Bíó og sjónvarp

Bíó Para­dís heiðrað af blindum

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins, afhenti Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradís, Samfélagslampann á dögunum.
Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins, afhenti Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradís, Samfélagslampann á dögunum.

Stjórn Blindrafélagsins veitti Bíó Paradís Samfélagslampann svokallaða á alþjóðlegum degi hvíta stafsins, þann 15. október. Var fyrirtækið heiðrað fyrir „brautryðjendastarf í aðgengi fatlaðra að menningarviðburðum og að opna aðgang blindra og sjónskertra að sjónlýstum kvikmyndum“.

Í tilkynningu frá Blindrafélaginu segir að Bíó Paradís hafi lyft grettistaki við að stórbæta aðgengi fatlaðs fólks að bíóinu. Forsvarsmenn þess hafi verið frumkvöðlar í að sýna myndir með íslenskri sjónlýsingu gegnu smáforritið MovieReading.

Sjónlýsingar hafa verið að ryðja sér til rúms víða erlendis. En sjónlýsingar opna aðgengi blindra og sjónskertra að margskonar viðburðum og stórbæta upplifun þeirra. Sjónlýsing lýsir í töluðu máli því sem fyrir augu ber.

Það var Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar sem tók við lampanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×