýsa yfir áhyggjum sínum og nú væri málið dautt.
Kanada Tengdar fréttir Saka yfirvöld í Indlandi um ofbeldi og morð í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sakað ríkisstjórn Indlands um aðild að glæpum, ofbeldi og morðum í Kanada. Hann sakaði Indverja um að hafa gert „grundvallar mistök“ og að aðgerðir þeirra væru alfarið óásættanlegar. 15. október 2024 10:41 Stígur á bremsuna í málefnum innflytjenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ætlar að draga úr fjölda innflytjenda sem fá að setjast að í Kanada. Trudeau hefur lengi hyllt innflytjendur sem flytja til Kanada en umfangsmiklar breytingar hafa orðið á viðhorfi almennings í Kanada varðandi málaflokkinn, samhliða skorti á húsnæði og auknu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. 17. febrúar 2024 17:05 Trudeau-hjónin skilja Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband. 2. ágúst 2023 17:04 Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Saka yfirvöld í Indlandi um ofbeldi og morð í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sakað ríkisstjórn Indlands um aðild að glæpum, ofbeldi og morðum í Kanada. Hann sakaði Indverja um að hafa gert „grundvallar mistök“ og að aðgerðir þeirra væru alfarið óásættanlegar. 15. október 2024 10:41
Stígur á bremsuna í málefnum innflytjenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ætlar að draga úr fjölda innflytjenda sem fá að setjast að í Kanada. Trudeau hefur lengi hyllt innflytjendur sem flytja til Kanada en umfangsmiklar breytingar hafa orðið á viðhorfi almennings í Kanada varðandi málaflokkinn, samhliða skorti á húsnæði og auknu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. 17. febrúar 2024 17:05
Trudeau-hjónin skilja Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband. 2. ágúst 2023 17:04