Selma um draumamarkið: „Langt síðan ég skoraði með vinstri“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2024 10:32 Selma Sól Magnúsdóttir fagnar með samherjum sínum eftir að hafa jafnað í 1-1 gegn Bandaríkjunum. getty/Darren Carroll Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta laut í lægra haldi fyrir Bandaríkjunum í nótt, 3-1. Markaskorari Íslendinga segir þá geta tekið margt jákvætt út úr leiknum gegn Ólympíumeisturunum og efsta liði heimslistans. Selma Sól Magnúsdóttir skoraði mark Íslands á 56. mínútu. Hún fékk þá boltann hægra megin fyrir utan vítateig Bandaríkjanna, lék á varnarmann og skoraði með frábæru vinstri fótar skoti í fjærhornið. What a strike from Magnúsdóttir to level it up for Iceland 🚀Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/9qFW9tTk6C— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Selma jafnaði metin í 1-1 en undir lokin tryggði bandaríska liðið sér sigurinn með mörkum varamannanna Jaedyns Shaw og Sophiu Smith. Lokatölur 3-1, bandarísku Ólympíumeisturunum í vil. „Það er margt jákvætt hægt að taka út úr leiknum. Við stóðum vel í þeim en urðum svo helvíti þreyttar seinustu tíu mínúturnar; bara óvanar. En mér fannst við standa vel í þeim og það er hægt að taka margt jákvætt út úr leiknum,“ sagði Selma í viðtali á miðlum KSÍ eftir leikinn í Austin, Texas í nótt. „Ég held við séum nokkuð sáttar. Auðvitað vill maður alltaf vinna og allt það en þetta er klárlega eitthvað til að byggja ofan á.“ Aðspurð út í markið sem hún skoraði sagði Selma að það hefði verið góð tilfinning að sjá boltann í netinu. „Það var langt síðan ég skoraði með vinstri, hvað þá fyrir utan teig,“ sagði Selma í léttum dúr. „Það var mjög gott að skora og ná að standa aðeins í þeim í leiknum.“ 🎙️#viðerumísland pic.twitter.com/VgQpL4F43p— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 25, 2024 Það er skammt stórra högga milli hjá íslenska liðinu sem ferðast núna til Nashville, Tennessee þar sem það mætir Bandaríkjunum öðru sinni á sunnudagskvöldið. „Það er spennandi. Það er gaman að fá að spila á móti þeim og bera okkur saman við þær. Ég er bara spennt að spila á móti þeim á sunnudaginn og gera ennþá betur,“ sagði Selma. Selma hefur nú skorað fimm mörk í 42 landsleikjum. Tvö þeirra hafa komið í Bandaríkjunum en hún skoraði í 2-1 sigri á Tékklandi á SheBelieves Cup fyrir tveimur árum. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
Selma Sól Magnúsdóttir skoraði mark Íslands á 56. mínútu. Hún fékk þá boltann hægra megin fyrir utan vítateig Bandaríkjanna, lék á varnarmann og skoraði með frábæru vinstri fótar skoti í fjærhornið. What a strike from Magnúsdóttir to level it up for Iceland 🚀Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/9qFW9tTk6C— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Selma jafnaði metin í 1-1 en undir lokin tryggði bandaríska liðið sér sigurinn með mörkum varamannanna Jaedyns Shaw og Sophiu Smith. Lokatölur 3-1, bandarísku Ólympíumeisturunum í vil. „Það er margt jákvætt hægt að taka út úr leiknum. Við stóðum vel í þeim en urðum svo helvíti þreyttar seinustu tíu mínúturnar; bara óvanar. En mér fannst við standa vel í þeim og það er hægt að taka margt jákvætt út úr leiknum,“ sagði Selma í viðtali á miðlum KSÍ eftir leikinn í Austin, Texas í nótt. „Ég held við séum nokkuð sáttar. Auðvitað vill maður alltaf vinna og allt það en þetta er klárlega eitthvað til að byggja ofan á.“ Aðspurð út í markið sem hún skoraði sagði Selma að það hefði verið góð tilfinning að sjá boltann í netinu. „Það var langt síðan ég skoraði með vinstri, hvað þá fyrir utan teig,“ sagði Selma í léttum dúr. „Það var mjög gott að skora og ná að standa aðeins í þeim í leiknum.“ 🎙️#viðerumísland pic.twitter.com/VgQpL4F43p— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 25, 2024 Það er skammt stórra högga milli hjá íslenska liðinu sem ferðast núna til Nashville, Tennessee þar sem það mætir Bandaríkjunum öðru sinni á sunnudagskvöldið. „Það er spennandi. Það er gaman að fá að spila á móti þeim og bera okkur saman við þær. Ég er bara spennt að spila á móti þeim á sunnudaginn og gera ennþá betur,“ sagði Selma. Selma hefur nú skorað fimm mörk í 42 landsleikjum. Tvö þeirra hafa komið í Bandaríkjunum en hún skoraði í 2-1 sigri á Tékklandi á SheBelieves Cup fyrir tveimur árum.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira