Hákon og Oddur Þorri skipaðir héraðsdómarar Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 19:31 Dómsmálaráðherra skipaði Odd Þorra og Hákon dómara. Stjórnarráðið Dómsmálaráðherra hefur skipað Hákon Þorsteinsson í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands frá 1. nóvember næstkomandi. Ráðherra hefur jafnframt frá sama tíma skipað Odd Þorra Viðarsson í embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða. Þeir munu sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Hákon lauk BA-prófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2006 og meistaragráðu í lögfræði frá sömu deild árið 2008. Þá lauk hann viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla 2023. Hákon öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2009 og löggildingu til að starfa sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali 2015. Að námi loknu starfaði Hákon við lögfræðiráðgjöf hjá fjármálafyrirtæki og sem lögmaður á lögmannsstofu. Árið 2010 hóf Hákon störf sem aðstoðarmaður dómara við Héraðdóm Reykjaness þar sem hann starfaði til 2018. Árin 2018-2021 starfaði Hákon sem aðstoðarmaður dómara við Landsrétt og var settur skrifstofustjóri við réttinn í ársbyrjun 2021. Þá hefur Hákon tvívegis verið settur héraðsdómari um nokkurra mánaða skeið, fyrst við Héraðsdóm Reykjaness árið 2014 og síðar sem settur dómstjóri Héraðsdóms Vestfjarða sumarið 2021. Frá hausti 2021 hefur hann starfað sem lögfræðingur á skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu í dómsmálaráðuneytinu. Af öðrum störfum má nefna að Hákon hefur verið prófdómari og sinnt stundakennslu í lögfræði á háskólastigi og starfað fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Oddur Þorri lauk BA-prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2011 og meistaragráðu í lögfræði frá sömu deild árið 2014. Þá lauk hann viðbótardiplómu í gagnrýnni hugsun og siðfræði við Háskóla Íslands og leggur nú stund á meistaranám í hagnýtri siðfræði við sama skóla. Að námi loknu starfaði Oddur Þorri um tíma sem fulltrúi á lögmannsstofu en hóf 2015 störf sem lögfræðingur á skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu þar sem hann starfaði allt til ársloka 2021. Árin 2015-2018 starfaði hann að auki sem ritari úrskurðarnefndar um upplýsingamál og 2019 var honum falið af forsætisráðherra hlutverk ráðgjafa um upplýsingarétt almennings meðfram öðrum störfum í ráðuneytinu. Frá desember 2021 hefur Oddur Þorri starfað sem lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns Alþingis. Af öðrum störfum má nefna að hann hefur sinnt kennslu í lögfræði á háskólastigi allt frá árinu 2014 auk þess sem hann hefur sinnt fræðaskrifum á sviði lögfræði. Þá var hann skipaður matsmaður í fimmtu úttektarumferð samtaka ríkja gegn spillingu í aðildarríkjum Evrópuráðsins (GRECO) árið 2017 og hefur átt sæti stjórn Lögfræðingafélags Íslands frá vori 2023. Dómstólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vistaskipti Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Þeir munu sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Hákon lauk BA-prófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2006 og meistaragráðu í lögfræði frá sömu deild árið 2008. Þá lauk hann viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla 2023. Hákon öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2009 og löggildingu til að starfa sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali 2015. Að námi loknu starfaði Hákon við lögfræðiráðgjöf hjá fjármálafyrirtæki og sem lögmaður á lögmannsstofu. Árið 2010 hóf Hákon störf sem aðstoðarmaður dómara við Héraðdóm Reykjaness þar sem hann starfaði til 2018. Árin 2018-2021 starfaði Hákon sem aðstoðarmaður dómara við Landsrétt og var settur skrifstofustjóri við réttinn í ársbyrjun 2021. Þá hefur Hákon tvívegis verið settur héraðsdómari um nokkurra mánaða skeið, fyrst við Héraðsdóm Reykjaness árið 2014 og síðar sem settur dómstjóri Héraðsdóms Vestfjarða sumarið 2021. Frá hausti 2021 hefur hann starfað sem lögfræðingur á skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu í dómsmálaráðuneytinu. Af öðrum störfum má nefna að Hákon hefur verið prófdómari og sinnt stundakennslu í lögfræði á háskólastigi og starfað fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Oddur Þorri lauk BA-prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2011 og meistaragráðu í lögfræði frá sömu deild árið 2014. Þá lauk hann viðbótardiplómu í gagnrýnni hugsun og siðfræði við Háskóla Íslands og leggur nú stund á meistaranám í hagnýtri siðfræði við sama skóla. Að námi loknu starfaði Oddur Þorri um tíma sem fulltrúi á lögmannsstofu en hóf 2015 störf sem lögfræðingur á skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu þar sem hann starfaði allt til ársloka 2021. Árin 2015-2018 starfaði hann að auki sem ritari úrskurðarnefndar um upplýsingamál og 2019 var honum falið af forsætisráðherra hlutverk ráðgjafa um upplýsingarétt almennings meðfram öðrum störfum í ráðuneytinu. Frá desember 2021 hefur Oddur Þorri starfað sem lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns Alþingis. Af öðrum störfum má nefna að hann hefur sinnt kennslu í lögfræði á háskólastigi allt frá árinu 2014 auk þess sem hann hefur sinnt fræðaskrifum á sviði lögfræði. Þá var hann skipaður matsmaður í fimmtu úttektarumferð samtaka ríkja gegn spillingu í aðildarríkjum Evrópuráðsins (GRECO) árið 2017 og hefur átt sæti stjórn Lögfræðingafélags Íslands frá vori 2023.
Dómstólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vistaskipti Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira