Af hverju þarf ég alltaf að vera í kaffi hjá Bjarna og Simma? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 25. október 2024 13:34 Það er eitt af þessum lífsgátum sem flestir hafa velt fyrir sér á kaffistofunni, við eldhúsborðið eða á meðan þeir reyna að halda andliti í fjölskylduboðum: Af hverju eru það alltaf Bjarni og Simmi sem virðast stýra umræðunni? Hvernig tekst þeim alltaf að hafa dagskrána í hendi sér, sama hvað önnur stórmál blasa við? Er það vegna þess að þeir eru svo áhrifamiklir? Eða er eitthvað meira á bak við þetta? Ef þetta er skoðað út frá sjónarhorni fatlaðs einstaklings tengist þetta líka. Leikur hinna ófötluðu Í þessari stóru sirkusvél samfélagsins er dagskrávaldið mikið eins og að stjórna hvaða skemmtiatriði á að keyra næst. Hver fær að klæða sig upp, hver fær að hoppa inn í sviðsljósið og hver fær að sitja út í horni með poppið og horfa á? Að hafa dagskrávaldið þýðir að ákveða hvað skiptir máli, hver fær athygli og hver ekki. Og í þessum plönum virðast Bjarni og Simmi alltaf hafa allt í hendi sér. Á því að fá að ræða sín mál, er alltaf ýtt til hliðar? Það er eins og þeir sem stjórna dagskránni geri sér upp fallega ímynd sem góðar manneskjur og skreyta sig með fjöðrum góðmennskunnar. Þeir fá skjal fyrir það hversu vel þeir koma fram við fatlað fólk – og það fer vel í kosningaloforðaspjall. En á sama tíma eru raunverulegar áhyggjur fatlaðra troðnar undir í sukkinu, því þau mál komast ekki á dagskrána. Hvers vegna komast sumir á dagskrá en aðrir ekki? Samkvæmt þeim rannsóknum sem ég hef verið að skoða, þá virðist það þannig að hægriflokkar og jafnvel öfgaflokkar fái oft meiri athygli fyrir kosningar af einfaldri ástæðu: þeir spila á ótta, öryggiskennd og þjóðernistengdar áhyggjur. Það eru þessir flokkar sem koma fram og segja: "Við erum að vernda landið!" og fjölmiðlar, sem elska dramatík, elta. Fyrir vikið fá þeir meira pláss á sviðinu og öðlast þannig stjórn á því hvaða mál eru rædd. En hvað með þau mál sem eru kannski ekki eins "spennandi" í fréttum? Eins og réttindabaráttu fatlaðra, sem fá sjaldan nægilega umfjöllun nema þegar eitthvað kviknar einhverstaðar eða einhver deyr? Það er svolítið þannig að þessi mál komast aldrei á blað vegna þess að þau passa ekki í þann ramma sem fjölmiðlar elska: hávaði, átök, öryggisógnir. Í staðinn er fatlað fólk sett út í horn, enda ekki eins "áhugavert" þegar litið er til kosningabaráttu eða stórra fjölmiðlaskandala. Þegar Simmi býður þér kaffi Svo erum við aftur komin að þessu: Bjarni og Simmi, þessir glaðlyndu stjórnmálamenn, þeir sem virðast alltaf eiga kaffibolla tilbúinn og vera tilbúnir að ræða "stóru málin." Þeir taka þátt í umtali, tala hátt og mikið og nýta sér fjölmiðlahringrásina til að tryggja að þeirra sjónarmið séu ofarlega á baugi. Þetta er bæði spuni og stjórnmálaleikur. Ef einhver spyr þá um málefni fatlaðra, svara þeir glaðlega og segja: "Auðvitað stöndum við með ykkur! Við viljum gera allt fyrir ykkur!" En samt… breytist lítið. Það er oft þannig að fatlað fólk verður útundan í stóru umræðunni, þar sem það er haldið niðri af valdakerfi sem er hannað af ófötluðu fólki fyrir ófatlaða. Þeir sem sitja við borðið og ákveða dagskrána (já, hér eru það aftur Bjarni og Simmi) telja sig svo góðhjartaða fyrir að setja "fötluð mál" á lista yfir góðmennskuverk sín, en gefa þeim samt aldrei nægilegt vægi. Í raun eru það alltaf "stóru drengirnir" sem tala, á meðan þeir sem þurfa að heyra í raun eru hunsaðir. Á hvern treystum við? Þegar allt kemur til alls, er það spurning um vald. Bjarni og Simmi eru kannski bara dæmigerðar myndir af því hvernig valdafólk virkar: þeir vilja líta út fyrir að vera góðir, en raunverulega vilja þeir bara stjórna. Og þegar þeir ákveða dagskrána, þá verður litla rödd fatlaðra oftar en ekki undir, því hún passar ekki við sjónarmið þeirra um hvað sé "mikilvægt." Kannski er það vegna þess að fjölmiðlar elska þá sem gera mestan hávaða, en kannski er það líka vegna þess að þeir sem stjórna samfélagsumræðu eru enn fastir í gömlu mynsturunum, að gefa stærstu röddunum pláss á kostnað þeirra sem þurfa það mest. Ég er farin í kaffi... Þannig er það. Bjarni og Simmi halda áfram að stjórna dagskránni, á meðan hinir horfa á af hliðarlínunni. Það er spurning hvort við verðum nokkurn tímann vitni að því að dagskráin taki breytingum og hlustun verði meiri á þá sem eiga erfiðara með að láta í sér heyra. Eða þá að Bjarni og Simmi komi og bjóði okkur öllum í kaffi — aftur. Höfundur er fötluð kona og námsráðgjafi sem drekkur ekki