Enski boltinn

Adidas borgar Man. United meira en Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bruno Fernandes og félagar í Manchester United spila í Adidas búningum en Liverpool er á leiðinni yfir til Adidas fyrir næstu leiktíð.
Bruno Fernandes og félagar í Manchester United spila í Adidas búningum en Liverpool er á leiðinni yfir til Adidas fyrir næstu leiktíð. Getty/Catherine Ivill

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er aftur á leiðinni í Adidas búninga og það mun skila félaginu milljörðum á hverju ári.

Þrátt fyrir nýjan samning þá fær Manchester United samt sem áður meira borgað frá Adidas en Liverpool.

Adidas hafði betur í baráttunni við Puma og Nike um að tryggja sér búningasamninginn við Liverpool.

Liverpool hefur spilað í Nike búningum frá árinu 2020. Það muna þó margir eftir Liverpool í Adidas á níunda áratugnum en síðast var félagið í Adidas frá 2006 til 2012.

The Guardian er einn fjölmiðlanna sem segja frá því að Liverpool fái að minnsta kosti sextíu milljónir punda á ári frá Adidas eða meira en tíu milljarða íslenskra króna.

Manchester City, Chelsea og Arsenal eru öll að fá svipaðar tölur frá sínum búningafyrirtækjum.

Samningur Adidas við Manchester United er þó mun hærri því United fær níutíu milljónir punda á ári frá Adidas eða meira en sextán milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×