kaffi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Skoðun Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Það er eitt af þessum lífsgátum sem flestir hafa velt fyrir sér á kaffistofunni, við eldhúsborðið eða á meðan þeir reyna að halda andliti í fjölskylduboðum: Af hverju eru það alltaf Bjarni og Simmi sem virðast stýra umræðunni? Hvernig tekst þeim alltaf að hafa dagskrána í hendi sér, sama hvað önnur stórmál blasa við? Er það vegna þess að þeir eru svo áhrifamiklir? Eða er eitthvað meira á bak við þetta? Ef þetta er skoðað út frá sjónarhorni fatlaðs einstaklings tengist þetta líka. Leikur hinna ófötluðu Í þessari stóru sirkusvél samfélagsins er dagskrávaldið mikið eins og að stjórna hvaða skemmtiatriði á að keyra næst. Hver fær að klæða sig upp, hver fær að hoppa inn í sviðsljósið og hver fær að sitja út í horni með poppið og horfa á? Að hafa dagskrávaldið þýðir að ákveða hvað skiptir máli, hver fær athygli og hver ekki. Og í þessum plönum virðast Bjarni og Simmi alltaf hafa allt í hendi sér. Á því að fá að ræða sín mál, er alltaf ýtt til hliðar? Það er eins og þeir sem stjórna dagskránni geri sér upp fallega ímynd sem góðar manneskjur og skreyta sig með fjöðrum góðmennskunnar. Þeir fá skjal fyrir það hversu vel þeir koma fram við fatlað fólk – og það fer vel í kosningaloforðaspjall. En á sama tíma eru raunverulegar áhyggjur fatlaðra troðnar undir í sukkinu, því þau mál komast ekki á dagskrána. Hvers vegna komast sumir á dagskrá en aðrir ekki? Samkvæmt þeim rannsóknum sem ég hef verið að skoða, þá virðist það þannig að hægriflokkar og jafnvel öfgaflokkar fái oft meiri athygli fyrir kosningar af einfaldri ástæðu: þeir spila á ótta, öryggiskennd og þjóðernistengdar áhyggjur. Það eru þessir flokkar sem koma fram og segja: "Við erum að vernda landið!" og fjölmiðlar, sem elska dramatík, elta. Fyrir vikið fá þeir meira pláss á sviðinu og öðlast þannig stjórn á því hvaða mál eru rædd. En hvað með þau mál sem eru kannski ekki eins "spennandi" í fréttum? Eins og réttindabaráttu fatlaðra, sem fá sjaldan nægilega umfjöllun nema þegar eitthvað kviknar einhverstaðar eða einhver deyr? Það er svolítið þannig að þessi mál komast aldrei á blað vegna þess að þau passa ekki í þann ramma sem fjölmiðlar elska: hávaði, átök, öryggisógnir. Í staðinn er fatlað fólk sett út í horn, enda ekki eins "áhugavert" þegar litið er til kosningabaráttu eða stórra fjölmiðlaskandala. Þegar Simmi býður þér kaffi Svo erum við aftur komin að þessu: Bjarni og Simmi, þessir glaðlyndu stjórnmálamenn, þeir sem virðast alltaf eiga kaffibolla tilbúinn og vera tilbúnir að ræða "stóru málin." Þeir taka þátt í umtali, tala hátt og mikið og nýta sér fjölmiðlahringrásina til að tryggja að þeirra sjónarmið séu ofarlega á baugi. Þetta er bæði spuni og stjórnmálaleikur. Ef einhver spyr þá um málefni fatlaðra, svara þeir glaðlega og segja: "Auðvitað stöndum við með ykkur! Við viljum gera allt fyrir ykkur!" En samt… breytist lítið. Það er oft þannig að fatlað fólk verður útundan í stóru umræðunni, þar sem það er haldið niðri af valdakerfi sem er hannað af ófötluðu fólki fyrir ófatlaða. Þeir sem sitja við borðið og ákveða dagskrána (já, hér eru það aftur Bjarni og Simmi) telja sig svo góðhjartaða fyrir að setja "fötluð mál" á lista yfir góðmennskuverk sín, en gefa þeim samt aldrei nægilegt vægi. Í raun eru það alltaf "stóru drengirnir" sem tala, á meðan þeir sem þurfa að heyra í raun eru hunsaðir. Á hvern treystum við? Þegar allt kemur til alls, er það spurning um vald. Bjarni og Simmi eru kannski bara dæmigerðar myndir af því hvernig valdafólk virkar: þeir vilja líta út fyrir að vera góðir, en raunverulega vilja þeir bara stjórna. Og þegar þeir ákveða dagskrána, þá verður litla rödd fatlaðra oftar en ekki undir, því hún passar ekki við sjónarmið þeirra um hvað sé "mikilvægt." Kannski er það vegna þess að fjölmiðlar elska þá sem gera mestan hávaða, en kannski er það líka vegna þess að þeir sem stjórna samfélagsumræðu eru enn fastir í gömlu mynsturunum, að gefa stærstu röddunum pláss á kostnað þeirra sem þurfa það mest. Ég er farin í kaffi... Þannig er það. Bjarni og Simmi halda áfram að stjórna dagskránni, á meðan hinir horfa á af hliðarlínunni. Það er spurning hvort við verðum nokkurn tímann vitni að því að dagskráin taki breytingum og hlustun verði meiri á þá sem eiga erfiðara með að láta í sér heyra. Eða þá að Bjarni og Simmi komi og bjóði okkur öllum í kaffi — aftur. Höfundur er fötluð kona og námsráðgjafi sem drekkur ekki kaffi
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar